Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018

Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018

Gítarleikarinn Tryggvi Hübner var útnefndur heiðursfélagið Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 24. mars.

29542054_10155075554506353_7005095691199231419_n

Tryggvi hefur um árabil verið ein af burðarstoðunum í íslenskri blústónlist og leiðandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem eftirsóttur gítarleikari og virtur gítarkennari.

Með hljómsveita sem Tryggvi hefur spilað með með má nefna Cabaret, Deildarbungubræður, EIK, Stofnþel og Súld.

Tryggvi hefur komið við sögu á u.þ.b. 200 hljómplötum með fjölbreyttri tónlist. Þar má nefna, nefna plötur með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Áhöfninni á Halastjörnunni, EIK, Mary Poppins og Súld, og plötur söngvara á borð við Bubba, Megas, Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórsson og Fabulu.

Tryggvi hefur samið u.þ.b. 25 lög sem hafa verið gefin út á íslenskum hljómplötum og af sólóplötu hans Betri ferð sem kom út 1995 hafa tvö lög verið gefin út í 47 löndum af útgáfufyrirtækinu Parry/Promusic í USA.

Tryggvi hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Kópavogs árið 1963, þá 6 ára en árið 1969 hóf hann nám í gítarleik og hefur ekki lagt það hljóðfæri frá sér síðan.

Tryggvi stofnaði Gítarskóla Íslands ásamt Torfa Ólafssyni árið 1993

 

Comments are closed.