Um félagið

Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað þann 6 nóvember 2003 á Kaffi Reykjavík. Þar komu saman helstu merkisberar blústónlistar á Íslandi og spiluðu saman fyrir fullu húsi af áhugafólki um blús. Tilgangur félagsins er að auka hróður blússins á Íslandi.

Með stofnun Blúsfélags Reykjavíkur er
markmiðið að greiða fyrir framgangi blústónlistar á Íslandi og sameina blúsáhugafólk í eitt félag sem ætti að auðvelda
framgang tónlistarinnar.

 

Stofnskrá Blúsfélags Reykjavíkur

1. gr.

Heiti félagsins er Blúsfélag Reykjavíkur. Heimilisfang félagsins er að XXXXXX Reykjavík

2. gr.

Tilgangur félagsins er að efla blústónlist á Íslandi og auka hróður blústónlistar á Íslandi, greiða fyrir framgangi blústónlistar á Íslandi og sameina blúsáhugafólk. Reka vefsetur www.blues.is og sjá um póstlista félagsins og senda út fréttabréf. Heiðra menn sem unnið hafa að framgangi blústónlistar. Samskipti við önnur blúsfélög og samvinna um blúshátíðir.

Tekjur eru frjáls framlög frá ríki og sveitarfélögum, auk frjálsra framlaga frá einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum og annars aflafjár.

3. grein

Tekjum og eignum Blúsfélags Reykjavíkur má einvörðungu verja í samræmi við markmið félagsins.

4. gr.

Réttindi og skyldur:

Allir geta orðið félagar: einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir. Félagar hafa málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundum svo og kjörgengi.

Öllum áhugamönnum um blústónlist er frjálst að sækja um aðild. Stjórn hefur umsjón með inntöku nýrra félaga. Stjórn er heimilt að synja um aðild og reka menn úr félaginu .

Stofnendur eru sem hér segir:

SIGN

SIGN

SIGN

SIGN

SIGN

5. gr.

Stjórn Blúsfélags Reykjavíkur skipa fimm menn, sem kosnir eru af félögum til tveggja ára, ennfremur skal kjósa tvo varamenn. Kosning skal fara fram á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum. Hlutverk stjórnarinnar er að stjórna fjárreiðum og taka ákvarðanir er snerta rekstur félagsins og eflingu. Skal stjórnin í lok hvers starfsárs gera grein fyrir starfsemi félagsins og viðgangi þess

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og kýs úr sínum hópi formann, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur. Þrír stjórnarmenn sameiginlega hafa umboð til að skuldbinda félagið. Daglega umsjón félagsins annast formaður stjórnar. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Stjórnin getur falið mönnum verk.

6. grein

Aðalfund skal halda eigi síðar en 6. nóvember ár hvert. Aðalfund skal boða með 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Á aðalfundi skal stjórnin gera grein fyrir starfsemi félagsins og leggja fram endurskoðaða ársreikninga.

7.grein

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar skal vera þannig:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Afgreiðsla reikninga.
3. Starfsáætlun næsta árs.
4. Kosning stjórnar og endurskoðenda.
5. Önnur mál

6. Blúsdjamm

8. gr.

Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta 2/3 og renna eignir þess þá til góðgerðarmála fyrir unga tónlistarmenn.

Reykjavík, 20.maí 2004.

 

Ef þú vilt koma fréttum á framfæri, eða einhverju öðru sem gæti verið áhugavert fyrir aðra blúsunnendur, endilega hafðu samband við okkur hér.