Veislan á Hilton Reykjavík Nordica byrjar á þriðjudaginn tryggðu þér miða.

Blues_2018_poster_web

Veislan á Hilton Reykjavík Nordica byrjar á þriðjudaginn tryggðu þér miða.

Miðasala er á midi.is og við innganginn á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 19 tónleikadagana. Hægt er að kaupa á stök kvöld eða kaupa blúsmiðann sem gildir á öll kvöldin.

Kaupa miða hér https://midi.is/tonleikar/1/10385/Blushatid_2018

Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica dymbilviku, þriðjudags- miðvikudags og fimmtudagskvöld. Það verður dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleikanna. Þar getur allt gerst.

Hilton Reykjavík Nordica
Þriðjudagur 20:00
Laura Chavez og Ina Forsman – Beggi Smári og Nick Jameson – Blúsaðasta band Músíktilrauna

Hilton Reykjavík Nordica
Miðvikudagur 20:00
Larry McCray og The Blue Ice band – Langi Seli og Skuggarnir – Lúðrasveitin Svanur

Hilton Reykjavík Nordica
Fimmtudagur 20:00

Lokakvöld. Íslenskur blús í hæsta gæðaflokki.

Á skírdagskvöld verður boðið upp á íslenska blúsveislu sem getur ekki klikkað. Fyrir hlé leiðir Tryggvi Hübner hljómsveit þar sem Haraldur Þorsteinsson er á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommum og Magnús Jóhann á hljómborð. Flestir þeirra voru í hljómsveitinn EIK og nokkur lög þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar munu heyrast á hátíðinni.

Eftir hlé bætast fleiri stjörnur í hópinn; Björgvin Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson, Óskar Logi, Stefanía Svavarsdóttir, Halldór Bragason, Róbert Þórhallsson og fleiri og fleiri. Á sviðinu verður rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum sem bjóða upp á blús af bestu sort. Þetta verður ekki betra!

Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla tónleikana og þar gerast undur og stórmerki. Reynsluboltar, ungliðar og frægir leynigestir hræra saman   þjóðlegum íslenskum blús, Mississippi blús, rokki og öðrum skemmtilegheitum fyrir lífsglaða nátthrafna.

logosupa

Comments are closed.