Við setningu Blúshátíðar í Reykjavík í dag, laugardaginn 28. mars, var Sigurður Sigurðsson, munnhörpuleikari og söngvari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur.

Sigurður Sigurðsson,
Útnefndur heiðurfélagi Blúsfélags Reykjavíkur

802247

 

Við setningu Blúshátíðar í Reykjavík í dag, laugardaginn 28. mars, var Sigurður Sigurðsson, munnhörpuleikari og söngvari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur. Honum voru færðar veglegar gjafir heiðursskjal og peningagjöf frá Blúsfélagi Reykjavíkur, Gjafabréf frá Tónastöðinni og Hljóðfærahúsinu. Blómvönd frá blómabúðinni Burkna í Hafnarfirði og Vox býður honum í dinner. Til hamingju !

Sigurður hefur verið  áberandi í íslenskri blústónlist áratugum saman. Hann var söng og blés í munnhörpu með hljómsveitinni Kentár sem stofnuð var árið 1982. Kentár var öflug tónleikasveit sem kom með ferska strauma inn í blúslíf landsmanna. Sigurður er meðlimur í Tregasveitinni þeirri goðsagnakenndu blúshljómsveita og hefur spilað með fjöldi hljómsveita og tónlistarmanna, bæði á tónleikum og plötum.

Sigurður kemur fram með Blúshljómsveit Björgvins Gíslasonar.á fyrstu stórtónleikum Blúshátíðar í Reykjavík, næstkomandi þriðjudagskvöld. Alls verða þrennir stórtónleikar Blúshátíðar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni, á  þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).

Blúshátíðin í ár er tileinkuð Muddy Waters og Willie Dixon, en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu þeirra.

Aðalgestir hátíðarinnar eru:

Bob Margolin, blúsgítarleikari ársins 2005 og 2008.

Debbie Davis, blúsgítarleikari ársins 1997 og 2010.

Bob Stroger, bassaleikari ársins 2011 og 2013.

KK band, Björgvin Gíslason og Vintage Caravan.

Miðasala er á midi.is

heiðursfélagi

 

Comments are closed.