Vetrarstarfið að hefjast í áttunda sinn. Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg.

Björgvin

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur 5. október 2015 kl 21:00 Björgvin Gíslason og hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Sigurður Sigurðsson, Jens Hanson og Tómas Jónsson gera allt vitlaust .

Bjöggi Gísla hefur í áratugi mundað gítarinn með vinsælum hljómsveitum, listamönnum og sem sólólistamaður. Björgvin er talinn með betri gítarleikurum sem Ísland hefur alið af sér og hefur blúsinn verið fyrirferðamikill á ferlinum.
Mætum öll á blúskvöldin okkar og tökum einhvern með sem hefur ekki komið áður.

Comments are closed.