Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 28.mars. – 2. apríl 2015

guitar-shorty-iv

Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 28. mars. – 2. apríl 2015.

Það er stefna Blúshátíðar í Reykjavík að gefa sem flestum, gömlum jafnt sem ungum og efnilegum sveitum, körlum og konum, tækifæri á að spila á Blúshátíð.

Um er að ræða spilamennsku á Klúbbi Blúshátíðar 31.3 – 2.4, Blúsdegi í miðbænum 28.3. og á aðalsviði Blúshátíðar á stórtónleikunum á Hilton Nordica.

Blúshátíð afgreiðir umsóknir með hagsmuni hátíðarinnar í huga, bæði hvað varðar spilastað og tíma.

Vinsamlega takið fram í umsókninn hvort listamaðurinn eða hljómsveitin spilar á höfuðborgarsvæðinu mánuð fyrir hátíðina eða frá 1. mars 2015.

Umsækjendur fylli út þetta eyðublað og senda á netfangið bluesfest@blues.is merkt umsókn.  Sendið umsókn sem fyrst, ef áhugi er fyrir hendi, en eigi síðar en 20 febrúar n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út.

Látið „æviágrip“ sveita eða flytjanda fylgja með umsókninni og stutta lýsingu á sveitinni/flytjandanum. Það er kostur ef myndir og fjölmiðlaefni fylgja með.

Forsvarsmaður:

Fullt heimilisfang:

Heimasími:

GSM sími:

Kennitala:

Netfang:

Lýsing á dagskrá, „æviágrip“sveitar/flytjanda

Flytjendur: (nöfn, hljóðfæri kennitala)

Comments are closed.