Enn að bætast við bönd Bee Bee and the Bluebirds, Contalgen Funeral og Femme Fatales á aðalsviði Blúshátíðar

Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.
John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.

Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum laugardaginn 31. mars.Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld.

Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

Stórtónleikar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00.
Blúsmenn Andreu og Marel Blues Project.

Blúsdrottning Íslands, Andrea Gylfadóttir, lofar ógleymanlegu kvöldi þegar hún stígur á stokk ásamt blúsmönnunum sem hafa fylgt henni eins og skugginn um margra ára skeið. Andrea og Blúsmennirnir eru reynsluboltar og hafa verið að með hléum í hátt í tvo áratugi. Þau verða betri og betri með hverju árinu.

Lærisveinar Andreu úr Marel Blues Project hita upp fyrir drottninguna. Hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins. Marel Blues Project vakti athygli á tónleikum Blúsfélags Reykjavíkur í febrúar 2012.

Beebee and the Bluebirds Hljómsveitin Beebee and the Bluebirds var stofnuð haustið 2009 og hafa þau spilað á þónokkrum blúshátíðum og á ýmsum tónleikum hérlendis. Hljómsveitin spilar blús, jazz, soul og rokkbræðing. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er í fullri vinnslu, en á dögunum kom út fyrsta smáskífan af þeirri plötu. Brynhildur Oddsdóttir – Söngur/gítar Baldur Sívertsen – Gítar Brynjar Páll Björnsson – Bassi Tómas Jónsson – Hljómborð Magnús Örn Magnússon – Trommur

Stórtónleikar, miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.
John Primer og Tregasveitin

Grammy-verðlaunahafinn John Primer verður í aðalhlutverki á tónleikunum. Primer hefur leikið stórt hlutverk í hljómsveitum Muddy Waters, Magic Slim og Willie Dixon. Fáir núlifandi tónlistarmenn túlka Chicago-búsinn af jafn mikilli næmni og ákefð og Primer. Áralangt samstarf hans við fjölda fyrstu kynslóðar blúsmanna hefur gert hann samofinn tónlistinni, enda er hefur John viðurnefnið „The Real Deal”.  John Primer kemur fram með The Blue Ice Band.

Tónleikarnir hefjast með endurkomu hinnar goðsagnakenndu Tregasveitar sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil. Það verður forvitnilegt að heyra þá feðga Pétur Tyrfingsson og Guðmund Pétursson spila saman eftir öll þessi ár.

Contalgen Funeral skagfirsk hljómsveit sem var stofnuð af Andra Má Sigurðssyni fyrir nokkrum árum síðan, en núverandi mynd sveitarinnar hefur verið starfandi í um ár. Hljómsveitin spilar Blússlegið rokk og hefur verið flokkað undir “rónarokk”. Öll hafa þau góðan tónlistarlegan bakgrunn og spilað víða í sitthvoru lagi.  Hljómsveitin hefur spilað víða og vakið þó nokkra athygli og spilað víðsvegar um landið. T.d. Á Gærunni, Iceland Airwaves, Græna hattinunum og túrað á minni staði svo sem Sauðárkróki (þaðan sem hljómsveitin starfar), Blönduósi, Skagaströnd og Ólafsfirði ásamt mikið af öðrum stöðum. Fyrsta plata sveitarinnar kemur út í apríl en eru þau núna á milljón í upptökum á henni.

 

Stórtónleikar, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.
Michael Burks og Vintage Caravan

Michael Burks sem kallaður er „Iron Man“ er kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blússtjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

Michael „Iron Man“ Burks hefur þróað eigin gítarstíl sem er undir áhrifum frá Albert King, Freddie King og Albert Collins.  Michael Burks kemur fram með The Blue Ice Band.

Þetta sama kvöld kemur fram  íslenska blús-rokk tríóið Vintage Caravan sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir kraftmikla tónlist og  sviðsframkomu. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamlir hafa strákarnir í Vintage Caravan náð miklum tónlistarlegum þroska.

Femmes Fatales koma einnig fram. Kvennatríóið Femmes Fatales var stofnað 1. febrúar árið 2011 og er því rúmlega eins árs gamalt.  Femmes Fatales er franska og þýðir “Hættulegar konur”.  Tríóið flytur létta tónlist í anda blús, djass, gospel og soul-tónlistar og hefur komið víða fram á mannamótum, m.a. Menningarnótt, Ljósanótt, Rosenberg og fleiri stöðum.  Í því starfa söngkonurnar Elín Halldórsdóttir, Kristín R. Sigurðardóttir og Steingerður Þorgilsdóttir.  Elín er menntuð píanóleikari og óperusöngkona og hefur starfað heima og erlendis sem kennari, einsöngvari og kórstjóri.  Kristín er menntuð frá Ítalíu í óperusöng og hefur komið víða fram sem einsöngkona heima og erlendis og stýrir kvennakórnum Valkyrjunum.  Steingerður hefur iðkað djass og blús söng um fjölda ára og hefur komið fram heima og erlendis.  Þeim til  fulltingis eru hljóðfæraleikararnir Axel Blöndal Hauksson á píanó, Haukur Bragason á gítar, Kjartan Kjartansson á trommur og Þorsteinn Jónsson á bassa.

Blúsmiðinn
Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

 

 

Comments are closed.