Blús til styrktar Fjölsmiðjunni

KK, Leo Gillespie, Þorleifur Guðjónsson, Sigurður Sigurðsson, Michael Dean Odin Pollock, Beggi Morthens og fl.

Hinir árlegu styrktartónleikar Blúsfélags Reykjavíkur verða haldnir á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð mánudagskvöldið 6. febrúar næstkomandi.

Á tónleikunum, sem hefjast stundvíslega kl. 21.00, koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til tónlistarverkefna hjá Fjölsmiðjunni í Kópavogi.

Marel Blues Project, blússveit sem eingöngu er skipuð starfsmönnum Marels byrjar tónleikana. Síðan lætur Þorsteinn Jónsson, ungur snillingur úr Fjölsmiðjunni í sér heyra. Þá taka við ungir reynsluboltar, Þorleifur Gaukur og Tommi.

Eftir hlé fyllir hljómsveitin Fönix sviðið, en hún er eingöngu skipuð þungaviktarblúsurum. Þorleifur Guðjónsson bassi, Sigurður Sigurðsson munnharpa og söngur, Mick Odin Pollock gítar og söngur, Friðrik Geirdal Júlíusson trommur, Beggi Morthens gítar og Sigurður Kristinsson hljómborð. Séstakir gestir þeirra eru stórblúsararnir KK og Leo Gillespie og rappsveitin Þriðja hæðin.

Aðgangseyrir er kr. 2000 og allir listamennirnir gefa vinnu sína.

Ágóðinn rennur óskiptur til Fjölsmiðjunnar, vinnuseturs fyrir ungt fólk sem stendur á krossgötum. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám.

www.fjolsmidjan.is
www.blues.is

Comments are closed.