Blús á heimsmælikvarða! Miðasala er á midi.is

Blús á heimsmælikvarða! Miðasala á midi.is hér
Á Blúshátíð í Reykjavík koma fram alþjóðlegar blússtjörnur og íslenskir snillingar sem gera dymbilvikuna að fjörugustu og skemmtilegustu viku ársins.

Larry McCray, einn allra besti blúsari Bandaríkjanna er aðalgestur hátíðarinnar og gítarleikarinn Laura Chavez mætir loksins á Blúshátíð eftir nokkurra ára bið en hún er komin í úrvaldeild alþjóðlegra blúsara. Laura kemur með söngkonuna Inu Forsman sem er að gera allt vitlaust um þessar mundir.

Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum stórtónleikum og er hugsaður fyrir þá sem vilja drekka í sig hvern tón á stóra sviði hátíðarinnar og upplifa galdurinn á blúsklúbbnum þegar hið fullkomna frelsi tekur við. Á klúbbnum er djammað fram undir morgun.

Blúshátíð í Reykjavík kemur bæði með vorið og gleðina.

Hér er Larry McCray að spila með Jools Holland

 

Blúshátíð í Reykjavík 27. til 29. mars.

Á Blúshátíð í Reykjavík 2018 verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld:

Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Tryggðu þér Blúsmiða.

Stórtónleikar þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00.

Laura Chavez og Ina Forsman – Beggi Smári og Nick Jameson – Blúsaðasta band Músíktilrauna

Stórtónleikar miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00.
Larry McCray og The Blue Ice band – Langi Seli og Skuggarnir – Lúðrasveitin Svanur

Stórtónleikar fimmtudaginn, 29. mars, kl. 20.00.
Lokakvöld.

Íslenskur blús í hæsta gæðaflokki.

Blues_2018_poster_web

Comments are closed.