Tag: #reykjavikloves

  • Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19. Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl

    Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl Aðaltónleikar hans með Blue Ice Band verða í kvöld miðvikudag á Hilton Reykjavík Nordica Strákarnir hans Sævars hita upp. Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19.
    Lokakvöld Blúshátíðar á Skírdag kl 20 Vinir Dóra 30 ára starfsafmæli. Góðir gestir Andrea GylfadóttirPétur Tyrfingsson Rubin Pollock Thorleifur Gaukur Davidsson CCblús og Uncle John jr. Það verður bein útsetning á Rás 2 frá kl 19:30. Gleðilega Blúshátíð !
    — á/í Hilton Reykjavík Nordica.

     

  • Róbert Þórhallsson er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019

    Róbert Þórhallsson er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019

    Bassaleikarinn Róbert Þórhallsson var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 13. apríl.
    Róbert er einn af okkar allra bestu og eftirsóttustu rafbassaleikurum. Hann hefur verið órjúfanlegur hluti íslenska blússamfélagsins um árabil og hefur meðal annars spilað með húsbandinu, Blue Ice Band, á hverri einustu Blúshátíð frá árinu 2006. Þar hefur hann spilað með öllum erlendu stórstjörnunum sem hafa komið fram á hátíðinni og stjórnað samspilinu af smekkvísi og fagmennsku.
    Róbert Þórhallsson er sprenglærður tónlistarmaður. Hann byrjaði ungur að blása í trompet í tónlistarskóla Húsavíkur en skipti yfir í bassann 15 ára gamall. Hann brautskráðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 1997. Haustið 1998 hóf Róbert nám í Conservatorium van Amsterdam þar lauk hann kennaranámi og marstesnámi í bassaleik. Hann brautskráðist þaðan vorið 2003 með láði, fyrstur nemanda í Jass- og hryndeild skólans.

    Róbert Þórhallsson er verðugur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur.

  • Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018

    Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018

    Gítarleikarinn Tryggvi Hübner var útnefndur heiðursfélagið Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 24. mars.

    29542054_10155075554506353_7005095691199231419_n

    Tryggvi hefur um árabil verið ein af burðarstoðunum í íslenskri blústónlist og leiðandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem eftirsóttur gítarleikari og virtur gítarkennari.

    Með hljómsveita sem Tryggvi hefur spilað með með má nefna Cabaret, Deildarbungubræður, EIK, Stofnþel og Súld.

    Tryggvi hefur komið við sögu á u.þ.b. 200 hljómplötum með fjölbreyttri tónlist. Þar má nefna, nefna plötur með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Áhöfninni á Halastjörnunni, EIK, Mary Poppins og Súld, og plötur söngvara á borð við Bubba, Megas, Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórsson og Fabulu.

    Tryggvi hefur samið u.þ.b. 25 lög sem hafa verið gefin út á íslenskum hljómplötum og af sólóplötu hans Betri ferð sem kom út 1995 hafa tvö lög verið gefin út í 47 löndum af útgáfufyrirtækinu Parry/Promusic í USA.

    Tryggvi hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Kópavogs árið 1963, þá 6 ára en árið 1969 hóf hann nám í gítarleik og hefur ekki lagt það hljóðfæri frá sér síðan.

    Tryggvi stofnaði Gítarskóla Íslands ásamt Torfa Ólafssyni árið 1993

     

  • Blúshátíð í Reykjavík 2018 verður sett með blússkrúðgöngu frá Leifsstyttu og niður Skólavörðustíginn kl 14 laugardaginn 24. mars.

    Blúshátíð í Reykjavík 2018 verður sett með blússkrúðgöngu frá Leifsstyttu og niður Skólavörðustíginn kl 14 laugardaginn 24. mars.

     Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 24. mars með Blúsdegi í miðborginni þar sem  Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga frá Leifsstyttu kl 14 Lúðrasveitin Svanur og bílalest fagna vorinu.

    Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00  Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira.

    Tónleikar á Borgarbókasafni kl. 16.00.

    Á Blúshátíð í Reykjavík 2018 verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld: Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla tónleikana og þar gerast undur og stórmerki.

    Miðasala er á midi.is hægt er að kaupa á stök kvöld eða Blúsmiða sem gildir á öll kvöldin.Miðasala við innganginn frá kl.19 tónleikadagana en þá opnar húsið.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00. Laura Chavez og Ina Forsman – Beggi Smári og Nick Jameson – Blúsaðasta band Músíktilrauna.

    Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.

    Stórtónleikar miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00. Larry McCray og The Blue Ice band – Langi Seli og Skuggarnir – Lúðrasveitin Svanur Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.

    Stórtónleikar fimmtudaginn, 29. mars, kl. 20.00.Íslenskur blús í hæsta gæðaflokki. LokakvöldÁ skírdagskvöld verður boðið upp á íslenska blúsveislu sem getur ekki klikkað. Fyrir hlé leiðir Tryggvi Hübner hljómsveit þar sem Berglind Björk syngur, Haraldur Þorsteinsson er á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommum og Magnús Jóhann á hljómborð. Flestir þeirra voru í hljómsveitinn EIK og nokkur lög þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar munu heyrast á hátíðinni.

    Björgvin Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson, Óskar Logi, Stefanía Svavarsdóttir, Halldór Bragason, Róbert Þórhallsson og fleiri og fleiri.

    Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.

    Blues_2018_poster_web

  • Blús á heimsmælikvarða! Miðasala er á midi.is

    Blús á heimsmælikvarða! Miðasala á midi.is hér
    Á Blúshátíð í Reykjavík koma fram alþjóðlegar blússtjörnur og íslenskir snillingar sem gera dymbilvikuna að fjörugustu og skemmtilegustu viku ársins.

    Larry McCray, einn allra besti blúsari Bandaríkjanna er aðalgestur hátíðarinnar og gítarleikarinn Laura Chavez mætir loksins á Blúshátíð eftir nokkurra ára bið en hún er komin í úrvaldeild alþjóðlegra blúsara. Laura kemur með söngkonuna Inu Forsman sem er að gera allt vitlaust um þessar mundir.

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum stórtónleikum og er hugsaður fyrir þá sem vilja drekka í sig hvern tón á stóra sviði hátíðarinnar og upplifa galdurinn á blúsklúbbnum þegar hið fullkomna frelsi tekur við. Á klúbbnum er djammað fram undir morgun.

    Blúshátíð í Reykjavík kemur bæði með vorið og gleðina.

    Hér er Larry McCray að spila með Jools Holland

     

    Blúshátíð í Reykjavík 27. til 29. mars.

    Á Blúshátíð í Reykjavík 2018 verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld:

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Tryggðu þér Blúsmiða.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00.

    Laura Chavez og Ina Forsman – Beggi Smári og Nick Jameson – Blúsaðasta band Músíktilrauna

    Stórtónleikar miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00.
    Larry McCray og The Blue Ice band – Langi Seli og Skuggarnir – Lúðrasveitin Svanur

    Stórtónleikar fimmtudaginn, 29. mars, kl. 20.00.
    Lokakvöld.

    Íslenskur blús í hæsta gæðaflokki.

    Blues_2018_poster_web

  • Borgarbókasafnið með dagskrá á Blúshátíð í Reykjavík 2016.

    Blúshátíð í Reykjavík og Borgarbókasafnið hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin ár .

    Dagskrá: Borgarbókasafnið á Blúshátíð

    Blúsvikan 2016 - Borgarbókasafn - jpg

  • Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði. miðasala á midi.is

    Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld: Miðasala er á midi.ismiðar verða líka seldir við innganginn. frá kl 19 á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    midilogo

    Blúsmiðinn 

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

     

    saboomboomStórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00. Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.

    Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans. Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.

     

    Jonn-Karen

    Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00. Karen Lovely, Jonn „Del Toro“ Richardson, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers

    Það er fengur fyrir íslendinga að fá söngdívuna Karen Lovely til landsins. Hún er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir, margverðlaun söngkona sem hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík. Það lætur nærri að blúsbolinn frá Texas, Jonn „Del Toro“ Richardson hafi fæðst með gítarinn í höndunum. Hann hefur spilað allt sitt líf og þróað með sér persónulegan stíl þar sem blúsinn er blandaður áhrifum frá suðuramerískri tónlist. Hann er með rétta taktinn fyrir gesti Blúshátíðar.

    Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Karen Lovely og Jonn Richardson.

    Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.

    7045598605_b179fe8001_zStórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00. Frábær íslenskur blús 

    Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.

    Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.

     

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.is http://www.vox.is/

     

     

     

  • Blúshátíð í Reykjavík 2016 19. til 25. mars.

    Miðasala er á midi.isKaupa miða

    Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    Miðasala er á midi.is

    midilogo

    miðar verða líka seldir við innganginn. frá kl 19 á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika þar sem allt getur gerst.

    Blúsmiðinn 

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

    Stórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00.

    Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake

    Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.

    Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans.

    Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.

     

    Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00.

    Karen Lovely, Jonn „Del Toro“ Richardson, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers

    Það er fengur fyrir íslendinga að fá söngdívuna Karen Lovely til landsins. Hún er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir, margverðlaun söngkona sem hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík.

    Það lætur nærri að blúsbolinn frá Texas, Jonn „Del Toro“ Richardson hafi fæðst með gítarinn í höndunum. Hann hefur spilað allt sitt líf og þróað með sér persónulegan stíl þar sem blúsinn er blandaður áhrifum frá suðuramerískri tónlist. Hann er með rétta taktinn fyrir gesti Blúshátíðar.

    Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Karen Lovely og Jonn Richardson.

    Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.

    Stórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00.

    Frábær íslenskur blús

    Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.

    Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

    Sími: 444 5050 – vox@vox.is

    http://www.vox.is/

     

    Blúshátíð í Reykjavík 2016

    dagskrá 

    Blús í miðbænum laugardagur 19.mars.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 19. mars, með Blúsdegi í miðborginni. Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2016. Boðið verður upp á lifandi blús víða á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00 til 16.00.  Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á grillað bacon, kjúklingavængi og pylsur. Tónleikar Borgarbókasafn kl 16.00-17.00

    Sunnudagur 20.mars

    Borgarbókasafn kl 15 – 16, • Rithöfunda djamm og sagðar blússögur Chicago Beau , Árni Þórarinsson, Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson

    Mánudagur 21.mars

    Blúskvöld Café Rosenberg kl 21 – 23.

    Strákarnir hans Sævars og Siggi Sig

    Tómas Ragnarsson og Götustrákarnir,

    Þriðjudagur 22.mars

    frá kl 20 – 22, Blúskjallarinn blúsdjamm hjá Íslenska Cadillac Klúbbnum

    Faxafen 9 undir Salatbarnum

    Davíð Þór Jónsson, Tryggvi Hubner og fleiri

    Miðvikudagur 23.mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    • Chicago Beau & Vinir Dóra

    •Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin.

    • •Primecake

    Klúbbur Blúshátíðar á Hilton

    Fimmtudagur 24. mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    • Karen Lovely og Jonn „Del Toro“ Richardson,

    • Þorleifur Gaukur & the Berklee youngbloods

    • Reykjavik Hipshakers! .

     Föstudagur 25.mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    •Frábær íslenskur blús

    Andrea Gylfadóttir, KK, Ragnheiður Gröndal, Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, Róbert Þórhallsson, Davíð Þór Jónsson. Birgir Baldursson og fl.

    • Hráefni Valdimar Örn Flygenring og co

     Klúbbur Blúshátíðar

    Facebook https://www.facebook.com/www.blues.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg www.visitreykjavik.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Tónlistarsjóði

    10711148_765018550202366_9063772316842028470_n7045598605_b179fe8001_zoskar24651_4823066699872_395266298_nGuðmundur Pétursson heiðursfélagi

    SONY DSCjonnrichardson

     

     

  • Blúshátíð í Reykjavík kynnir: Karen Lovely og Jonn „Del Toro” Richardson á stórtónleikunum 24. mars

    SONY DSC

    Breytingar hafa orðið á dagskrá Blúshátíðar. Söngdívan Karen Lovely og blúsbolinn Jonn „Del Toro” Richardson verða á stórtónleikunum 24. mars. Þau hlaupa í skarðið fyrir Candye Kane og Lauru Chavez sem afboðuðu komu sína vegna veikinda Candye Kane.

    Það er fengur að komu Karen Lovely sem er ein skærasta söngstjarnan í bandarískum blús um þessar mundir og Jonn Richardson sem er margverðlaunaður gítarleikari sem hefur þróað með sér persónulegan og stórskemmtilegan stíl þar sem blúsinn er kryddaður með áhrifum frá suður amerískri tónlist.

     

     

    Dagskrá fimmtudagsins 24. mars
    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20
    • Karen Lovely og Jonn” Del Toro” Richardson
    • Þorleifur Gaukur & the Berklee Youngbloods
    • Reykjavik Hipshakers! .

    jonnrichardson

    Kjósi einhver að breyta miða sínum vegna þessarar dagskrárbreytinga þá er viðkomandi bent á að hafa samband við www.midi.is