Category: Fréttir

  • Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012 verður sett á laugardaginn kemur kl 14 í Kolaportinu. Við tilkynnum þá um hver verður Heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2012.

    Styttist í Blúshátíð sem verður sett laugardaginn 31.3 kl 14 í Kolaportinu. Vonumst eftir að sjá ykkur þegar við tilkynnum um hver verður Heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2012.

    Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.
    John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.
    Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum laugardaginn 31. mars.hátíðin verður sett kl 14 Kolaportið. Götuspilarar spila víðsvegar um borgina hátíðadagana. Þeir fara á glæsikerrum vítt og breitt um bæinn og poppa upp á ólíkustu stöðum alla hátíðadagana. Blús fyrir fólkið.

    Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld.
    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst ungir sem aldnir djamma saman.

    Látum sem flesta vita um frábæra hátíð og tökum vini og vinkonur með. Við gerum heiminn betri með blús.
    Ítarlegar upplýsingar um dagskrá er hér http://blues.is/?page_id=90
    Facebook síðan er hér vantar like frá þér? https://www.facebook.com/www.blues.is
    Hægt er að hlaða niður plakati hér PDF í A4 og prenta út og hengja upp á töflunni.

    Miðasala er jöfn á alla viðburði , enn eru nokkrir Blúsmiðar eftir en þeim fer fækkandi tryggjum okkur miða.
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði. Hægt er auðvitað að kaupa á staka viðburði.
    Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/6889
    Í dag er afgreiðslustaði midi.is að finna í eftirtöldum verslunum:
    Brim, Kringlunni
    Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
    Sími: 533 2111
    Netfang: brim@brim.is
    Opnunartímar
    Mánudaga til miðvikudaga 10.00 – 18.30
    Fimmtudaga 10.00 – 21.00
    Föstudaga 10.00 – 19.00
    Laugardaga 10.00 – 18.00
    Sunnudaga 13.00 – 18.00
    Brim, Laugavegi
    Laugavegi 71, 101 Reykjavík
    Sími: 551 7060
    Netfang: brim@brim.is
    Opnunartímar
    Mánudaga til fimmtudaga 10.00 – 18.00
    Föstudaga 10.00 – 18.30
    Laugardaga 10.00 – 17.00
    Sunnudaga LOKAÐ

    Hér er nýjung. Sú hugmynd er í gangi að vera með lítinn sölumarkað á Blúsklúbbnum, á Blúshátíð í Reykjavík 2012.
    Ef þið eruð t.d. með vöru ( svokallað “Beint frá býli”) “Beint frá blúsheimilinu”, þá viljum við gefa fólki tækifæri til að vera með lítil söluborð á tónleikakvöldunum á Hilton Reykjavík Nordica, 3.-5.apríl nk. Hafið samband við Sigríði Maríu í síma 862-2142, eða í pósti á siggamj@hotmail.com ef þið hafið áhuga eða viljið skoða dæmið og heyra meira um það.

     

  • Enn að bætast við bönd Bee Bee and the Bluebirds, Contalgen Funeral og Femme Fatales á aðalsviði Blúshátíðar

    Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.
    John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.

    Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum laugardaginn 31. mars.Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld.

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00.
    Blúsmenn Andreu og Marel Blues Project.

    Blúsdrottning Íslands, Andrea Gylfadóttir, lofar ógleymanlegu kvöldi þegar hún stígur á stokk ásamt blúsmönnunum sem hafa fylgt henni eins og skugginn um margra ára skeið. Andrea og Blúsmennirnir eru reynsluboltar og hafa verið að með hléum í hátt í tvo áratugi. Þau verða betri og betri með hverju árinu.

    Lærisveinar Andreu úr Marel Blues Project hita upp fyrir drottninguna. Hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins. Marel Blues Project vakti athygli á tónleikum Blúsfélags Reykjavíkur í febrúar 2012.

    Beebee and the Bluebirds Hljómsveitin Beebee and the Bluebirds var stofnuð haustið 2009 og hafa þau spilað á þónokkrum blúshátíðum og á ýmsum tónleikum hérlendis. Hljómsveitin spilar blús, jazz, soul og rokkbræðing. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er í fullri vinnslu, en á dögunum kom út fyrsta smáskífan af þeirri plötu. Brynhildur Oddsdóttir – Söngur/gítar Baldur Sívertsen – Gítar Brynjar Páll Björnsson – Bassi Tómas Jónsson – Hljómborð Magnús Örn Magnússon – Trommur

    Stórtónleikar, miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.
    John Primer og Tregasveitin

    Grammy-verðlaunahafinn John Primer verður í aðalhlutverki á tónleikunum. Primer hefur leikið stórt hlutverk í hljómsveitum Muddy Waters, Magic Slim og Willie Dixon. Fáir núlifandi tónlistarmenn túlka Chicago-búsinn af jafn mikilli næmni og ákefð og Primer. Áralangt samstarf hans við fjölda fyrstu kynslóðar blúsmanna hefur gert hann samofinn tónlistinni, enda er hefur John viðurnefnið „The Real Deal”.  John Primer kemur fram með The Blue Ice Band.

    Tónleikarnir hefjast með endurkomu hinnar goðsagnakenndu Tregasveitar sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil. Það verður forvitnilegt að heyra þá feðga Pétur Tyrfingsson og Guðmund Pétursson spila saman eftir öll þessi ár.

    Contalgen Funeral skagfirsk hljómsveit sem var stofnuð af Andra Má Sigurðssyni fyrir nokkrum árum síðan, en núverandi mynd sveitarinnar hefur verið starfandi í um ár. Hljómsveitin spilar Blússlegið rokk og hefur verið flokkað undir “rónarokk”. Öll hafa þau góðan tónlistarlegan bakgrunn og spilað víða í sitthvoru lagi.  Hljómsveitin hefur spilað víða og vakið þó nokkra athygli og spilað víðsvegar um landið. T.d. Á Gærunni, Iceland Airwaves, Græna hattinunum og túrað á minni staði svo sem Sauðárkróki (þaðan sem hljómsveitin starfar), Blönduósi, Skagaströnd og Ólafsfirði ásamt mikið af öðrum stöðum. Fyrsta plata sveitarinnar kemur út í apríl en eru þau núna á milljón í upptökum á henni.

     

    Stórtónleikar, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.
    Michael Burks og Vintage Caravan

    Michael Burks sem kallaður er „Iron Man“ er kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blússtjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

    Michael „Iron Man“ Burks hefur þróað eigin gítarstíl sem er undir áhrifum frá Albert King, Freddie King og Albert Collins.  Michael Burks kemur fram með The Blue Ice Band.

    Þetta sama kvöld kemur fram  íslenska blús-rokk tríóið Vintage Caravan sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir kraftmikla tónlist og  sviðsframkomu. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamlir hafa strákarnir í Vintage Caravan náð miklum tónlistarlegum þroska.

    Femmes Fatales koma einnig fram. Kvennatríóið Femmes Fatales var stofnað 1. febrúar árið 2011 og er því rúmlega eins árs gamalt.  Femmes Fatales er franska og þýðir “Hættulegar konur”.  Tríóið flytur létta tónlist í anda blús, djass, gospel og soul-tónlistar og hefur komið víða fram á mannamótum, m.a. Menningarnótt, Ljósanótt, Rosenberg og fleiri stöðum.  Í því starfa söngkonurnar Elín Halldórsdóttir, Kristín R. Sigurðardóttir og Steingerður Þorgilsdóttir.  Elín er menntuð píanóleikari og óperusöngkona og hefur starfað heima og erlendis sem kennari, einsöngvari og kórstjóri.  Kristín er menntuð frá Ítalíu í óperusöng og hefur komið víða fram sem einsöngkona heima og erlendis og stýrir kvennakórnum Valkyrjunum.  Steingerður hefur iðkað djass og blús söng um fjölda ára og hefur komið fram heima og erlendis.  Þeim til  fulltingis eru hljóðfæraleikararnir Axel Blöndal Hauksson á píanó, Haukur Bragason á gítar, Kjartan Kjartansson á trommur og Þorsteinn Jónsson á bassa.

    Blúsmiðinn
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

     

     

  • Innilegar þakkir öllum þeim sem hafa lagt okkur lið frá upphafi.

    Deitra Farr tekur á móti viðurkenningu heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2010

     

  • Blúsdagur 2010

    Davíð Þór spilar fyrir Blossa blúsara við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2010

     


  • Pétur Tyrfingsson hjalar um blús og hefur skrifað nokkrar greinar um gesti Blúshátíðar í Reykjavík

    Pétur Tyrfingsson hefur skrifað nokkrar greinar um gesti Blúshátíðar í Reykjavík sem hefst 31. mars  á bloggi sínu www.tregasveitin.wordpress.com hann segir “Mér datt í hug að blogga soldið í aðdraganda Blúshátíðarinnar að þessu sinni. Svona mér til dægrastyttingar og ykkur til skemmtunar……

    Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.
    miðasala http://midi.is/tonleikar/1/6889

    John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.

    Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum laugardaginn 31. mars.Þrennir stórtónleikar verða á Reykjavík Hilton Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld.

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00.
    Blúsmenn Andreu og Marel Blues Project.

    Blúsdrottning Íslands, Andrea Gylfadóttir, lofar ógleymanlegu kvöldi þegar hún stígur á stokk ásamt blúsmönnunum sem hafa fylgt henni eins og skugginn um margra ára skeið. Andrea og Blúsmennirnir eru reynsluboltar og hafa verið að með hléum í hátt í tvo áratugi. Þau verða betri og betri með hverju árinu.

    Lærisveinar Andreu úr Marel Blues Project hita upp fyrir drottninguna. Hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins. Marel Blues Project vakti athygli á tónleikum Blúsfélags Reykjavíkur í febrúar 2012.

    Stórtónleikar, miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.
    John Primer og Tregasveitin

    Grammy-verðlaunahafinn John Primer verður í aðalhlutverki á tónleikunum. Primer hefur leikið stórt hlutverk í hljómsveitum Muddy Waters, Magic Slim og Willie Dixon. Fáir núlifandi tónlistarmenn túlka Chicago-búsinn af jafn mikilli næmni og ákefð og Primer. Áralangt samstarf hans við fjölda fyrstu kynslóðar blúsmanna hefur gert hann samofinn tónlistinni, enda er hefur John viðurnefnið „The Real Deal”. John Primer kemur fram með The Blue Ice Band.

    Tónleikarnir hefjast með endurkomu hinnar goðsagnakenndu Tregasveitar sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil. Það verður forvitnilegt að heyra þá feðga Pétur Tyrfingsson og Guðmund Pétursson spila saman eftir öll þessi ár.

    Stórtónleikar, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.
    Michael Burks og Vintage Caravan

    Michael Burks sem kallaður er „Iron Man“ er kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blússtjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

    Michael „Iron Man“ Burks hefur þróað eigin gítarstíl sem er undir áhrifum frá Albert King, Freddie King og Albert Collins. Michael Burks kemur fram með The Blue Ice Band.

    Þetta sama kvöld kemur fram íslenska blús-rokk tríóið Vintage Caravan sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir kraftmikla tónlist og sviðsframkomu. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamlir hafa strákarnir í Vintage Caravan náð miklum tónlistarlegum þroska.

    Blúsmiðinn
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Reykjavík Hilton Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði

     

     

  • Það stendur til að heiðra blúsmann og gera að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur á Blúshátíð í Reykjavík 2011 sem hefst 31 mars. Sendið tillögur fyrir 2012 á netfangið blues@blues.is  merkt Heiðursfélagi.

    Magnús Eiríksson var heiðraður 2003 , Björgvin Gíslason 2005 , Andrea Gylfadóttir 2006. Kristján Kristjánsson 2007 og Ásgeir Óskarsson 2008, Pinetop Perkins 2009 , Deitra Farr 2010 og Guðmundur Pétursson 2011

  • Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012 miðasala er hafin á midi.is

    Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.

    Miðasala á midi.is
    John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.

    Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum laugardaginn 31. mars. Þrennir stórtónleikar verða á Reykjavík Hilton Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld.

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00.
    Blúsmenn Andreu og Marel Blues Project.

    Blúsdrottning Íslands, Andrea Gylfadóttir, lofar ógleymanlegu kvöldi þegar hún stígur á stokk ásamt blúsmönnunum sem hafa fylgt henni eins og skugginn um margra ára skeið. Andrea og Blúsmennirnir eru reynsluboltar og hafa verið að með hléum í hátt í tvo áratugi. Þau verða betri og betri með hverju árinu.

    Lærisveinar Andreu úr Marel Blues Project hita upp fyrir drottninguna. Hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins. Marel Blues Project vakti athygli á tónleikum Blúsfélags Reykjavíkur í febrúar 2012.

    Stórtónleikar, miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.
    John Primer og Tregasveitin

    Grammy-verðlaunahafinn John Primer verður í aðalhlutverki á tónleikunum. Primer hefur leikið stórt hlutverk í hljómsveitum Muddy Waters, Magic Slim og Willie Dixon. Fáir núlifandi tónlistarmenn túlka Chicago-blúsinn af jafn mikilli næmni og ákefð og Primer. Áralangt samstarf hans við fjölda fyrstu kynslóðar blúsmanna hefur gert hann samofinn tónlistinni, enda er hefur John viðurnefnið „The Real Deal”.  John Primer kemur fram með The Blue Ice Band.

    Tónleikarnir hefjast með endurkomu hinnar goðsagnakenndu Tregasveitar sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil. Það verður forvitnilegt að heyra þá feðga Pétur Tyrfingsson og Guðmund Pétursson spila saman eftir öll þessi ár.

    Stórtónleikar, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.
    Michael Burks og Vintage Caravan

    Michael Burks sem kallaður er „Iron Man“ er kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blús stjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

    Michael „Iron Man“ Burks hefur þróað eigin gítarstíl sem er undir áhrifum frá Albert King, Freddie King og Albert Collins.  Michael Burks kemur fram með The Blue Ice Band.

    Þetta sama kvöld kemur fram  íslenska blús-rokk tríóið Vintage Caravan sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir kraftmikla tónlist og sviðsframkomu. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamlir hafa strákarnir í Vintage Caravan náð miklum tónlistarlegum þroska.

    Blúsmiðinn
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Reykjavík Hilton Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

  • Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 31. mars – 5. apríl 2012

    Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 31. mars – 5. apríl 2012 Blúshátíð í Reykjavík hefur haft þá stefnu að gefa gömlum, ungum og efnilegum sveitum, blúsmönnum tækifæri á að spila á Blúshátíð. Um er að ræða Klúbb Blúshátíðar, Blúsdag í Reykjavík og hugsanlega stutt dagskrá á aðalsviði Hilton Nordica eða þar sem þurfa þykirþ Umsækjendur fylli út þetta eyðublað ýtið hér http://www.blues.is/Umsokntonleika2012.doc umsókn gerið save target as og sendið sem viðhengi með rafpósti til: bluesfest@blues.is merkt umsókn Vinsamlegast sendið sem fyrst og eigi síðar en 20. febrúar n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út. Setjið stutta lýsingu æviágrip sveita eða flytjanda með. Vinsamlega takið fram hvort verið er að spila á Stór-Reykjavíkursvæðinu mánuði fyrir hátíð.

     

     

     

  • BLÚSSVEIT ÞOLLÝJAR MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA

    BLÚSSVEIT ÞOLLÝJAR MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA

    Nú er loksins komið að útgáfutónleikum Blússveitarinnar en sveitin sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu, My dying bed, og hafa viðtökur verið vonum framar. Það er því við hæfi að “Blúsa jólin inn” og mun Blússveitin flytja lög af þessum nýútkomna geisladisk þetta kvöld í bland við sitt sívinsæla jólaprógramm.

    Blússveit Þollýjar skipa:

    Þollý Rósmunds: söngur
    Magnús Axel Hansen: gítar
    Jonni Richter: bassi
    Benjamín Ingi Böðvarsson: trommur

    Sérstakir gestir þetta kvöld verða:

    Sigurgeir Sigmundsson: dobró og pedal steel
    Sigurður “Kafteinn” Ingimarsson: munnharpa

    Tónleikarnir verða á Café Rósenberg, Klapparstíg 27, þriðjudaginn 13. des og hefjast kl. 21.00. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og eru allir hjartanlega velkomnir!