Tag: X #iceland

  • Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19. Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl

    Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl Aðaltónleikar hans með Blue Ice Band verða í kvöld miðvikudag á Hilton Reykjavík Nordica Strákarnir hans Sævars hita upp. Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19.
    Lokakvöld Blúshátíðar á Skírdag kl 20 Vinir Dóra 30 ára starfsafmæli. Góðir gestir Andrea GylfadóttirPétur Tyrfingsson Rubin Pollock Thorleifur Gaukur Davidsson CCblús og Uncle John jr. Það verður bein útsetning á Rás 2 frá kl 19:30. Gleðilega Blúshátíð !
    — á/í Hilton Reykjavík Nordica.

     

  • Blúshátíð í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica 2019

    Blúsveislan á Hilton Reykjavík Nordica

     Nú er komið að því! Fyrstu tónleikar Blúshátíðar í Reykjavík þriðjudagskvöldið og þeir lofa sannarlega góðu. Þá kemur Emil Arvidsson frá Svíþjóð og spilar stórskemmtilega blús eins og hann er þekktur fyrir. Við heyrum líka í blúsaðasta bandi Músíktilrauna og snillingunum Davíð Þór Jónssyni, Guðmundi Péturssyni og Þorleifi Gauki Davíðssyni sem flytja blúsbræðinginn Fantasy Overture.

     

     Joe Louis Walker er goðsögn í lifanda lífi og aðal gestur Blúshátíðar í ár. Hann er af mörgum talinn besti blústónlistarmaður samtímans. Hann spilar miðvikudagskvöldið 17. apríl. Fyrir hlé bjóða Strákarnir hans Sævars upp á kraftmikla blúsveislu þar sem rokkskotinn blús verður fyrirferðarmikill.

     

    Lokakvöld Ástsælasta blúshljómsveit landsmanna, Vinir Dóra heldur upp á 30 ára starfsafmæli sitt fimmtudaginn 18. apríl. Vinirnir bjóða til sín gestum og meðal þeirra eru Andra Gylfadóttir, Davíð Þór Jónsson, Þorleifur Gaukur Davíðsson, Rubin Pollock og Pétur Tyrfingsson. Þetta partý verður seint toppað. Fyrir hlé leika GGblús, þeir Guðmundur Jónsson og Guðmundur Gunnlaugsson. Uncle John Jr. hefur leik á þessu magnaða kvöldi.

     

    Tónleikar Blúshátíðar eru á Hilton Reykjavík Nordica og þeir hefjast stundvíslega klukkan 20.00.

    Miðasala er á midi.is og við dyrnar tónleikadagana frá kl 19 en þá opnar húsið. Hægt er að kaupa á stök kvöld eða Blúsmiðann sem gildir á öll kvöldin takmarkað magn Blúsmiða er í sölu.

    Kaupa miða

    Blúshátíð í Reykjavík hressir, bætir og kætir

     

  • Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019

     

    Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019

    Í verðlaun er blúsmiði fyrir tvo á alla stórtónleika Blúshátíðar í Reykjavík

     

    Spurt er um gítarleikara.

    Í ár bætist Grammyverðlaunahafinn Joe Louis Walker í  hóp þeirra gítarjöfra sem heillað hafa unnendur Blúshátíðar með tilfinningaríkum gítarleik í bland við fingrafimi.

    Hér koma nokkrir gítarsnillingar sem allir utan einn hafa spilað á Blúshátíð í Reykjavík.

    Hakið við nafn þess eina gítarleikara sem aldrei hefur komið fram á hátíðinni.

    • Guitar Shorty
    • Larry McCray
    • Magic Slim
    • Noah Wotherspoon
    • Peter Green

    .

    Svarið er hægt að senda í tölvupósti á sigurdur.vigfusson@reykjavik.is, eða skila því í sérstakan blúskassa sem liggur frammi í Borgarbókasafninu Grófinni.

    Dregið verður úr réttum lausnum laugardaginn 13. apríl á tónleikum Halldórs Bragasonar í hópi valinkunnra blúsara. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 á Bókatorgi Borgarbókasafnsins í Grófinni.

    Munið að bara þeir sem verða á staðnum þegar dregið er eiga möguleika á vinningnum.

  • Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018

    Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018

    Gítarleikarinn Tryggvi Hübner var útnefndur heiðursfélagið Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 24. mars.

    29542054_10155075554506353_7005095691199231419_n

    Tryggvi hefur um árabil verið ein af burðarstoðunum í íslenskri blústónlist og leiðandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem eftirsóttur gítarleikari og virtur gítarkennari.

    Með hljómsveita sem Tryggvi hefur spilað með með má nefna Cabaret, Deildarbungubræður, EIK, Stofnþel og Súld.

    Tryggvi hefur komið við sögu á u.þ.b. 200 hljómplötum með fjölbreyttri tónlist. Þar má nefna, nefna plötur með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Áhöfninni á Halastjörnunni, EIK, Mary Poppins og Súld, og plötur söngvara á borð við Bubba, Megas, Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórsson og Fabulu.

    Tryggvi hefur samið u.þ.b. 25 lög sem hafa verið gefin út á íslenskum hljómplötum og af sólóplötu hans Betri ferð sem kom út 1995 hafa tvö lög verið gefin út í 47 löndum af útgáfufyrirtækinu Parry/Promusic í USA.

    Tryggvi hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Kópavogs árið 1963, þá 6 ára en árið 1969 hóf hann nám í gítarleik og hefur ekki lagt það hljóðfæri frá sér síðan.

    Tryggvi stofnaði Gítarskóla Íslands ásamt Torfa Ólafssyni árið 1993

     

  • Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði. miðasala á midi.is

    Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld: Miðasala er á midi.ismiðar verða líka seldir við innganginn. frá kl 19 á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    midilogo

    Blúsmiðinn 

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

     

    saboomboomStórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00. Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.

    Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans. Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.

     

    Jonn-Karen

    Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00. Karen Lovely, Jonn „Del Toro“ Richardson, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers

    Það er fengur fyrir íslendinga að fá söngdívuna Karen Lovely til landsins. Hún er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir, margverðlaun söngkona sem hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík. Það lætur nærri að blúsbolinn frá Texas, Jonn „Del Toro“ Richardson hafi fæðst með gítarinn í höndunum. Hann hefur spilað allt sitt líf og þróað með sér persónulegan stíl þar sem blúsinn er blandaður áhrifum frá suðuramerískri tónlist. Hann er með rétta taktinn fyrir gesti Blúshátíðar.

    Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Karen Lovely og Jonn Richardson.

    Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.

    7045598605_b179fe8001_zStórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00. Frábær íslenskur blús 

    Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.

    Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.

     

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.is http://www.vox.is/

     

     

     

  • Blúshátíð í Reykjavík kynnir: Karen Lovely og Jonn „Del Toro” Richardson á stórtónleikunum 24. mars

    SONY DSC

    Breytingar hafa orðið á dagskrá Blúshátíðar. Söngdívan Karen Lovely og blúsbolinn Jonn „Del Toro” Richardson verða á stórtónleikunum 24. mars. Þau hlaupa í skarðið fyrir Candye Kane og Lauru Chavez sem afboðuðu komu sína vegna veikinda Candye Kane.

    Það er fengur að komu Karen Lovely sem er ein skærasta söngstjarnan í bandarískum blús um þessar mundir og Jonn Richardson sem er margverðlaunaður gítarleikari sem hefur þróað með sér persónulegan og stórskemmtilegan stíl þar sem blúsinn er kryddaður með áhrifum frá suður amerískri tónlist.

     

     

    Dagskrá fimmtudagsins 24. mars
    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20
    • Karen Lovely og Jonn” Del Toro” Richardson
    • Þorleifur Gaukur & the Berklee Youngbloods
    • Reykjavik Hipshakers! .

    jonnrichardson

    Kjósi einhver að breyta miða sínum vegna þessarar dagskrárbreytinga þá er viðkomandi bent á að hafa samband við www.midi.is

  • Vinir Dóra Jólablús 17. des kl 21 Hallveigarstígur 1

    Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson söngvari, gítarleikari, Ásgeir Óskarsson söngvari, trommuleikari og Jón Ólafsson söngvari, bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi

    frim
    Miðaverð á tónleika er 2500.
    Hægt er að panta fyrirfram mat og borð sími rekstraraðila Hallveigarstígur 1 Iðnaðarmannahúsið 5175020 húsið opnar kl 19

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

    Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

    Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

    Kveðja
    Blúsfélag Reykjavíkur