Tag: #reykjavik #Blúshátíð #blues #reykjavikloves #reykjavikloves
-
Í dag 9. apríl var Blúshátíð í Reykjavík 2022 formlega sett.
Dagskráin hófst með því að Lúðrasveitin Svanur blúsaði niður Skólavörðustíginn og á eftir þeim komu félagar í Krúserklúbbnum á ansi flottum bílum. Fyrir utan búðina hjá Ófeigi gullsmið voru blústónleikar og forsmekkurinn af því sem koma skal á aðaltónleikum Blúshátíðar nk. miðvikudag.Fyrir þá sem vilja skoða dagskrána nánar og jafnvel kaupa sér miða er hægt að gera það hér: https://tix.is/is/event/12974/blushati-/ -
Blúshátíð í Reykjavík 2022 tryggðu þér miða á tix.is
Blúshátíð í Reykjavík. miðasala á tix.is tryggðu þér miða hér https://tix.is/is/event/12974/blushati-/
Blúshátíð í Reykjavík laugardaginn 9. apríl. Blúsdagur í miðborginni.
Þá leggur Blúshátíð Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14.00. Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00.
Hilton Reykjavik Nordica 13. apríl
Bestu blúsarar landsins!
Blúshátíð í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár. Einungis verða einir tónleikar í boði, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram.
Söngkonurnar óviðjafnanlegu Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal og Stefanía Svavarsdóttir fremja blúsgaldur með Guðmundi Péturssyni, Halldóri Bragasyni, Óskari Loga Ágústssyni og Nick Jameson, þúsund þjala ólíkindatólinu Davíð Þór Jónssyni ásamt Róberti Þórhallssyni bassaleikara og trommuleikaranum taktfasta Ásgeiri Óskarsyni.
Á tónleikunum kemur einnig fram hljómsveitin Bláa höndin en hana skipa þeir Jakob Frímann Magnússon, Guðmundur Pétursson, Jón Ólafsson og Einar Scheving.
Eftir þessa mögnuðu íslensku blúsveislu verður Klúbbur Blúshátíðar starfræktur á Hilton Reykjavík Nordica. Þar heldur fjörið áfram fram eftir nóttu og ævintýri gerast þegar ólíkir tónlistarmenn hræra sannkallaðan blússeið.Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.ishttp://www.vox.is/
-
Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19. Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl
Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl Aðaltónleikar hans með Blue Ice Band verða í kvöld miðvikudag á Hilton Reykjavík Nordica Strákarnir hans Sævars hita upp. Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19.
Lokakvöld Blúshátíðar á Skírdag kl 20 Vinir Dóra 30 ára starfsafmæli. Góðir gestir Andrea GylfadóttirPétur Tyrfingsson Rubin Pollock Thorleifur Gaukur Davidsson CCblús og Uncle John jr. Það verður bein útsetning á Rás 2 frá kl 19:30. Gleðilega Blúshátíð !— á/í Hilton Reykjavík Nordica. -
Blúshátíð í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica 2019
Blúsveislan á Hilton Reykjavík Nordica
Nú er komið að því! Fyrstu tónleikar Blúshátíðar í Reykjavík þriðjudagskvöldið og þeir lofa sannarlega góðu. Þá kemur Emil Arvidsson frá Svíþjóð og spilar stórskemmtilega blús eins og hann er þekktur fyrir. Við heyrum líka í blúsaðasta bandi Músíktilrauna og snillingunum Davíð Þór Jónssyni, Guðmundi Péturssyni og Þorleifi Gauki Davíðssyni sem flytja blúsbræðinginn Fantasy Overture.
Joe Louis Walker er goðsögn í lifanda lífi og aðal gestur Blúshátíðar í ár. Hann er af mörgum talinn besti blústónlistarmaður samtímans. Hann spilar miðvikudagskvöldið 17. apríl. Fyrir hlé bjóða Strákarnir hans Sævars upp á kraftmikla blúsveislu þar sem rokkskotinn blús verður fyrirferðarmikill.
Lokakvöld Ástsælasta blúshljómsveit landsmanna, Vinir Dóra heldur upp á 30 ára starfsafmæli sitt fimmtudaginn 18. apríl. Vinirnir bjóða til sín gestum og meðal þeirra eru Andra Gylfadóttir, Davíð Þór Jónsson, Þorleifur Gaukur Davíðsson, Rubin Pollock og Pétur Tyrfingsson. Þetta partý verður seint toppað. Fyrir hlé leika GGblús, þeir Guðmundur Jónsson og Guðmundur Gunnlaugsson. Uncle John Jr. hefur leik á þessu magnaða kvöldi.
Tónleikar Blúshátíðar eru á Hilton Reykjavík Nordica og þeir hefjast stundvíslega klukkan 20.00.
Miðasala er á midi.is og við dyrnar tónleikadagana frá kl 19 en þá opnar húsið. Hægt er að kaupa á stök kvöld eða Blúsmiðann sem gildir á öll kvöldin takmarkað magn Blúsmiða er í sölu.
Kaupa miða
Blúshátíð í Reykjavík hressir, bætir og kætir
-
Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019
Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019
Í verðlaun er blúsmiði fyrir tvo á alla stórtónleika Blúshátíðar í Reykjavík
Spurt er um gítarleikara.
Í ár bætist Grammyverðlaunahafinn Joe Louis Walker í hóp þeirra gítarjöfra sem heillað hafa unnendur Blúshátíðar með tilfinningaríkum gítarleik í bland við fingrafimi.
Hér koma nokkrir gítarsnillingar sem allir utan einn hafa spilað á Blúshátíð í Reykjavík.
Hakið við nafn þess eina gítarleikara sem aldrei hefur komið fram á hátíðinni.
- Guitar Shorty
- Larry McCray
- Magic Slim
- Noah Wotherspoon
- Peter Green
.
Svarið er hægt að senda í tölvupósti á sigurdur.vigfusson@reykjavik.is, eða skila því í sérstakan blúskassa sem liggur frammi í Borgarbókasafninu Grófinni.
Dregið verður úr réttum lausnum laugardaginn 13. apríl á tónleikum Halldórs Bragasonar í hópi valinkunnra blúsara. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 á Bókatorgi Borgarbókasafnsins í Grófinni.
Munið að bara þeir sem verða á staðnum þegar dregið er eiga möguleika á vinningnum.
-
Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018
Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018
Gítarleikarinn Tryggvi Hübner var útnefndur heiðursfélagið Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 24. mars.
Tryggvi hefur um árabil verið ein af burðarstoðunum í íslenskri blústónlist og leiðandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem eftirsóttur gítarleikari og virtur gítarkennari.
Með hljómsveita sem Tryggvi hefur spilað með með má nefna Cabaret, Deildarbungubræður, EIK, Stofnþel og Súld.
Tryggvi hefur komið við sögu á u.þ.b. 200 hljómplötum með fjölbreyttri tónlist. Þar má nefna, nefna plötur með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Áhöfninni á Halastjörnunni, EIK, Mary Poppins og Súld, og plötur söngvara á borð við Bubba, Megas, Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórsson og Fabulu.
Tryggvi hefur samið u.þ.b. 25 lög sem hafa verið gefin út á íslenskum hljómplötum og af sólóplötu hans Betri ferð sem kom út 1995 hafa tvö lög verið gefin út í 47 löndum af útgáfufyrirtækinu Parry/Promusic í USA.
Tryggvi hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Kópavogs árið 1963, þá 6 ára en árið 1969 hóf hann nám í gítarleik og hefur ekki lagt það hljóðfæri frá sér síðan.
Tryggvi stofnaði Gítarskóla Íslands ásamt Torfa Ólafssyni árið 1993
-
Blúshátíð klikkar ekki!
Blúshátíð klikkar ekki!
Á Blúshátíð í Reykjavík verða þrennir stórtónleikar með tónlistarmönnum á heimsmælikvarða.
Blúshátíð býður upp á Larry McCray sem hefur verið valinn besti blúsleikari Bandaríkjanna, hina kraftmiklu Lauru Chavez sem er einn besti blúsgítarleikari samtímans og söngkonuna Inu Forsman sem vakið hefur eftirtekt og aðdáun fyrir túlkun og kraftmikla rödd.
Einnig sýna bestu blúsmenn landsins sitt allra besta á hátíðinni og klúbburinn verður opinn fram eftir morgni.
Blúsmiðinn sem veitir aðgang að öllum þrennum tónleikunum kostar einungis 11.990 krónur. Á staka tónleika kostar aðeins 5.490.
-
Sendið tillögur um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018 fyrir framlag sitt til blústónlistar .
Sendið tillögur um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018 fyrir framlag sitt til blústónlistar á blues@blues.is merkt heiðursfélagi 2018.
Hver verður fyrir valinu ? .
Blúshátíð kemur með vorið. 24 mars kl 14 verður Blúshátíð í Reykjavík 2018 sett með látum, hamingju, bílum, baconi og blús á Skólavörðustígnum Við heiðrum blúsmann/konu og gerum að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur fyrir framlag sitt til blústónlistar leysum heiðursfélaga út með gjöfum og alls konar.skemmtilegu.
Miðasala á aðalsviðið hér: https://midi.is/tonleikar/1/10385/Blushatid_2018
Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn í boði. Tryggðu þér miða.
Magnús Eiríksson var heiðraður 2004 , Björgvin Gíslason 2005 , Andrea Gylfadóttir 2006. Krístján Kristjánsson 2007, Ásgeir Óskarsson 2008, Pinetop Perkins 2009, Deitra Farr 2010, Guðmundur Pétursson 2011, Pétur Tyrfingsson 2012. Halldór Bragason 2013. Jón Ólafsson 2014. Sigurður Sigurðsson 2015. Chicago Beau Lincoln T Beauchamp Jr. 2016, Birgir Baldursson 2017.
Birgir Baldursson, heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2017, var heltekinn af trommuleik strax fjögurra ára gamall og og hefur slegið taktinn síðan. Fyrst urðu húsgögnin á heimili hans fyrir barðinu á honum, einnig lampar og ljós, en fljótlega fékk hann trommur og fór að spila með skólahljómsveit Kópavogs 10 ára gamall. Hann hefur spilað með hjómsveitum á borð við S.H. Draumum, Bless, Sálinni Hans Jóns míns, Mannakornum, Kombóinu, Blúsmönnum Andreu, Unun, Dr. Gunna, Blue Ice Band mörgum fleirum. Hann hefur leikið inná tugi hljómplatna, unnið við kvikmyndatónlist, í leikhúsum og við söngleiki, svo eitthvað sé nefnd. Birgir hefur verið einn af merkisberum blústónlistarinnar hérlendis undanfarin ár .