Tag: #reykjavik #Blúshátíð #blues

  • Í dag 9. apríl var Blúshátíð í Reykjavík 2022 formlega sett.

    Dagskráin hófst með því að Lúðrasveitin Svanur blúsaði niður Skólavörðustíginn og á eftir þeim komu félagar í Krúserklúbbnum á ansi flottum bílum. Fyrir utan búðina hjá Ófeigi gullsmið voru blústónleikar og forsmekkurinn af því sem koma skal á aðaltónleikum Blúshátíðar nk. miðvikudag.
    Fyrir þá sem vilja skoða dagskrána nánar og jafnvel kaupa sér miða er hægt að gera það hér: https://tix.is/is/event/12974/blushati-/
  • Blúshátíð í Reykjavík 2020 verður sett 4. apríl. Aðalsviðið á Hilton Reykjavík Nordica verður dagana 7. 8. og 9. apríl.

    Sjáumst á næsta ári.
    Blúshátíð í Reykjavík 2020 verður sett 4. apríl. Aðalsviðið á Hilton Reykjavík Nordica verður dagana 7. 8. og 9. apríl. Takið dagana strax frá í dagtalinu.

  • Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19. Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl

    Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl Aðaltónleikar hans með Blue Ice Band verða í kvöld miðvikudag á Hilton Reykjavík Nordica Strákarnir hans Sævars hita upp. Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19.
    Lokakvöld Blúshátíðar á Skírdag kl 20 Vinir Dóra 30 ára starfsafmæli. Góðir gestir Andrea GylfadóttirPétur Tyrfingsson Rubin Pollock Thorleifur Gaukur Davidsson CCblús og Uncle John jr. Það verður bein útsetning á Rás 2 frá kl 19:30. Gleðilega Blúshátíð !
    — á/í Hilton Reykjavík Nordica.

     

  • Blúshátíð í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica 2019

    Blúsveislan á Hilton Reykjavík Nordica

     Nú er komið að því! Fyrstu tónleikar Blúshátíðar í Reykjavík þriðjudagskvöldið og þeir lofa sannarlega góðu. Þá kemur Emil Arvidsson frá Svíþjóð og spilar stórskemmtilega blús eins og hann er þekktur fyrir. Við heyrum líka í blúsaðasta bandi Músíktilrauna og snillingunum Davíð Þór Jónssyni, Guðmundi Péturssyni og Þorleifi Gauki Davíðssyni sem flytja blúsbræðinginn Fantasy Overture.

     

     Joe Louis Walker er goðsögn í lifanda lífi og aðal gestur Blúshátíðar í ár. Hann er af mörgum talinn besti blústónlistarmaður samtímans. Hann spilar miðvikudagskvöldið 17. apríl. Fyrir hlé bjóða Strákarnir hans Sævars upp á kraftmikla blúsveislu þar sem rokkskotinn blús verður fyrirferðarmikill.

     

    Lokakvöld Ástsælasta blúshljómsveit landsmanna, Vinir Dóra heldur upp á 30 ára starfsafmæli sitt fimmtudaginn 18. apríl. Vinirnir bjóða til sín gestum og meðal þeirra eru Andra Gylfadóttir, Davíð Þór Jónsson, Þorleifur Gaukur Davíðsson, Rubin Pollock og Pétur Tyrfingsson. Þetta partý verður seint toppað. Fyrir hlé leika GGblús, þeir Guðmundur Jónsson og Guðmundur Gunnlaugsson. Uncle John Jr. hefur leik á þessu magnaða kvöldi.

     

    Tónleikar Blúshátíðar eru á Hilton Reykjavík Nordica og þeir hefjast stundvíslega klukkan 20.00.

    Miðasala er á midi.is og við dyrnar tónleikadagana frá kl 19 en þá opnar húsið. Hægt er að kaupa á stök kvöld eða Blúsmiðann sem gildir á öll kvöldin takmarkað magn Blúsmiða er í sölu.

    Kaupa miða

    Blúshátíð í Reykjavík hressir, bætir og kætir

     

  • Róbert Þórhallsson er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019

    Róbert Þórhallsson er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019

    Bassaleikarinn Róbert Þórhallsson var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 13. apríl.
    Róbert er einn af okkar allra bestu og eftirsóttustu rafbassaleikurum. Hann hefur verið órjúfanlegur hluti íslenska blússamfélagsins um árabil og hefur meðal annars spilað með húsbandinu, Blue Ice Band, á hverri einustu Blúshátíð frá árinu 2006. Þar hefur hann spilað með öllum erlendu stórstjörnunum sem hafa komið fram á hátíðinni og stjórnað samspilinu af smekkvísi og fagmennsku.
    Róbert Þórhallsson er sprenglærður tónlistarmaður. Hann byrjaði ungur að blása í trompet í tónlistarskóla Húsavíkur en skipti yfir í bassann 15 ára gamall. Hann brautskráðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 1997. Haustið 1998 hóf Róbert nám í Conservatorium van Amsterdam þar lauk hann kennaranámi og marstesnámi í bassaleik. Hann brautskráðist þaðan vorið 2003 með láði, fyrstur nemanda í Jass- og hryndeild skólans.

    Róbert Þórhallsson er verðugur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur.

  • Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019

     

    Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019

    Í verðlaun er blúsmiði fyrir tvo á alla stórtónleika Blúshátíðar í Reykjavík

     

    Spurt er um gítarleikara.

    Í ár bætist Grammyverðlaunahafinn Joe Louis Walker í  hóp þeirra gítarjöfra sem heillað hafa unnendur Blúshátíðar með tilfinningaríkum gítarleik í bland við fingrafimi.

    Hér koma nokkrir gítarsnillingar sem allir utan einn hafa spilað á Blúshátíð í Reykjavík.

    Hakið við nafn þess eina gítarleikara sem aldrei hefur komið fram á hátíðinni.

    • Guitar Shorty
    • Larry McCray
    • Magic Slim
    • Noah Wotherspoon
    • Peter Green

    .

    Svarið er hægt að senda í tölvupósti á sigurdur.vigfusson@reykjavik.is, eða skila því í sérstakan blúskassa sem liggur frammi í Borgarbókasafninu Grófinni.

    Dregið verður úr réttum lausnum laugardaginn 13. apríl á tónleikum Halldórs Bragasonar í hópi valinkunnra blúsara. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 á Bókatorgi Borgarbókasafnsins í Grófinni.

    Munið að bara þeir sem verða á staðnum þegar dregið er eiga möguleika á vinningnum.

  • Kærar þakkir fyrir komuna á Blúshátíð í Reykjavík 2018. Þakkir til allra sem hafa lagt okkur lið.

    Kærar þakkir fyrir komuna á Blúshátíð í Reykjavík 2018. Munið að taka frá dagana á næsta ári.  Blúshátíð í Reykjavík 13.-18. apríl 2019. Þakkir til allra sem hafa lagt okkur lið.

    Blues_2018_poster_web

    logosupa

  • Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018

    Tryggvi Hübner er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018

    Gítarleikarinn Tryggvi Hübner var útnefndur heiðursfélagið Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 24. mars.

    29542054_10155075554506353_7005095691199231419_n

    Tryggvi hefur um árabil verið ein af burðarstoðunum í íslenskri blústónlist og leiðandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem eftirsóttur gítarleikari og virtur gítarkennari.

    Með hljómsveita sem Tryggvi hefur spilað með með má nefna Cabaret, Deildarbungubræður, EIK, Stofnþel og Súld.

    Tryggvi hefur komið við sögu á u.þ.b. 200 hljómplötum með fjölbreyttri tónlist. Þar má nefna, nefna plötur með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Áhöfninni á Halastjörnunni, EIK, Mary Poppins og Súld, og plötur söngvara á borð við Bubba, Megas, Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórsson og Fabulu.

    Tryggvi hefur samið u.þ.b. 25 lög sem hafa verið gefin út á íslenskum hljómplötum og af sólóplötu hans Betri ferð sem kom út 1995 hafa tvö lög verið gefin út í 47 löndum af útgáfufyrirtækinu Parry/Promusic í USA.

    Tryggvi hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Kópavogs árið 1963, þá 6 ára en árið 1969 hóf hann nám í gítarleik og hefur ekki lagt það hljóðfæri frá sér síðan.

    Tryggvi stofnaði Gítarskóla Íslands ásamt Torfa Ólafssyni árið 1993

     

  • Blúshátíð í Reykjavík 2018 verður sett með blússkrúðgöngu frá Leifsstyttu og niður Skólavörðustíginn kl 14 laugardaginn 24. mars.

    Blúshátíð í Reykjavík 2018 verður sett með blússkrúðgöngu frá Leifsstyttu og niður Skólavörðustíginn kl 14 laugardaginn 24. mars.

     Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 24. mars með Blúsdegi í miðborginni þar sem  Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga frá Leifsstyttu kl 14 Lúðrasveitin Svanur og bílalest fagna vorinu.

    Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00  Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira.

    Tónleikar á Borgarbókasafni kl. 16.00.

    Á Blúshátíð í Reykjavík 2018 verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld: Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla tónleikana og þar gerast undur og stórmerki.

    Miðasala er á midi.is hægt er að kaupa á stök kvöld eða Blúsmiða sem gildir á öll kvöldin.Miðasala við innganginn frá kl.19 tónleikadagana en þá opnar húsið.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00. Laura Chavez og Ina Forsman – Beggi Smári og Nick Jameson – Blúsaðasta band Músíktilrauna.

    Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.

    Stórtónleikar miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00. Larry McCray og The Blue Ice band – Langi Seli og Skuggarnir – Lúðrasveitin Svanur Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.

    Stórtónleikar fimmtudaginn, 29. mars, kl. 20.00.Íslenskur blús í hæsta gæðaflokki. LokakvöldÁ skírdagskvöld verður boðið upp á íslenska blúsveislu sem getur ekki klikkað. Fyrir hlé leiðir Tryggvi Hübner hljómsveit þar sem Berglind Björk syngur, Haraldur Þorsteinsson er á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommum og Magnús Jóhann á hljómborð. Flestir þeirra voru í hljómsveitinn EIK og nokkur lög þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar munu heyrast á hátíðinni.

    Björgvin Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson, Óskar Logi, Stefanía Svavarsdóttir, Halldór Bragason, Róbert Þórhallsson og fleiri og fleiri.

    Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.

    Blues_2018_poster_web

  • Blúshátíð klikkar ekki!

    Blues2018-facebook-timeline

    Blúshátíð klikkar ekki!

    midilogo

    Kaupa miða 

    Á Blúshátíð í Reykjavík verða þrennir stórtónleikar með tónlistarmönnum á heimsmælikvarða.

    Blúshátíð býður upp á Larry McCray sem hefur verið valinn besti blúsleikari Bandaríkjanna, hina kraftmiklu Lauru Chavez  sem er einn besti blúsgítarleikari samtímans og söngkonuna Inu Forsman sem vakið hefur eftirtekt og aðdáun fyrir túlkun og kraftmikla rödd.

    Einnig sýna bestu blúsmenn landsins sitt allra besta á hátíðinni og klúbburinn verður opinn fram eftir morgni.

    Blúsmiðinn sem veitir aðgang að öllum þrennum tónleikunum kostar einungis 11.990 krónur. Á staka tónleika kostar aðeins 5.490.