Tag: #reykjavik

  • Blúshátíð í Reykjavík 2022 tryggðu þér miða á tix.is

    Blúshátíð í Reykjavík. miðasala á tix.is tryggðu þér miða hér https://tix.is/is/event/12974/blushati-/

    Blúshátíð í Reykjavík laugardaginn 9. apríl. Blúsdagur í miðborginni.

    Þá leggur Blúshátíð Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14.00. Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00. 

    Hilton Reykjavik Nordica 13. apríl
    Bestu blúsarar landsins!
    Blúshátíð í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár. Einungis verða einir tónleikar í boði, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram.
    Söngkonurnar óviðjafnanlegu Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal og Stefanía Svavarsdóttir fremja blúsgaldur með Guðmundi Péturssyni, Halldóri Bragasyni, Óskari Loga Ágústssyni og Nick Jameson, þúsund þjala ólíkindatólinu Davíð Þór Jónssyni ásamt Róberti Þórhallssyni bassaleikara og trommuleikaranum taktfasta Ásgeiri Óskarsyni.
    Á tónleikunum kemur einnig fram hljómsveitin Bláa höndin en hana skipa þeir Jakob Frímann Magnússon, Guðmundur Pétursson, Jón Ólafsson og Einar Scheving.
    Eftir þessa mögnuðu íslensku blúsveislu verður Klúbbur Blúshátíðar starfræktur á Hilton Reykjavík Nordica. Þar heldur fjörið áfram fram eftir nóttu og ævintýri gerast þegar ólíkir tónlistarmenn hræra sannkallaðan blússeið.

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.ishttp://www.vox.is/

     

  • Miðasala á midi.is. Blúshátíð í Reykjavík 2018

    Miðasala er hafin á midi.is hér https://midi.is/concerts/1/10385/Blushatid_2018

    Blues2018-facebook-timeline

    Blúshátíð í Reykjavík 27. til 29. mars.
    Á Blúshátíð í Reykjavík 2018 verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld:

    Blúsmiðinn 
    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn í boði, fyrstir kaupa fyrstir fá.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00.
    Laura Chavez og Ina Forsman – Beggi Smári og Nick Jameson – Blúsaðasta band Músíktilrauna

    Blúshátíð í Reykjavík hefst með látum enda er engin logmolla í kringum Lauru Chavez og Inu Forsman, þvert á móti. Ina Forsman kom eins og hressandi hvirfilbylur inn í blúsheiminn og hefur frá fyrsta degi vakið eftirtekt og aðdáun fyrir túlkun, kraft og rödd sem þykir bæði vera undur mjúk og ansi hrjúf. Laura Chavez er frábær gítarleikari, sögð vera einn besti blúsgítarleikari samtímans og stendur fyllilega undir því, kraftmikil og ljóðræn í senn. Áhorfendur um allan heim hafa kolfallið fyrir spilagleði og líflegri sviðsframkomu þeirra.

    Fyrir hlé ráða Beggi Smári og Nick Jameson ríkjum á stóra sviðinu ásamt Friðriki Júlíussyni á trommur Pétri Sigurðssyni á bassa. Á matseðlinum er kraftmikill blús, fjör og vænn skammtur af bráðsmitandi stemningu. Allra fyrst á sviðið verður blúsaðasta band Músíktilrauna 2018. Þetta er spennandi!

    Stórtónleikar miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00.
    Larry McCray og The Blue Ice band – Langi Seli og Skuggarnir – Lúðrasveitin Svanur

    Gítarleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Larry McCray hefur verið leiðandi í bandarískum blús síðustu 25 árin. Larry hefur verðskuldað verið valinn besti blúsleikari Bandaríkjanna og það verður sannkölluð upplifun að sjá hann á Blúshátíð. Strákarnir í The Blue Ice Band iða í skinninu eftir því að fá spila með  þessum snillingi.

    Langi Seli og töffararnir í Skuggunum trylla gesti hátíðarinnar með nýju efni og eldi smellum fyrir hlé en fyrst mun brassið ráða ríkjum. Já, Lúðrasveitin Svanur hitar fólk upp með sannkölluðum New Orleans bræðingi. Þetta er uppskrift að fjöri!

    Stórtónleikar fimmtudaginn, 29. mars, kl. 20.00.
    Íslenskur blús í hæsta gæðaflokki

    Á skírdagskvöld verður boðið upp á íslenska blúsveislu sem getur ekki klikkað. Fyrir hlé leiðir Tryggvi Hübner hljómsveit þar sem Haraldur Þorsteinsson er á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommum og Magnús Jóhann á hljómborð. Flestir þeirra voru í hljómsveitinn EIK og nokkur lög þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar munu heyrast á hátíðinni.

    Eftir hlé bætast fleiri stjörnur í hópinn; Björgvin Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson, Óskar Logi, Stefanía Svavarsdóttir, Halldór Bragason, Róbert Þórhallsson og fleiri og fleiri. Á sviðinu verður rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum sem bjóða upp á blús af bestu sort. Þetta verður ekki betra!

    Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla tónleikana og þar gerast undur og stórmerki. Reynsluboltar, ungliðar og frægir leynigestir hræra saman   þjóðlegum íslenskum blús, Mississippi blús, rokki og öðrum skemmtilegheitum fyrir lífsglaða nátthrafna.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 24. mars með Blúsdegi í miðborginni þar sem  Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018. Boðið verður upp á lifandi blús víða á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00 til 16.00. Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira.

    Tónleikar á Borgarbókasafni kl. 16.00.
    Facebook https://www.facebook.com/www.blues.is

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.is http://www.vox.is/

    Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg.

    logosupa

  • Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði. miðasala á midi.is

    Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld: Miðasala er á midi.ismiðar verða líka seldir við innganginn. frá kl 19 á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    midilogo

    Blúsmiðinn 

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

     

    saboomboomStórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00. Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.

    Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans. Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.

     

    Jonn-Karen

    Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00. Karen Lovely, Jonn „Del Toro“ Richardson, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers

    Það er fengur fyrir íslendinga að fá söngdívuna Karen Lovely til landsins. Hún er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir, margverðlaun söngkona sem hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík. Það lætur nærri að blúsbolinn frá Texas, Jonn „Del Toro“ Richardson hafi fæðst með gítarinn í höndunum. Hann hefur spilað allt sitt líf og þróað með sér persónulegan stíl þar sem blúsinn er blandaður áhrifum frá suðuramerískri tónlist. Hann er með rétta taktinn fyrir gesti Blúshátíðar.

    Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Karen Lovely og Jonn Richardson.

    Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.

    7045598605_b179fe8001_zStórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00. Frábær íslenskur blús 

    Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.

    Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.

     

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.is http://www.vox.is/

     

     

     

  • Blúshátíð í Reykjavík kynnir: Karen Lovely og Jonn „Del Toro” Richardson á stórtónleikunum 24. mars

    SONY DSC

    Breytingar hafa orðið á dagskrá Blúshátíðar. Söngdívan Karen Lovely og blúsbolinn Jonn „Del Toro” Richardson verða á stórtónleikunum 24. mars. Þau hlaupa í skarðið fyrir Candye Kane og Lauru Chavez sem afboðuðu komu sína vegna veikinda Candye Kane.

    Það er fengur að komu Karen Lovely sem er ein skærasta söngstjarnan í bandarískum blús um þessar mundir og Jonn Richardson sem er margverðlaunaður gítarleikari sem hefur þróað með sér persónulegan og stórskemmtilegan stíl þar sem blúsinn er kryddaður með áhrifum frá suður amerískri tónlist.

     

     

    Dagskrá fimmtudagsins 24. mars
    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20
    • Karen Lovely og Jonn” Del Toro” Richardson
    • Þorleifur Gaukur & the Berklee Youngbloods
    • Reykjavik Hipshakers! .

    jonnrichardson

    Kjósi einhver að breyta miða sínum vegna þessarar dagskrárbreytinga þá er viðkomandi bent á að hafa samband við www.midi.is

  • Styrkur Blúsfélags Reykjavíkur til Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun afhentur í Konukoti.

    Þökkum öllum sem lögðu þessu lið. Við gerum heiminn betri með blús.konukot2medium                                   Styrkur til verkefnis Rauða krossins Frú Ragnheiður afhentur í Konukoti.                                               Frá vinstri Kristen Mary Swenson, Svala Jóhannesdóttir Verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun og Konukots , Þorsteinn G. Gunnarsson og Halldór Bragason Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með vímuefnavanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi.Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hóf göngu sína árið 2009 og síðan þá hafa um 500 einstaklingar leitað til okkar.nánar um starfið http://www.raudikrossinn.is/page/rki_reykjavikurdeild_fruragnheidur

    mynd frá blúskvöldinu eftir Ástu Magg

    bluskvold

  • Vinir Dóra Jólablús 17. des kl 21 Hallveigarstígur 1

    Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson söngvari, gítarleikari, Ásgeir Óskarsson söngvari, trommuleikari og Jón Ólafsson söngvari, bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi

    frim
    Miðaverð á tónleika er 2500.
    Hægt er að panta fyrirfram mat og borð sími rekstraraðila Hallveigarstígur 1 Iðnaðarmannahúsið 5175020 húsið opnar kl 19

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

    Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

    Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

    Kveðja
    Blúsfélag Reykjavíkur