Category: Uncategorized

  • „Blús er hróp á frelsi“

    Þessi frétt var á vef RÚV samstarfsaðila Blúshátíðar

    „Blús er hróp á frelsi“

    Pétur tók auðvitað lagið í Kolaportinu í dag.

    „Mér líður vel þegar ég hlusta á blús og mér líður vel þegar ég syng blús,“ segir Pétur Tyrfingsson sem í dag var útnefndur heiðursélagi í Blúsfélagi Reykjavíkur þegar blúshátíð var sett við hátíðlega athöfn í Kolaportinu.

    Pétur þykir vel að heiðrinum kominn en fáir hafa verið jafn ötulir og hann við að kynna og stuðla að uppgangi blústónlistarinnar á Íslandi. Hann hélt lengi úti vikulegum útvarpsþáttum um blús og eftir hann liggur fjöldi greina um sögu þessarar tónlistar. Þá hefur hann jafnframt spilað blús með Tregasveitinni ásamt syni sínum Guðmundi Péturssyni sem var einmitt heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur í fyrra.

    „Blús er svolítið sérstakur,“ segir Pétur. „Þetta er ekki venjuleg tónlist. Hún hefur svo mikið með tilfinningar að gera. Blús hjálpaði mér og var mikil sáluhjálp fyrir mig hér á árum áður.“

    Hann segir að það sé ekki síst frelsið sem heilli við blúsinn. „Blús er í raun og veru hróp á frelsi. Stundum er sagt að blús sé kvenfjandsamlegur en það má ekki gleyma því að hið kynferðislega frlesi hins svarta karlmanns var eiginlega eina frelsið sem hann hafði. Það að komast yfir konur. Auðvitað fólst viss kvenkúgun í því En svo komu konurnar og sungu líka blús. Þær Sungu um að þær þyrftu ekki á karlmanni að halda þannig að þetta er ákveðinn uppreisnarsöngur líka,“ segir Pétur.

    Blúshátíðar í Reykjavík stendur fram á fimmtudag og búast má við að blúsinn ómi víða um bæinn. Dagskráin er fjölbreitt og fjöldi innlendra sem erlendra tónlistarmanna kemur fram. Hægt er að nálgast dagskrána hér.

    Þessi frétt var á vef RÚV samstarfsaðila Blúshátíðar slóðin á viðtal við Pétur hér

  • Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.. Tryggðu þér miða.

    Blúshátíð í Reykjavík

    Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld. Hægt að kaupa á staka tónleika .
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Miðasala við inngang alla dagana.

    Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.
    John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.

    Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum laugardaginn 31. mars.hátíðin verður sett kl 14 Kolaportið.

    Krúser klúbburinn verður með bílasýningu við austurhlið Kolaportsins laugardaginn 31.3 kl. 14.00- 16.00.  Götuspilarar spila víðsvegar um borgina hátíðadagana. Þeir fara á glæsikerrum vítt og breitt um bæinn og poppa upp á ólíkustu stöðum alla hátíðadagana.

    Blús fyrir fólkið.

    Kaffistofa Samhjálpar sunnudaginn 1. apríl kl 15. Kolaport kl 16

    Mánudaginn 2. apríl Hátún 10 kaffistofu 9. hæð kl 18:30

    Stórtónleikar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00. Hilton Reykjavík Nordica
    Blúsmenn Andreu

    Blúsdrottning Íslands, Andrea Gylfadóttir, lofar ógleymanlegu kvöldi þegar hún stígur á stokk ásamt blúsmönnunum sem hafa fylgt henni eins og skugginn um margra ára skeið. Andrea og Blúsmennirnir eru reynsluboltar og hafa verið að með hléum í hátt í tvo áratugi. Þau verða betri og betri með hverju árinu.

    Marel Blues Project hita upp fyrir drottninguna. Hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins. Marel Blues Project vakti athygli á tónleikum Blúsfélags Reykjavíkur í febrúar 2012.

    Marel Blues Project – Hvað er nú það?

    Blúsinn hefur lengi verið samtvinnaður kúltúr Marel. Að loknum stefnumótunarfundi árið 2006 ákváðu nokkrir samstarfsfélagar að efna til blúshátíðar. Blúshljómsveit var formlega sett á laggirnar undir nafninu Marel Blues Project og var hún skipuð tveimur gítarleikurum, bassaleikara og trommuleikara. Innan skamms sýndu aðrir tónlistarmenn áhuga og vildu vera með. Fyrsta Blúskvöld Marel varð að veruleika þar sem Marel fólk spilaði og söng fyrir Marel áhorfendur.Fyrsta blúshátíðin gekk mjög vel og er fyrir löngu orðin árlegur starfsmannaviðburður og mikilvægur hlekkur í starfi starfsmannafélagsins. Árið 2010 kom fram sú hugmynd að fá Andreu Gylfadóttur, sem nýlega var útnefnd söngkona ársins á afhendingarhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna, að deila með okkur reynslu sinni og veita Marel blúsfólki tilsögn ásamt því að koma fram á blúshátíðinni það árið.  Síðan þá hefur Andrea lyft blússtemningunni í fyrirtækinu í nýjar hæðir jafnframt því að koma  fram með Marel Blues Project víða, meðal annars í Hörpu og Chicago. Nú er stefnan sett á að spila á Blúshátíð Reykjavíkur samhliða því sem nýr geisladiskur er að koma út, hljóðritaður á Blúskvöldi Marel 2011.

    Með Marel Blues Project á Blúshátíð Reykjavíkur koma fram:  Brynjar Már Karlsson bassi, Haraldur Gunnlaugsson gítar, Haukur Hafsteinsson trommur,  Jóhann Jón Ísleifsson gítar, Sævar Garðarsson trompet, Sigurður Perez Jónsson saxófónn, Einir Guðlaugsson söngur, Hallgrímur Björgólfsson söngur og Rakel María Axelsdóttir söngur. Njótið tónlistarinnar!

    Beebee and the Bluebirds Hljómsveitin Beebee and the Bluebirds var stofnuð haustið 2009 og hafa þau spilað á þónokkrum blúshátíðum og á ýmsum tónleikum hérlendis. Hljómsveitin spilar blús, jazz, soul og rokkbræðing. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er í fullri vinnslu, en á dögunum kom út fyrsta smáskífan af þeirri plötu. Brynhildur Oddsdóttir – Söngur/gítar Baldur Sívertsen – Gítar Brynjar Páll Björnsson – Bassi Tómas Jónsson – Hljómborð Magnús Örn Magnússon – Trommur

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst ungir sem aldnir djamma saman.

    Stórtónleikar, miðvikudaginn 4. apríl kl. 20. Hilton Reykjavík Nordica
    John Primer og Blue Ice band

    Grammy-verðlaunahafinn John Primer verður í aðalhlutverki á tónleikunum. Primer hefur leikið stórt hlutverk í hljómsveitum Muddy Waters, Magic Slim og Willie Dixon. Fáir núlifandi tónlistarmenn túlka Chicago-búsinn af jafn mikilli næmni og ákefð og Primer. Áralangt samstarf hans við fjölda fyrstu kynslóðar blúsmanna hefur gert hann samofinn tónlistinni, enda er hefur John viðurnefnið „The Real Deal”.  John Primer kemur fram með The Blue Ice Band.

    Tregasveitin. Tónleikarnir hefjast með endurkomu hinnar goðsagnakenndu Tregasveitar sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil. Það verður forvitnilegt að heyra þá feðga Pétur Tyrfingsson og Guðmund Pétursson spila saman eftir öll þessi ár.

    Contalgen Funeral er Skagfirsk hljómsveit sem var stofnuð af Andra Má Sigurðssyni fyrir nokkrum árum síðan, en núverandi mynd sveitarinnar hefur verið starfandi í um ár. Hljómsveitin spilar Blússlegið rokk og hefur verið flokkað undir “rónarokk”. Öll hafa þau góðan tónlistarlegan bakgrunn og spilað víða í sitthvoru lagi.  Hljómsveitin hefur spilað víða og vakið þónokkra athygli og spilað víðsvegar um landið. T.d. Á Gærunni, Iceland Airwaves, Græna hattinunum og túrað á minni staði svo sem Sauðárkróki (þaðan sem hljómsveitin starfar), Blönduósi, Skagaströnd og Ólafsfirði ásamt mikið af öðrum stöðum. Fyrsta plata sveitarinnar kemur út í apríl en eru þau núna á milljón í upptökum á henni.

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst ungir sem aldnir djamma saman.

    Stórtónleikar, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20. Hilton Reykjavík Nordica
    Michael Burks og Blue Ice Band

    Michael Burks sem kallaður er „Iron Man“ er kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blússtjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

    Michael „Iron Man“ Burks hefur þróað eigin gítarstíl sem er undir áhrifum frá Albert King, Freddie King og Albert Collins.  Michael Burks kemur fram með The Blue Ice Band.

    Vintage Caravan. Þetta sama kvöld kemur fram  íslenska blús-rokk tríóið Vintage Caravan sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir kraftmikla tónlist og  sviðsframkomu. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamlir hafa strákarnir í Vintage Caravan náð miklum tónlistarlegum þroska.

    Femmes Fatales koma einnig fram. Kvennatríóið Femmes Fatales var stofnað 1. febrúar árið 2011 og er því rúmlega eins árs gamalt.  Femmes Fatales er franska og þýðir ”Hættulegar konur”.  Tríóið flytur létta tónlist í anda blús, djass, gospel og soul-tónlistar og hefur komið víða fram á mannamótum, m.a. Menningarnótt, Ljósanótt, Rosenberg og fleiri stöðum.  Í því starfa söngkonurnar Elín Halldórsdóttir, Kristín R. Sigurðardóttir og Steingerður Þorgilsdóttir.  Elín er menntuð píanóleikari og óperusöngkona og hefur starfað heima og erlendis sem kennari, einsöngvari og kórstjóri.  Kristín er menntuð frá Ítalíu í óperusöng og hefur komið víða fram sem einsöngkona heima og erlendis og stýrir kvennakórnum Valkyrjunum.  Steingerður hefur iðkað djass og blús söng um fjölda ára og hefur komið fram heima og erlendis.  Þeim til  fulltingis eru hljóðfæraleikararnir Axel Blöndal Hauksson á píanó, Haukur Bragason á gítar, Kjartan Kjartansson á trommur og Þorsteinn Jónsson á bassa.

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst ungir sem aldnir djamma saman.

    Þökkum öllum sem lagt hafa okkur lið

    Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg

  • Blúsvagn Borgarbókasafns , stútfullur af endurnærandi eldsneyti, hefur verið ræstur í aðalsafni og verður í gangi til loka Blúshátíðar.

    Blúsvagn Borgarbókasafns

    Blúsvagn, stútfullur af endurnærandi eldsneyti, hefur verið ræstur í aðalsafni og verður í gangi til loka Blúshátíðar. Blúsdiskar með tónlist og myndum, bækur um blús og blússögu, ævisögur blúsara og kennslubækur í blúsgítarleik. Áfylling eftir þörfum úr blústanki Tón- og mynddeildar. Ókeypis blúslán fyrir alla sem eiga bókasafnskort. Upplagt til að hita upp fyrir Blúshátíð sem hefst  laugardaginn 31. mars og halda sér gangandi meðan hún stendur yfir.

    borgarbokasafn.is

     

  • Borgin styrkir Blúshátíð í Reykjavík

    Borgin styrkir Blúshátíð í Reykjavík

    Borgarhátíðasjóður Reykjavíkurborgar hefur gert samstarfssamning við Blúshátíð í Reykjavík um að styrkja hátíðina um tvær milljónir króna á ári, næstu þrjú árin. Styrkurinn er mikil viðurkenning á starfi, markmiðum og mikilvægi Blúshátíðar í Reykjavík sem hefur eflst með ári hverju frá fyrstu Blúshátíðinni árið 2004. Eitt af markmiðum Borgarhátíðasjóðs er að tryggja samfellu og framþróun í árvissum hátíðum sem laða að sér gesti til borgarinnar.

    Hápunktur starfsemi Blúshátíðar í Reykjavík er stórhátíðin sem haldin er í dymbilvikunni ár hvert, nú í níunda skipti. Mikið kapp er lagt á að fá virta, þekkta og leiðandi blústónlistarmenn til þess að leika á hátíðinni. Gestir hátíðarinnar í ár eru John Primer blúsmaður frá Chicago og Járnmaðurinn Michael Burks margverðlaunaðir blúsmenn .Sérstök áhersla er lögð á að koma ungu og efnilegu íslensku tónlistarfólki á framfæri.

    Blúshátíð í Reykjavík á mikla möguleika á að vaxa og dafna á næstu árum og vinna sér enn betri sess sem ein besta Blúshátíðin í okkar heimshluta og draga að sér enn fleiri gesti, ekki síst vegna samstarfsins við Reykjavíkurborg. Miðasala á Blúshátíð er á www.midi.is

    Halldór Bragason listrænn stjórnandi Blúshátíðar, Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar og Þorsteinn G. Gunnarsson frá Blúshátíð undirrita samninginn.

  • Blúshátíð í Reykjavík 2012 plakat

    Plakat Blúshátíðar 2012 að venju eftir snillinginn Jón Ingiberg Jónsteinsson fleiri verk hans eru að finna á www.joningiberg.com

    hægt er að hlaða niður hér PDF í A4 og prenta út og hengja upp sem víðast

     

  • við höfum ákveðið að vera ekki með Blúskvöld næsta mánudag

    við höfum ákveðið að vera ekki með Blúskvöld næsta mánudag söfnum kröftum fyrir Blúshátíð í Reykjavík 31.3-5.4 miðasala er á midi.is tryggðu þér miða.

     

     

  • Það stendur til að heiðra blúsmann og gera að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur á Blúshátíð í Reykjavík 2011 sem hefst 31 mars. Sendið tillögur fyrir 2012 á netfangið blues@blues.is  merkt Heiðursfélagi.

    Magnús Eiríksson var heiðraður 2003 , Björgvin Gíslason 2005 , Andrea Gylfadóttir 2006. Kristján Kristjánsson 2007 og Ásgeir Óskarsson 2008, Pinetop Perkins 2009 , Deitra Farr 2010 og Guðmundur Pétursson 2011

  • Tónlistarstyrkur til Fjölsmiðjunnar

    Tónlistarstyrkur til Fjölsmiðjunnar

    Blúsfélag Reykjavíkur afhenti Fjölsmiðjunni á dögunum fjárstyrk að upphæð 225.000.- krónur. Styrknum verður varið til tónlistarstarfs unga fólksins sem nýta sér þjónustu smiðjunnar.

    Peningarnir eru afrakstur söfnunarkvölds Blúsfélagsins, en á blúskvöldum febrúarmánaðar leggur félagið áherslu á samfélagslega ábyrgð, tónlistarmenn gefa vinnu sína og allur hagnaður kvöldsins er gefin til góðs málefnis. Auk tónleikanna lögðu þrír félar, Eyjólfur Ármannsson, Júlíus Valsson og Halldór Bragason til blúsdiska úr einkasöfnum sínum sem seldir voru vægu verði.

    Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á krossgötum. Henni er ætlað að starfrækja verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára, sem hætt hefur námi og ekki fótað sig á vinnumarkaði. Fjölsmiðjan býður upp á margvísleg störf fyrir 90 ungmenni og þar er starfrækt lítið hljóðver og boðið upp á tónlistarkennslu.

    Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, tók á móti styrknum. Hann þakkaði Blúsfélaginu kærlega fyrir og sagði styrkinn koma að góðum notum við að byggja upp tónlistaráhuga og þroska krakkanna í Fjölsmiðjunni.

     

  • Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012 miðasala er hafin á midi.is

    Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.

    Miðasala á midi.is
    John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.

    Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum laugardaginn 31. mars. Þrennir stórtónleikar verða á Reykjavík Hilton Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld.

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00.
    Blúsmenn Andreu og Marel Blues Project.

    Blúsdrottning Íslands, Andrea Gylfadóttir, lofar ógleymanlegu kvöldi þegar hún stígur á stokk ásamt blúsmönnunum sem hafa fylgt henni eins og skugginn um margra ára skeið. Andrea og Blúsmennirnir eru reynsluboltar og hafa verið að með hléum í hátt í tvo áratugi. Þau verða betri og betri með hverju árinu.

    Lærisveinar Andreu úr Marel Blues Project hita upp fyrir drottninguna. Hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins. Marel Blues Project vakti athygli á tónleikum Blúsfélags Reykjavíkur í febrúar 2012.

    Stórtónleikar, miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.
    John Primer og Tregasveitin

    Grammy-verðlaunahafinn John Primer verður í aðalhlutverki á tónleikunum. Primer hefur leikið stórt hlutverk í hljómsveitum Muddy Waters, Magic Slim og Willie Dixon. Fáir núlifandi tónlistarmenn túlka Chicago-blúsinn af jafn mikilli næmni og ákefð og Primer. Áralangt samstarf hans við fjölda fyrstu kynslóðar blúsmanna hefur gert hann samofinn tónlistinni, enda er hefur John viðurnefnið „The Real Deal”.  John Primer kemur fram með The Blue Ice Band.

    Tónleikarnir hefjast með endurkomu hinnar goðsagnakenndu Tregasveitar sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil. Það verður forvitnilegt að heyra þá feðga Pétur Tyrfingsson og Guðmund Pétursson spila saman eftir öll þessi ár.

    Stórtónleikar, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.
    Michael Burks og Vintage Caravan

    Michael Burks sem kallaður er „Iron Man“ er kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blús stjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

    Michael „Iron Man“ Burks hefur þróað eigin gítarstíl sem er undir áhrifum frá Albert King, Freddie King og Albert Collins.  Michael Burks kemur fram með The Blue Ice Band.

    Þetta sama kvöld kemur fram  íslenska blús-rokk tríóið Vintage Caravan sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir kraftmikla tónlist og sviðsframkomu. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamlir hafa strákarnir í Vintage Caravan náð miklum tónlistarlegum þroska.

    Blúsmiðinn
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Reykjavík Hilton Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

  • Blús til styrktar Fjölsmiðjunni

    KK, Leo Gillespie, Þorleifur Guðjónsson, Sigurður Sigurðsson, Michael Dean Odin Pollock, Beggi Morthens og fl.

    Hinir árlegu styrktartónleikar Blúsfélags Reykjavíkur verða haldnir á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð mánudagskvöldið 6. febrúar næstkomandi.

    Á tónleikunum, sem hefjast stundvíslega kl. 21.00, koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til tónlistarverkefna hjá Fjölsmiðjunni í Kópavogi.

    Marel Blues Project, blússveit sem eingöngu er skipuð starfsmönnum Marels byrjar tónleikana. Síðan lætur Þorsteinn Jónsson, ungur snillingur úr Fjölsmiðjunni í sér heyra. Þá taka við ungir reynsluboltar, Þorleifur Gaukur og Tommi.

    Eftir hlé fyllir hljómsveitin Fönix sviðið, en hún er eingöngu skipuð þungaviktarblúsurum. Þorleifur Guðjónsson bassi, Sigurður Sigurðsson munnharpa og söngur, Mick Odin Pollock gítar og söngur, Friðrik Geirdal Júlíusson trommur, Beggi Morthens gítar og Sigurður Kristinsson hljómborð. Séstakir gestir þeirra eru stórblúsararnir KK og Leo Gillespie og rappsveitin Þriðja hæðin.

    Aðgangseyrir er kr. 2000 og allir listamennirnir gefa vinnu sína.

    Ágóðinn rennur óskiptur til Fjölsmiðjunnar, vinnuseturs fyrir ungt fólk sem stendur á krossgötum. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám.

    www.fjolsmidjan.is
    www.blues.is