Plakat Blúshátiðar í Reykjavík 2016 eftir Jón Ingiberg Jónsteinsson hægt er að nálgast það og prenta út pdf A4 og hengja upp sem víðast slóðin er http://blues.is/wp-content/uploads/2016/02/Blushatid_2016_poster_a4.pdf
Category: Uncategorized
-
Blúshátíð í Reykjavík 2016 miðasala á midi.is
Blúshátíð í Reykjavík 2016 19. til 25. mars.
Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:
Miðasala er á midi.is
Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika þar sem allt getur gerst.
Blúsmiðinn
Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.
Stórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00.
Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake
Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.
Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans.
Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.
Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00.
Candye Kane og Laura Chavez, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers
Candye Kane kom eins og hressandi hvassviðri inn í blúsheiminn þar sem tekið var eftir henni frá fyrsta degi. Eftir að hafa gefist upp á námi í óperusöng skellti hún sér af krafti í pönktónlistina en áttaði sig síðar á að blúsinn var hennar. Candye Kane hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir tónlistarsköpun sína og hún hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík.
Gítarleikarinn Laura Chavez hefur verið kölluð arftaki Stevie Ray Vaughn og hún stendur fyllilega undir því, kraftmikil og ljóðræn í senn. Áhorfendur um allan heim hafa kolfallið fyrir spilagleði og líflegri sviðsframkomu þeirra.
Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Candye Kane og Lauru Chavez
Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.
Stórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00.
Frábær íslenskur blús
Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.
Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.
Blúshátíð í Reykjavík 2016
dagskrá með fyrirvara um breytingar
Blús í miðbænum laugardagur 19.mars.
• Laugardaginn 19. mars kl 14.00 setning Blúshátíðar á Skólavörðustíg bílasýning, grill hjá Ófeigi gullsmið og blúsdjamm 14-16 • Tónleikar Borgarbókasafn kl 16-17
Sunnudagur 20.mars
Borgarbókasafn kl 15 – 16, • Rithöfunda djamm og sagðar blússögur Chicago Beau , Árni Þórarinsson, Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson
Mánudagur 21.mars
Blúskvöld Café Rosenberg kl 21 – 23.
Strákarnir hans Sævars og Siggi Sig
Tómas Ragnarsson og Götustrákarnir,
Þriðjudagur 22.mars
frá kl 20 – 22, Blúskjallarinn blúsdjamm hjá Íslenska Cadillac Klúbbnum
Davíð Þór Jónsson, Tryggvi Hubner og fleiri
Miðvikudagur 23.mars
Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20
• Chicago Beau & Vinir Dóra
•Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin.
• •Primecake
Klúbbur Blúshátíðar á Hilton
Fimmtudagur 24. mars
Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20
• Candye Kane and Laura Chavez
• Þorleifur Gaukur & the Berklee youngbloods
• Reykjavik Hipshakers! .
Föstudagur 25.mars
Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20
•Frábær íslenskur blús
Andrea Gylfadóttir, KK, Ragnheiður Gröndal, Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Björn Thoroddssen, Róbert Þórhallsson, Davíð Þór Jónsson. Birgir Baldursson og fl.
• Hráefni Valdimar Örn Flygenring og co
Klúbbur Blúshátíðar
facebook https://www.facebook.com/www.blues.is
Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg www.visitreykjavik.is
Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Tónlistarsjóði
-
Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg 1. febrúar kl 21
Blús til styrktar verkefni sem heitir Frú Ragnheiður.
Sigurður Sigurðsson munnharpa söngur, Jón Ólafsson bassi söngur, Halldór Bragason gítar söngur, Tryggvi Hubner gítar. Birgir Baldursson trommur.Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með vímuefnavanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi.
Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hóf göngu sína árið 2009 og síðan þá hafa um 500 einstaklingar leitað til okkar.
Starfsemin byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar (Harm Reduction) sem beitt er víða í stórborgum Evrópu og Norður-Ameríku í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Alþjóðleg samtök um skaðaminnkun leggja fram eftirfarandi skilgreiningu: „Skaðaminnkun vísar til stefna, verkefna og verklags sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna án þess endilega að draga úr vímuefnanotkun. Skaðaminnkun gagnast fólki sem notar vímuefni, fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi og samfélaginu í heild. Það sem einkennir þessa leið er áherslan á að fyrirbyggja skaða fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Þannig hefur skaðaminnkun sterka skírskotun til lýðheilsu og mannréttinda.”
Þjónustan í Frú Ragnheiði er tvíþætt.
Annars vegar er þar starfrækt hjúkrunarmóttaka, þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf.
Hins vegar er boðið upp á nálaskiptaþjónustu, þar sem einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í nálaskiptaþjónustunni eru einnig aðgengi að smokkum og skaðaminnkandi ráðgjöf um öruggari leiðir í sprautunotkun og smitleiðir á HIV og lifrarbólgu. Að auki eru hægt að skila notuðum nálaboxum til okkar í förgun. Frú Ragnheiður er í samstarfi við Landspítalann um förgun á nálaboxum.Markmið verkefnisins er að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Þannig er hægt með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á að einstaklingur þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda, sem og auka lífsgæði hans miðað við aðstæður.
Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar, einnig eru læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar.
Frú Ragnheiður hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2015
-
Þökkum öllum nær og fjær fyrir komuna á Blúshátíð í Reykjavík 2015. Sjáumst á sama tíma að ári.
Þökkum öllum nær og fjær fyrir komuna á Blúshátíð í Reykjavík 2015. Þökkum öllum sem lagt hafa okkur lið og styrktaraðilum stuðninginn við að gera þetta að veruleika. Gleðilega Páska !Hrafnhildur Borgþórsdóttir skrifar
“BLÚSHÁTIÐAR REUNION
Í gærkvöldi var hjartað mitt fullt af ljúfsárum trega þegar ég labbaði út um hringhurðina á Hilton Nordica, endaði þar með Blúshátíð 2015 sem er búin að gefa mér stórkostlega gleði og heilunar gjöf eins og allar hinar í gegnum árin.
Eftir stórtónleikana inn í sal tekur við þessi dásamlegi Blúsklúbbur frammi með öllum sínum stórskemmtilegu gjörningum allra sem langar að spila og syngja enn meiri Blús, og okkur hin sem langar að fylla enn betur á fyrir svefninn og vorið sem bíður handan við hornið.
Hvað mig snertir er Blúsklúbburinn ekki síður yndislegur fyrir þær sakir hvað gaman er að hitta “fólkið mitt” sem ég hitti jafnvel aðeins á Blúshátíð, eða Blúskvöldunum góðu, en þekki samt svo vel í hjarta mér þó undarlegt sé.
Knúsa og skiptast á skoðunum um okkar upplifun, og bara að standa hlið við hlið og hlusta saman sæl með hjartafyllir af Blús, kveðjumst síðan með með bros á vör, góðu knúsi og orðin……. Sjáumst á sama tíma að ári.Hjartans þakkir til ykkar allra kæru Blúsarar”
Helga Sigthors
“Blúshátíð er ekki eins og venjulegir tónleikar. Gestirnir verða einhvern veginn meiri þátttakendur – með í blúsnum og því verður hátíðin, gestirnir, hljóðfæraleikararnir og stjórnendur hátíðarinnar ein órofin heild. Takk fyrir okkur” -
Blúshátíð í Reykjavík 2014 – 12. til 17. apríl. Miðasala á midi.is
miðasala á midi.is
• Victor Wainwright frá Memphis, blúspíanóleikari árisins 2013
• Blúskompaní Magnúsar Eiríksson og Pálma Gunnarssonar með KK og fleirum
• Egill Ólafsson blúsar með gömlum félögum
• Vinir Dóra fagna 25 ára afmæli sínu á skírdag ásamt Andreu Gylfa og góðum gestum
• Tregasveitin með nýtt efni.
• Blússveit Jonna Ólafs
• Brynhildur Oddsdóttir
•Johnny and the Rest
Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 12. apríl, kl. 14 með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum. Bílasýning Krúser og fl. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana. .
Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).
Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir alla stórtónleika og þar getur allt gerst. Stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.
Þriðjudag 15. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Blúskompaní, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson ásamt KK trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í árBlúskompaní Magnúsar Eiríkssonar, ein elsta blúshljómsveit landsins á Blúshátíð í Reykjavík. Hljómsveitina skipa auk Magnúsar E, Pálmi Gunnarsson, KK, Agnar Már Magnússon, Benedikt Brynleifsson,Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson
Tregasveitin með feðgunum Pétri Tyrfingssyni og Guðmundi Péturssyni í fararbroddi með splunkunýtt efni.
Á tónleikunum kemur einnig fram úrval efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi.
Miðvikudag 16. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Victor Wainwright og félagar.
Victor er sjóðheitur, margverðlaunaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Hann hrærir boogie woogie og rokk saman við hefðbundin blús og rám röddin er engu lík. Victor Wainwright var sæmdur hinum virtu verðlaunum “Pinetop Perkins Piano Player of the Year” á síðasta ári. Hann mætir á Blúshátíð með gítarleikara sinn Nick Black.Á tónleikunum kemur einnig fram Blússveit Jonna Ólafs, Spottarnir hans Eggerts Feldskera og Johnny and the Rest
Fimmtudag 17. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Egill Ólafsson og gamlir félagar : Tómas M. Tómasson, Ásgeir Óskarsson og fleiri koma á óvar.
Vinir Dóra 25 ára afmælistónleikar. Þessir þungavigtarmenn í íslenskir blússögu verða í sparifötunum og spila alla sína bestu blúsa ásamt blúsdrottningunni Andreu Gylfadóttur og fleiri góðum gestum.Brynhildur Oddsdóttir kemur einnig fram á tónleikunum og Stormur í Aðsigi auk efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi
Fleiri atriði eiga eftir að bætast við þegar nær dregur.
Sama miðaverð þriðja árið í röð!
Blúsmiðinn
Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.Miðasala á www.midi.is
www.blues.isEins og undanfarin ár aðeins er tekin frá borð fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2
Sími: 444 5050 – vox@vox.is
http://
www.reykjavik.nordica.hilto n.com/ Fleiri atriði eiga eftir að bætast við
Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg
-
Sjálfboðaliðar Blúshátíðar 2014
Sjálfboðaliðar Blúshátíðar. Það vantar alltaf fleiri blúshendur við gerum heiminn betri með blús. Vertu með í liðinu á Blúshátíð í Reykjavík 2014 .
Hér tökum við á móti skráningum frá þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar með því að gerast sjálfboðaliðar.
Sjálfboðaliðar Blúshátíðar eru margir og sinna alls konar afar skemmtilegum störfum.
Öllum sem lagt hafa okkur lið eru færðar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt framlag og fórnfúst starf á undanförnum árum.Það vantar alltaf fleiri blúshendur! Jákvæðni ,bjartsýni, gaman er fyrir vini eða vinkonur að koma saman í þetta.
Sendið okkur línu á bluesfest@blues.is og við verðum í bandi.Nafn:
Aldur:
Netfang:
Sími:
-
Þriggja daga tónlistarveisla í Salnum Kópavogi: Jazz- og Blúshátíð Kópavogs
Þriggja daga tónlistarveisla í Salnum Kópavogi: Jazz- og Blúshátíð Kópavogs
Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/7782/
Bjössi hefur gert það gott víða um lönd það sem af er árinu, fyllt hvern tónleikasalinn af öðrum, ýmist með einleikstónleikum eða Gítarthátíðum, en Gítarhátíð Bjössa Thor er nú orðinn vinsæl útflutningsvara og fjöldi þeirra framundan bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.
Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/7782/
3. október (fimmtudagur):
Bjössi og BítlarnirÚtgáfutónleikar þar sem Bjössi spilar einn og óstuddur bítlalög á sinn magnaða hátt. Þeir sem sáu Bjössa í Salnum í vor og á Blúshátíð í Reykjavík um páskana, upplifðu galdur og Bjössi lofar sömu töfrunum á þessum tónleikum.
Bjössi Thor: http://www.youtube.com/watch?v=2CM6m9OWemg&feature=youtu.be4. október (föstudagur)
Gítarhátíð Bjössa ThorTónlistarunnendur bíða ávallt spenntir eftur Gítarhátíð Bjössa Thor sem er árlegur viðburði í tónlistarlífi Íslendinga. Í ár verður kassagítarinn í aðalhluterki, en auk Bjössa koma fram kanadíski blúsgítarleikarinn Tim Butler bandaríski snillingurinn Trevor Gordon Hall sem lætur gítarinn hljóma eins og heila hljómsveit og hinnfingrafimi Craig D’Andrea.
Tim Butler: http://www.youtube.com/watch?v=4KUvBxJu4rY
Trevor Gordon Hall: http://www.youtube.com/watch?v=Lo9kGHYn_bICraig D’Andrea: http://www.youtube.com/watch?v=YrGOrQeQEfg
5. október (laugardagur)Blús: Kanada vs. Kópavogur
Blústríó Tim Butler byrjar kvöldið með standara eftir Johnny Winther, Jimi Hendrix og fleiri. Þegar líður á kvöldið munu stíga á svið blúsarar sem tengjast Kópavogi á einn eða annan hátt. Þar má nefna á Tryggva Hubner, Kristján Hreinsson, Óskar Björn Bjarnason, Björgvin Birki Björgvinsson, Ólaf Þór Kristjánsson, Dag Sigurðsson og Rannveigu Ásgeirsdóttur.
Verð miða:
Hátíðarmiði, gildir á alla tónleikana þrjá: 6.000 krónur
Bjössi og Bítlarnir: 2.500 krónur
Gítarhátíð Bjössa Thor: 3.500 krónur
Blús: Kanada vs. Kópavogur: 3.500 krónur
-
Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Kaffi Rósenberg veturinn 2013-2014
Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Kaffi Rósenberg veturinn 2013-2014, fyrsta kvöldið verður þann 7. október Blúsfélag Reykjavíkur hefur haldið úti blúskvöldum fyrsta mánudag í hverjum mánuði frá 2008. Mætum öll á blúskvöldin okkar og tökum einhvern með sem hefur ekki komi áður.
our monthly blues night at Cafe Rosenberg first monday of the month at Rosenberg starts 7th October 21 pm
-
Lokakvöld Blúshátíðar á Skírdag ! miðasala midi.is og við dyrnar !
Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík, :Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður “Kentár “Sigurðsson, Berglind Björk Jónasdóttir, Pétur Tyrfingsson og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína.allt það besta í íslenskum blús! -
Blúshátíð í Reykjavík 2013 dagskrá
Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og goðsögnin Guitar Shorty.
Lucky Peterson er ein helsta stórstjarna blússins um þessar mundir og Tamara Peterson er einstaklega fær blússöngkona með hjartað á réttum stað. Guitar Shorty er lifandi goðsögn, blúsmaður af gamla skólanum.
Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Blúsbelgir, Blúshundar, akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur bílasýning www.kruser.is . Blúsgjörningur ársins , tilkynnt um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2013 og hátíðin sett !!
Allt getur gerst. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðina.
Þrennir stórtónleikar verða 26. 27.& 28. mars á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, skírdag.Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.
Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu . Beebee and the Bluebirds kynna efni af væntanlegri plötu.Miðvikudagur 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Guitar Shorty er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy
Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band.,Stone Stones og Marel Blues Project hita upp hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.
Blúsbandið Stone Stones var stofnað árið 2009 fyrir Norden Blues Festival sem haldin er árlega á Hvolsvelli, síðan þá hefur margt runnið til sjávar og eru strákarnir orðnir vel að sér í spilamennsku. Stone Stones hafa komið við á hinum og þessum blúshátíðum um landið og Oddablues í Odda, Noregi. Sveitin er með á efniskránni bæði frumsamda blúsa og blúsperlur vestanhafs. Sveitina skipa Hróðmar á gítar og söng, Steinn Daði á trommur, Birgir á bassa og Arnar Kári á gítar. Sveitin hefur ávallt vakið mikla athygli á tónleikum sínum fyrir líflega sviðsframkomu og einlægni í tónum og tali.
Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík, :Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður “Kentár “Sigurðsson, Berglind Björk Jónasdóttir, Pétur Tyrfingsson og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína.allt það besta í íslenskum blús!Fleiri atriði eiga eftir að bætast við
Blúsmiðinn
Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana.
Miðasala www.midi.is
Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá borð fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2
Sími: 444 5050 – vox@vox.is
http://www.reykjavik.nordica.hilton.com
Fleiri atriði eiga eftir að bætast við
Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg