Category: Tónleikar

  • Vinir Dóra Jólablús 22. des 2016 kl 21 Hallveigarstígur 1.

    Vinir Dóra Jólablús 22. des 2016 kl 21 Hallveigarstígur 1.
    Vinirnir eru: Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson söngvari, gítarleikari, Ásgeir Óskarsson söngvari, trommuleikari og Jón Ólafsson söngvari, bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi

    frim

    Miðaverð á tónleika er 2900.
    panta fyrirfram mat og borð sími rekstraraðila Hallveigarstígur 1 Iðnaðarmannahúsið 7772522 húsið opnar kl 19

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

    Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

    Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

    Kveðja
    Blúsfélag Reykjavíkur

  • Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði. miðasala á midi.is

    Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld: Miðasala er á midi.ismiðar verða líka seldir við innganginn. frá kl 19 á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    midilogo

    Blúsmiðinn 

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

     

    saboomboomStórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00. Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.

    Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans. Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.

     

    Jonn-Karen

    Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00. Karen Lovely, Jonn „Del Toro“ Richardson, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers

    Það er fengur fyrir íslendinga að fá söngdívuna Karen Lovely til landsins. Hún er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir, margverðlaun söngkona sem hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík. Það lætur nærri að blúsbolinn frá Texas, Jonn „Del Toro“ Richardson hafi fæðst með gítarinn í höndunum. Hann hefur spilað allt sitt líf og þróað með sér persónulegan stíl þar sem blúsinn er blandaður áhrifum frá suðuramerískri tónlist. Hann er með rétta taktinn fyrir gesti Blúshátíðar.

    Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Karen Lovely og Jonn Richardson.

    Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.

    7045598605_b179fe8001_zStórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00. Frábær íslenskur blús 

    Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.

    Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.

     

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.is http://www.vox.is/

     

     

     

  • Blúshátíð í Reykjavík 2016 19. til 25. mars.

    Miðasala er á midi.isKaupa miða

    Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    Miðasala er á midi.is

    midilogo

    miðar verða líka seldir við innganginn. frá kl 19 á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika þar sem allt getur gerst.

    Blúsmiðinn 

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

    Stórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00.

    Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake

    Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.

    Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans.

    Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.

     

    Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00.

    Karen Lovely, Jonn „Del Toro“ Richardson, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers

    Það er fengur fyrir íslendinga að fá söngdívuna Karen Lovely til landsins. Hún er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir, margverðlaun söngkona sem hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík.

    Það lætur nærri að blúsbolinn frá Texas, Jonn „Del Toro“ Richardson hafi fæðst með gítarinn í höndunum. Hann hefur spilað allt sitt líf og þróað með sér persónulegan stíl þar sem blúsinn er blandaður áhrifum frá suðuramerískri tónlist. Hann er með rétta taktinn fyrir gesti Blúshátíðar.

    Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Karen Lovely og Jonn Richardson.

    Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.

    Stórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00.

    Frábær íslenskur blús

    Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.

    Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

    Sími: 444 5050 – vox@vox.is

    http://www.vox.is/

     

    Blúshátíð í Reykjavík 2016

    dagskrá 

    Blús í miðbænum laugardagur 19.mars.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 19. mars, með Blúsdegi í miðborginni. Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2016. Boðið verður upp á lifandi blús víða á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00 til 16.00.  Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á grillað bacon, kjúklingavængi og pylsur. Tónleikar Borgarbókasafn kl 16.00-17.00

    Sunnudagur 20.mars

    Borgarbókasafn kl 15 – 16, • Rithöfunda djamm og sagðar blússögur Chicago Beau , Árni Þórarinsson, Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson

    Mánudagur 21.mars

    Blúskvöld Café Rosenberg kl 21 – 23.

    Strákarnir hans Sævars og Siggi Sig

    Tómas Ragnarsson og Götustrákarnir,

    Þriðjudagur 22.mars

    frá kl 20 – 22, Blúskjallarinn blúsdjamm hjá Íslenska Cadillac Klúbbnum

    Faxafen 9 undir Salatbarnum

    Davíð Þór Jónsson, Tryggvi Hubner og fleiri

    Miðvikudagur 23.mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    • Chicago Beau & Vinir Dóra

    •Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin.

    • •Primecake

    Klúbbur Blúshátíðar á Hilton

    Fimmtudagur 24. mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    • Karen Lovely og Jonn „Del Toro“ Richardson,

    • Þorleifur Gaukur & the Berklee youngbloods

    • Reykjavik Hipshakers! .

     Föstudagur 25.mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    •Frábær íslenskur blús

    Andrea Gylfadóttir, KK, Ragnheiður Gröndal, Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, Róbert Þórhallsson, Davíð Þór Jónsson. Birgir Baldursson og fl.

    • Hráefni Valdimar Örn Flygenring og co

     Klúbbur Blúshátíðar

    Facebook https://www.facebook.com/www.blues.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg www.visitreykjavik.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Tónlistarsjóði

    10711148_765018550202366_9063772316842028470_n7045598605_b179fe8001_zoskar24651_4823066699872_395266298_nGuðmundur Pétursson heiðursfélagi

    SONY DSCjonnrichardson

     

     

  • Vinir Dóra Jólablús 17. des kl 21 Hallveigarstígur 1

    Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson söngvari, gítarleikari, Ásgeir Óskarsson söngvari, trommuleikari og Jón Ólafsson söngvari, bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi

    frim
    Miðaverð á tónleika er 2500.
    Hægt er að panta fyrirfram mat og borð sími rekstraraðila Hallveigarstígur 1 Iðnaðarmannahúsið 5175020 húsið opnar kl 19

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

    Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

    Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

    Kveðja
    Blúsfélag Reykjavíkur

  • Reykjavik Guitarama í Háskólabíói laugardaginn 3. október klukkan 20. Miðasala á Midi.is

    Reykjavík Guitarama – í fyrsta sinn á Íslandi

    International Guitarfest

    Al Di Meola – Robben Ford – Björn Thoroddsen – Peo Alfonsi – Brynhildur Oddsdóttir ofl.

    Á Reykjavík Guitarama stíga á stokk vel valdir gítarleikarar og sýna hvað má galdra úr hljóðfærinu. Björn Thoroddsen stýrir hátíðinni sem hefur þegar verið haldin í Kanada, Noregi og Bandaríkjunum og eru gestir hans ekki af verri endanum. Einn virtasti gítarsnillingur allra tíma, Al Di Meola, hefur boðað komu sína, en hann er einna þekktastur fyrir plötuna Friday Night in San Francisco. Sömuleiðis mun ameríska blússtjarnan Robben Ford spila á Guitarama, en hann hefur 5 sinnum verið tilnefndur til Grammy verðlauna. Frá Italíu mætir Peo Alfonsi og blúsarinn Brynhildur Oddsdóttir leikur á gítar fyrir hönd Íslands, ásamt Birni sjálfum sem þarf vart að kynna, enda einn afkastamesti gítarleikari íslensku tónlistarsögunnar. Á trommum verður Jóhann Hjörleifsson og Róbert Þórhallsson á bassa.

     

    Miðasala midi.is 

  • Vetrarstarfið að hefjast í áttunda sinn. Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg.

    Björgvin

    Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur 5. október 2015 kl 21:00 Björgvin Gíslason og hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Sigurður Sigurðsson, Jens Hanson og Tómas Jónsson gera allt vitlaust .

    Bjöggi Gísla hefur í áratugi mundað gítarinn með vinsælum hljómsveitum, listamönnum og sem sólólistamaður. Björgvin er talinn með betri gítarleikurum sem Ísland hefur alið af sér og hefur blúsinn verið fyrirferðamikill á ferlinum.
    Mætum öll á blúskvöldin okkar og tökum einhvern með sem hefur ekki komið áður.

  • Blúshátíð í Reykjavík 2015 28. mars – 2. apríl. Tryggðu þér miða á midi.is

    Blúshátíð í Reykjavík 2015 28. mars – 2. apríl. Tryggðu þér miða á midi.is

    Blushatid_2015_poster_web

    Blúshátíð í Reykjavík 2015  28. mars – 2. apríl.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 28. mars, með Blúsdegi í miðborginni á Skólavörðustíg tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2015. Grilluð svínarif, bacon ,pylsur og uppákomur kl. 14 – 17. Böskað á stígnum og tónleikar á Borgarbókasafni kl 16.

    Hátíðin er helguð 100 ára fæðingarafmæli Muddy Waters og Wille Dixon.

    Aðalgestir hátíðarinnar eru:

    •     Bob Margolin, blúsgítarleikari ársins 2005 og 2008.

    •     Debbie Davis, blúsgítarleikari ársins 1997 og 2010.

    •     Bob Stroger, bassaleikari ársins 2011 og 2013.

    •     KK band, Björgvin Gíslason, Vintage Caravan Blue Ice Band og fjöldi annarra tónlistarmanna.

    Þrennir stórtónleikar Blúshátíðar verða á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).

    Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika. Þar getur allt gerst og stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.

    Þriðjudaginn 31. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

    KK band. Íslendingar elska KK band sem spilar blúsinn á sinn einstaka hátt. Þeir lofa sínu allra besta á Blúshátíð 2015.

    Blúsband Björgvins Gíslasonar. Gítargoðið Björgvin Gíslason fer fyrir flokki eintómra snillinga. Það má enginn missa af þessu.

    Blúsaðasta bandið. Á tónleikunum kemur einnig fram Blúsaðasta band Músíktilrauna 2015.

    Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

    Bob Margolin, Bob Stroger og Blue Ice band. Á 100 ára fæðingarhátíð Muddy Waters spila Bob Margolin, gítarleikari Muddy Waters, fyrir gesti Blúshátíðar í. Margolin er margverðlaunaður tónlistarmaður sem hefur haft mikil áhrif á Chicaco-blúsinn síðustu áratugina. Bob Stroger er hugsanlega besti bassaleikari blússögunnar en örugglega sá smekklegasti, bæði hvað varðar klæðaburð og spilamennsku. Þessi aldna hetja sem spilað hefur með flestum þekkustu blústónlistarmönnum síðustu áratuga var tilnefndur besti blúsbassaleikari áranna 2011 og 2013. Snillingarnir í Blue Ice Band spila með Margolin og Stroger.

    Á tónleikunum komar einnig fram Dagur Sig.og hljómsveit, Uncle John jr. og fl.

    Fimmtudaginn 2. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

    Debbie Davis er einhver áhrifamesta kona blústónlistarinnar undanfarna áratugi. Hún er margverðlaunaður gítarleikari sem jöfnum höndum kemur fram með eigin hljómsveit eða heimsþekktum blústónlistarmönnum. Strákarnir í Blue Ice Band spila með Debbie Davis.

    Vintage Caravan gerðu allt vitlaust þegar þeir komu fram á Blúshátíð hér um árið. Síðan þá hafa þeir spilað víða um lönd og mæta nú á Blúshátíð reynslumeiri og enn betri.

    Á tónleikunum kemur einnig fram úrval Íslenskra blúsmanna.

    Blúsmiðinn

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 28. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum kl. 14 – 17. Tónleikar á Borgarbókasafni kl 16. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana. Nánar áwww.blues.is

    www.blues.is

    http://bobmargolin.com

    davidogblossi

    http://www.corbydesigns.com/bobstroger/home.htm

    http://debbiedavies.com/

    miðasala midilogoá midi.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg www.visitreykjavik.is

     

    blues_logos

  • Blúshátíð í Reykjavík verður sett laugardaginn 28. mars kl 14, með Blúsdegi á Skólavörðustíg

    Blúshátíð í Reykjavík verður sett laugardaginn 28. mars kl 14, með Blúsdegi á Skólavörðustíg grilluð svínarif, bacon ,pylsur og Bílasýning Krúserklúbbsins og götuspili .kl. 14 – 17. Böskað á stígnum og tónleikar kl 16 á Borgarbókasafni kl 16.

    Blushatid_2015_poster_web

    Þrennir stórtónleikar Blúshátíðar verða á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld). miðasala er á midi.is

    Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika. Þar getur allt gerst og stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.

    Þriðjudaginn 31. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

    KK band. Íslendingar elska KK band sem spilar blúsinn á sinn einstaka hátt. Þeir lofa sínu allra besta á Blúshátíð 2015.

    Blúsband Björgvins. Gítargoðið Björgvin Gíslason fer fyrir flokki eintómra snillinga. Það má enginn missa af þessu.

    Blúsaðasta bandið. Á tónleikunum kemur einnig fram Blúsaðasta band Músíktilrauna 2015.

    Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

    Bob Margolin, Bob Stroger og Blue Ice band. Á 100 ára fæðingarhátíð Muddy Waters spila Bob Margolin, gítarleikari Muddy Waters, fyrir gesti Blúshátíðar í. Margolin er margverðlaunaður tónlistarmaður sem hefur haft mikil áhrif á Chicaco-blúsinn síðustu áratugina. Bob Stroger er hugsanlega besti bassaleikari blússögunnar en örugglega sá smekklegasti, bæði hvað varðar klæðaburð og spilamennsku. Þessi aldna hetja sem spilað hefur með flestum þekkustu blústónlistarmönnum síðustu áratuga var tilnefndur besti blúsbassaleikari áranna 2011 og 2013. Snillingarnir í Blue Ice Band spila með Margolin og Stroger.

    Á tónleikunum kemur einnig fram úrval Íslenskra blúsmanna.

    Fimmtudaginn 2. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

    Debbie Davis er einhver áhrifamesta kona blústónlistarinnar undanfarna áratugi. Hún er margverðlaunaður gítarleikari sem jöfnum höndum kemur fram með eigin hljómsveit eða heimsþekktum blústónlistarmönnum. Strákarnir í Blue Ice Band spila með Debbie Davis.

    Vintage Caravan gerðu allt vitlaust þegar þeir komu fram á Blúshátíð hér um árið. Síðan þá hafa þeir spilað víða um lönd og mæta nú á Blúshátíð reynslumeiri og enn betri.

    Á tónleikunum kemur einnig fram úrval Íslenskra blúsmanna.

    Blúsmiðinn

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

    davidogblossi

     

     

     

     

    blues_logos

     

     

     

  • Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld). Miðasala á midi.is

    Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).

    DSC03439

    Miðasala á www.midi.is og við dyrnar

    Þriðjudag 15. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

    Blúskompaní, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson ásamt KK trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár Magnús og Pálmi hafa leitt Blúskompaníið hátt í 40 ár og verða sífellt betri.
    Tregasveitin með feðgunum Pétri Tyrfingssyni og Guðmundi Péturssyni í fararbroddi með splunkunýtt efni. Lucy in Blue var valið blúsaðasta bandið á Músiktilraunum

    Miðvikudag 16. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Victor Wainwright og félagar.
    Victor er sjóðheitur, margverðlaunaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Hann hrærir boogie woogie og rokk saman við hefðbundin blús og rám röddin er engu lík. Victor Wainwright var sæmdur hinum virtu verðlaunum “Pinetop Perkins Piano Player of the Year” á síðasta ári. Hann mætir á Blúshátíð með gítarleikara sinn Nick Black.Á tónleikunum kemur einnig fram Á tónleikunum kemur einnig fram Blússveit Jonna Ólafs, Spottarnir Eggert Jóhannson ,Johnny and the Rest,ásamt úrvali efnilegra ungliða blúsmanna frá Íslandi.

    “Blues Music Award winner and piano playing virtuoso Victor Wainwright. He is a raucous high-octane, dynamic performer, who plays every show like it’s his last, and has soul to spare. ”

    Fimmtudag 17. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Egill Ólafsson og gamlir félagar Tómas M. Tómasson, Ásgeir Óskarsson og fleiri koma á óvart,
    Vinir Dóra 25 ára afmælistónleikar. Þessir þungavigtarmenn í íslenskir blússögu verða í sparifötunum og spila alla sína bestu blúsa ásamt blúsdrottningunni Andreu Gylfadóttur og fleiri góðum gestum. Brynhildur Oddsdóttir kemur einnig fram á tónleikunum auk efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi

    Sama miðaverð þriðja árið í röð!

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir alla stórtónleika og þar getur allt gerst. Stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.

    Blúsmiðinn
    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

     

  • Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og goðsögnin Guitar Shorty.

    Lucky012

    Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og goðsögnin Guitar Shorty.

    Lucky Peterson er ein helsta stórstjarna blússins um þessar mundir og Tamara Peterson er einstaklega fær blússöngkona með hjartað á réttum stað. Guitar Shorty er lifandi goðsögn, blúsmaður af gamla skólanum.
    Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, skírdag. Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

    Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/7476

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

    Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu auk annara efnilegra blúsmanna og blúskvenna.

    guitar-shorty1Miðvikudag 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Guitar Shorty
    er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy
    Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band. Stone Stones og Marel Blues Project hita upp  hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.

    Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík
    , allt það besta í íslenskum blús:Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður Sigurðsson og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína.

    Fleiri atriði eiga eftir að bætast við

    Blúsmiðinn
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana.

    Miðasala www.midi.is

     


    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá borð fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

    Sími: 444 5050 – vox@vox.is

    http://www.reykjavik.nordica.hilton.com

    http://www.vox.is