Jólablús 2011

Næsta Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verður fimmtudaginn 15. Desember kl. 21 á Rúbín.  Ekki verður blúskvöld fyrsta mánudaginn í desember. Blúsinn hefur fengið inni á íslensku tónlistarverðlaununum og verður núna flokkur jazz og blús. Blúsinn verður kynntur í grunnskólum í “Tónlist fyrir alla”.

Aðalfundur Blúsfélagsins var haldin á síðasta blúskvöldi og var ákveðið að fjölga í stjórn með 5 aðalmönnum og 5 varamönnum. Starfið er alltaf að aukast og vefurinn blues.is fengið langþráða andlitsupplyftingu. Þökkum öllum þeim sem lagt hafa okkur lið. Blúsinn er tónlist fólksins. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins.  Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist.  Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

Blúsfélag Reykjavíkur kynnir Jólablúsgjörning : Nánar síðar með matseðil og miðasölu

Vinir Dóra + gestir fimmtudaginn 15. Desember kl. 21  á Rúbín

Vinirnir eru:  Halldór Bragason gítarleikari  og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Davíð Þór Jónsson á hammondorgel og Jón Ólafsson bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi

Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning.  Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma.  Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.

Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

Gengið inn í björgin við hliðina á Keiluhöllinni.  Húsið opnar kl. 19

 

cid:image001.jpg@01C95940.FFBDD620Vinir Dóra hafa verið í fararbroddi blúsgjörninga frá því þeir hituðu upp fyrir John Mayall árið 1989 og hafa haldið hundruð tónleika, boðið upp á blús eins og hann gerist bestur. Guðmundur Pétursson er einn besti gítarleikari á Íslandi og það er hrein unun að heyra hann í því sem hann er bestur;  að spila blús með Vinunum. Vinir Dóra hljóðrituðu disk með blúsgoðsögninni Pinetop Perkins 1993, en hann fékk í fyrra Grammy verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar, „Lifetime Achievement Award“. Pinetop er guðfaðir Vina Dóra í blúsnum.

 

 

Dóri Braga er líklegast þekktasti blúsmaður Íslands í dag.  Hann hefur starfrækt hljómsveit sína, Vini Dóra frá  1989 ásamt því að leika á tónlistarhátíðum beggja vegna Atlantshafsins. Hann hefur verið í fararbroddi blústónlistar á Íslandi frá 1989 og haldið hundruð tónleika og spilað blús eins og hann gerist bestur. Halldór Bragson er listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík og formaður Blúsfélags Reykjavíkur.  Árið 2006 lék hann í boði Zoru Young á Blúshátíðinni í Chicago sem er stærsta og virtasta blúshátíð heims. Vinir Dóra hljóðrituðu disk með blúsgoðsögninni Pinetop Perkins 1993, en hann fékk Grammy verðlaun árið 2006 fyrir framlag sitt til tónlistarinnar, „Lifetime Achievement Award“. Pinetop er guðfaðir Dóra í blúsnum og kom á Blúshátíð í Reykjavík 2009 og spilaði með Dóra og sínum gömlu félögum ásamt félaga sínum úr Muddy Waters bandinu, Willie “Big Eyes” Smith. 2009 bauð forseti Blues Foundation í Bandaríkjunum, Patricia Morgan, Dóra að spila á tveimur hátíðum vestanhafs með Willie Smith, Bob Stroger, Bob Margolin og Pinetop.  Dóri spilaði með þeim á Helena Blues and Heritage Festival í Arkansas, sem áður var vel þekkt sem King Biscuit Festival og á Pinetop Homecoming Festival á Hopson plantekrunni í Mississippi þar sem Pinetop Perkins ólst upp.

3128806603_accb583bd8.jpgGuðmundur Pétursson var valinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur í ár.  GP er listamaður sem vart þarf að kynna, því árum saman hefur hann verið í metum sem einn besti gítarleikari landsins.  2008 sendi hann frá sér plötuna Ologies.  Honum til halds og trausts þar eru m.a. Matthías Hemstock trommu- og slagverksleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og Styrmir Hauksson hljóðhönnuður. Guðmundur semur alla tónlist sem er undir margvíslegum áhrifum úr heimi rokk,  jazz,  blús, kvikmynda-, heimstónlistar og óhefðbundinnar tónlistar.

 

 

 

3128829101_77c2416b7c.jpgÁsgeir Óskarsson trommuleikari var valinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2009. Þetta var tilkynnt við opnun Blúshátíðar í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica. Með viðurkenningunni frá Blúsfélaginu fylgdi forláta Gretch trommusett af bestu gerð í þakklætisvott fyrir framlag til blústónlistarinnar. Ásgeir hefur spilað með flestum stærstu hljómsveitum og tónlistarmönnum Íslands, meðal annars Rifsberja, Icecross, Pelican, Eik, Póker, Þursunum, Stuðmönnum, Vinum Dóra og KK  Hann hefur unnið að um 300 plötum og gefið þrjár plötur út sjálfur, Veröld smá og stórÁfram og Sól .

3129687808_f3ceae73f0.jpg  Jón Ólafsson bassaleikari á að baki langan og farsælan feril í tónlistinni, allt frá því að hann var í Töturum.  Hann hefur spilað með fjölda hljómsveita meðal annars: Pelican, Start og Vinum Dóra. Jón er listamaður.

 

 

 

 

Rúbín er með veitingar,  mat og drykk. Rúbín taka líka frá borð fyrir matargesti. Flugvallarvegi 101 Reykjavík. Sími: 578 5300. Skoða kort

Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

Kveðja
Blúsfélag Reykjavíkur

Póstlistinn

Ef þú vilt fá blúsfréttir og fylgjast með því sem er að gerast í félaginu, getur þú skráð þig á póstlistann okkar beint á vefnum hér

með tölvupósti hér

Comments are closed.