Category: Uncategorized

  • Uppfærð dagskrá Blúshátíð í Reykjavík 2013

    blushatid_midi

    Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og goðsögnin Guitar Shorty.

    Lucky Peterson er ein helsta stórstjarna blússins um þessar mundir og Tamara Peterson er einstaklega fær blússöngkona með hjartað á réttum stað. Guitar Shorty er lifandi goðsögn, blúsmaður af gamla skólanum.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Blúsbelgir, Blúshundar, akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur bílasýning www.kruser.is . Blúsgjörningur ársins , tilkynnt um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2013 og hátíðin sett !!
    Allt getur gerst. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðina.
    Þrennir stórtónleikar verða 26. 27.& 28. mars á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, skírdag.

    Miðasala Midi.is

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

    Lucky012

    Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu . Beebee and the Bluebirds kynna efni af væntanlegri plötu.

     

    guitar-shorty1Miðvikudagur 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Guitar Shorty
    er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy
    Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band.,

    Stone Stones og Marel Blues Project hita upp  hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.

     

    Blúsbandið Stone Stones var stofnað árið 2009 fyrir Norden Blues Festival sem haldin er árlega á Hvolsvelli, síðan þá hefur margt runnið til sjávar og eru strákarnir orðnir vel að sér í spilamennsku. Stone Stones hafa komið við á hinum og þessum blúshátíðum um landið og Oddablues í Odda, Noregi. Sveitin er með á efniskránni bæði frumsamda blúsa og blúsperlur vestanhafs. Sveitina skipa Hróðmar á gítar og söng, Steinn Daði á trommur, Birgir á bassa og Arnar Kári á gítar. Sveitin hefur ávallt vakið mikla athygli á tónleikum sínum fyrir líflega sviðsframkomu og einlægni í tónum og tali.

    Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík
    , :Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður “Kentár “SigurðssonBerglind Björk Jónasdóttir, Pétur Tyrfingsson og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína.allt það besta í íslenskum blús!

    Fleiri atriði eiga eftir að bætast við

    Blúsmiðinn
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana.

    Miðasala www.midi.is

     


    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá borð fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

    Sími: 444 5050 – vox@vox.is

    http://www.reykjavik.nordica.hilton.com

    http://www.vox.is

     

    Fleiri atriði eiga eftir að bætast við

    Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg

    vefbordi

  • Guitar Shorty kemur á Blúshátíð .

    Guitar Shorty kemur á Blúshátíð skemmtileg lög með honum

    Tryggðu þér miða á midi.is

    Guitar Shorty er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton.


  • Sjálfboðaliðar Blúshátíðar. Það vantar alltaf fleiri blúshendur við. Gerum heiminn betri með blús.

    Sjálfboðaliðar Blúshátíðar. Það vantar alltaf fleiri blúshendur við gerum heiminn betri með blús. Vertu með í liðinu á Blúshátíð í Reykjavík 2013 ..

    Hér tökum við á móti skráningum frá þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar með því að gerast sjálfboðaliðar.

    Sjálfboðaliðar Blúshátíðar eru margir og sinna alls konar afar skemmtilegum störfum.

    Öllum sem lagt hafa okkur lið eru færðar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt framlag og fórnfúst starf á undanförnum árum.

    Það vantar alltaf fleiri blúshendur! Jákvæðni ,bjartsýni, gaman er fyrir vini eða vinkonur að koma saman í þetta.

    Sendið okkur línu á blues@blues.is og við verðum í bandi

    Nafn:

    Aldur:

    Netfang:

    Sími:

    Um mig:

    blues_poster_2013_web

  • Plakat Blúshátíðar 2013 eftir Jón Ingiberg Jónsteinsson

    Plakat Blúshátíðar 2013 eftir Jón Ingiberg Jónsteinsson

    Plakat Blúshátíðar 2013 að venju eftir snillinginn Jón Ingiberg Jónsteinsson fleiri verk hans eru að finna á www.joningiberg.com . Hægt er að hlaða niður og prenta út og hengja upp sem víðast í vinnunni, kaffistofum, blússkýlum,Bátaskýlum, bílskúrnum, þvottahúsinu og þar sem ykkur dettur í huga að hjálpa til . Við gerum heiminn betri með blús.

     Ýtið hér    Blueshatid_2013_a4_print

    blues_poster_2013_web

  • Til stendur að heiðra blúsmann við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2013

    Til stendur að heiðra blúsmann við setningu Blúshátíðar í Reykjavík um páskana og gera að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur. Áhugasamir geta sent tillögur um hvern ætti að heiðra á netfangið blues@blues.is.

    Guðmundur Pétursson heiðursfélagiGuðmundur Pétursson var heiðursfélagi 2011

  • Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 5. nóv á Rósenberg

    Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 5. nóv á Rósenberg. Afmælis blúsdjamm helstu blúsarar landsins mæta og taka lagið þetta verður að venju rosalegt kvöld. Þeir sem vilja taka þátt skrifið okkur á blues@blues.is
    Our monthly Blues Night at Rosenberg 21 pm  november 5th.

     

  • Tónleikar til heiðurs Stevie Ray Vaughan verða haldnir á Rosenberg miðvikudaginn 3. október á afmælisdegi meistarans.

    Tónleikar til heiðurs Stevie Ray Vaughan verða haldnir á Rosenberg miðvikudaginn 3. október á afmælisdegi meistarans.

    Hljómsveitin Tvöföld vandræði ásamt góðum gestum tekst á við helstu lög gítarsnillingsins.

    Smári Tarfur opnar kvöldið með kassagítarinn að vopni

    Sérstakir gestir: Páll Rósinkranz og Matthías Stefánsson

    Tvöföld vandræði:
    Hjörtur Stephensen gítar
    Friðrik Júlíusson trommur
    Ingi S. Skúlason bassi
    Bergþór Smári söngur/gítar

  • Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 1. okt á Rósenberg stundvíslega kl 21.

    Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 1. okt á Rósenberg stundvíslega kl 21. Halldór Bragason, Birgir Baldursson, Þorleifur Gaukur, Tryggvi Hubner Róbert Þórhallsson, Skúli Mennski.

    Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg í vetur.
    Once a month we meet on the first monday of the month . blues night 1th october at Rosenberg 9pm

     

     

  • Norden Blues Festival á Hvolsvelli um hvítasunnuna

    Grana Louise, sem er án efa ein af bestu blússöngkonum í Chicago, en þar er hún búsett. Hún syngur með Blue Ice Band (Íslenska landsliðið í blúsnum) á laugardagskvöldinu í Hvolnum kl. 21:00. Blúsfélagið Hekla hefur endurvakið Norden Blues Festival, blúshátíðina sem fór undir ösku í eldgosunum 2010.

    Á hátíðinni um hvítasunnuhelgina koma fram tvær skærar blússtjörnur frá Chicago og bestu blústónlistarmenn landsins. Tónleikar hátíðarinnar fara fram á Hvoli Hvolsvelli föstudaginn 25. maí og laugardaginn 26. maí næstkomandi og hefjast kl. 21:00 bæði kvöldin.

    Föstudagskvöldið 25. maí: Katherine Davis & Blue Ice Band, Stone Stones, Síðasti Séns og Tryggvi á Heiði. Hápunktur föstudagskvöldsins er Katherine Davis, ein virtasta og vinsælasta blússöngkona Chicagoborgar og þá er nú mikið sagt. Katherine hefur komið fram á fjölda virtra blúshátíða, bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Hún kemur fram með íslensku blúshljómsveitinni Blue Ice Band sem leikið hefur með fjölda heimsþekktra blústónlistarmanna, hérlendis sem erlendis, nú síðast á Blúshátíðinni í Reykjavík um páskana með John Primer og Michael Burks. Fremstir meðal jafningja í Blue Ice Band eru þeir Halldór Bragason og Guðmundur Pétursson, en þeir kunna blúsinn upp á sína tíu fingur.

    Stone Stones er kraftmikil „power blúshljómsveit“ sem vakið hefur mikla athygli á undanförnum árum fyrir frábæran flutning og tjáningu. Síðasta haust kom sveitin fram á blúshátiðinni í Odda í Noregi og var talin skærasta ljós þeirrar hátíðar. Hljómsveitin var stofnuð sérstaklega fyrir Norden Blues Festivalið 2009. Síðasti Séns er hljómsveit „ættuð“ af Suðurlandi. Sveitin er þekkt í íslenska blúsheiminum fyrir frábæran flutning á blústónlist og höfðar til blúsáhugafólks í víðum skilningi. Þó svo að hljómsveitin sé þekkt fyrir að vera jafnvíg á flestar tegundir dægurtónlistar, þá verður hún í blúsgírnum þetta kvöld. Fremstur meðal jafningja er skeiðamaðurinn, söngvarinn og gítarleikarinn Jens Einarsson. Tryggvi á Heiði er innansveitar blúsmaður, bóndi og lífskúnstner. Tryggvi spilar og syngur deltablúsinn á næman en kraftmikinn hátt.

    Laugardagskvöldið 26. maí: Grana Louise, Tregasveitin, Castro og Stone Stones. Góð vinkona íslenskra blúsunnenda verður í aðalhlutverki á laugardagskvöldið, Grana Louise sem kom fram á fyrstu hátíðinni árið 2009. Hún er hörku blúsdífa frá Chicago en þar í borg kemur hún vikulega fram á tónleikum. Grana segist ekki hafa gleymt stemningunni í Hvolnum þegar hún var hér síðast og lofar hún eftirminnilegum tónleikum í ár. Grana Louise er afskaplega fjölhæf, sögð einhver kraftmesta blússöngkona samtímans sem einnig ræður við að túlka silkimjúka og viðkvæma blúsa. Grana Louise kemur fram með Blue Ice Band.

    Hin goðsagnakennda Tregasveit átti frábæra endurkomu á Blúshátíðinni í Reykjavík um páskana og þeir lofa ekki síðri tónleikum á Hvolsvelli. Þeir feðgar Pétur Tyrfingsson og Guðmundur Pétursson leiða hljómsveitina sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil.

    Castro er blúshljómsveit sem samanstendur af þroskuðu fólki sem kemur saman og spilar fyrir ánægjuna af spilamennskunni. Þau flytja jöfnum höndum eigið efni svo og lög eftir meistara blússögunnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 bæði kvöldin. Miðaverð er kr. 3000 fyrir hvort kvöld. Miðaverð ef keyptir eru miðar fyrir bæði kvöldin er samtals 5000 kr.

     

     

  • Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur á Rúbín mánudaginn 7. maí kl 21 Blúsmenn Andreu, Tregasveitin, Vinir Dóra og fleiri

    Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur á Rúbín mánudaginn 7. maí kl 21

    Blúsmenn Andreu, Tregasveitin, Vinir Dóra og fleiri

    Síðasta blúskvöld fyrir sumarfrí !