Category: Fréttir

  • Blúshátíð í Reykjavík 2014 – 12. til 17. apríl. Miðasala á midi.is

    facebook_2014

     

    midilogo

    miðasala á midi.is

     

    Victor Wainwright frá Memphis, blúspíanóleikari árisins 2013

    • Blúskompaní Magnúsar Eiríksson og Pálma Gunnarssonar með KK og fleirum

    • Egill Ólafsson blúsar með gömlum félögum 

    • Vinir Dóra fagna 25 ára afmæli sínu á skírdag ásamt Andreu Gylfa og góðum gestum

    • Tregasveitin með nýtt efni.

    Blússveit Jonna Ólafs

    • Brynhildur Oddsdóttir

    •Johnny and the Rest

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 12. apríl, kl. 14 með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum. Bílasýning Krúser og fl. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana. .

    Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir alla stórtónleika og þar getur allt gerst. Stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.

    Þriðjudag 15. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Blúskompaní, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson ásamt KK trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár

    Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar, ein elsta blúshljómsveit landsins á Blúshátíð í Reykjavík. Hljómsveitina skipa auk Magnúsar E, Pálmi Gunnarsson, KK, Agnar Már Magnússon, Benedikt Brynleifsson,Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson

    Tregasveitin með feðgunum Pétri Tyrfingssyni og Guðmundi Péturssyni í fararbroddi með splunkunýtt efni.

    Á tónleikunum kemur einnig fram úrval efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi.

    Miðvikudag 16. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Victor Wainwright og félagar.

    BandAd3
    Victor er sjóðheitur, margverðlaunaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Hann hrærir boogie woogie og rokk saman við hefðbundin blús og rám röddin er engu lík. Victor Wainwright var sæmdur hinum virtu verðlaunum “Pinetop Perkins Piano Player of the Year” á síðasta ári. Hann mætir á Blúshátíð með gítarleikara sinn Nick Black.

    Á tónleikunum kemur einnig fram Blússveit Jonna Ólafs, Spottarnir hans Eggerts Feldskera og Johnny and the Rest

    Fimmtudag 17. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
    Egill Ólafsson og gamlir félagar : Tómas M. Tómasson, Ásgeir Óskarsson og fleiri koma á óvar.
    Vinir Dóra 25 ára afmælistónleikar. Þessir þungavigtarmenn í íslenskir blússögu verða í sparifötunum og spila alla sína bestu blúsa ásamt blúsdrottningunni Andreu Gylfadóttur og fleiri góðum gestum.

    Brynhildur Oddsdóttir kemur einnig fram á tónleikunum og Stormur í Aðsigi auk efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi

    Fleiri atriði eiga eftir að bætast við þegar nær dregur.

    Sama miðaverð þriðja árið í röð!

    Blúsmiðinn
    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

     

    Miðasala á www.midi.is
    www.blues.is

    victorwainwright.com/home/

    www.facebook.com/www.blues.is

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá borð fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

    Sími: 444 5050 – vox@vox.is

    http://www.reykjavik.nordica.hilton.com/

    http://www.vox.is/

    Fleiri atriði eiga eftir að bætast við

    Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg

    blues_logos

     

     

     

     

     

     

  • Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur 3. mars 2014 kl 21 Samsara blúsband leikur af hjartans list.

    Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur 3. mars 2014 kl 21 Samsara blúsband leikur af hjartans list.
    haft eftir Begga Morteins
    ” Beggi Morthens

    Spilum eldra efni í bland við nýtt óútkomið.
    Vinir okkar Blues Strákarnir sjá til þess að kjörhitastig náist í húsinu ”
    Væri gaman að sjá sem flesta

    5.0.2

  • Ofurgítarleikarinn Tommy Emmanuel í Háskólabíói 8. mars

    Ofurgítarleikarinn Tommy Emmanuel í Háskólabíói 8. mars


    Ástralski ofurgítarleikarinn Tommy Emmanuel er af mörgum talinn einn allra besti gítarleikari samtímans. Fingrafimi hans er engu lík og tónlistina kryddar hann með óviðjafnanlegri kímni sinni.

    Tommy Emmanuel ræður yfir magnaðri spilatækni. Gítarinn leikur í höndum hans og engu líkara er en á sviðinu sé fullskipuð rokkhljómsveit, tveir gítarar, tromma og bassi. Slíkir eru galdrar Tommys og tónleikar hans eru eftirsóknarverð upplifun.

    Gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen, sem gert hefur garðinn frægan víða um lönd að undanförnu, hefur leikinn og hitar áhorfendur upp áður en Tommy Emmanuel stígur á svið og flytur á sinn einstaka hátt helstu dægur- og rokkperlur sögunnar.

    Tommy Emmanuel kemur hingað til lands eftir tveggja mánaða tónleikaferð um Bandaríkin þar sem hann hefur spilað fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld. Færri komust að en vildu þegar Tommy Emmanuel spilaði í Háskólabíói fyrir tveimur árum, þannig að vissara er að tryggja sér miða í tíma.

     

    Hér er hægt að kaupa miða: http://midi.is/tonleikar/1/7977/

     

     

  • Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 12. – 17. apríl 2014

    Blúshátíð í Reykjavík 2014 12. – 17. apríl.

    Blúshátíð í Reykjavík hefur haft þá stefnu að gefa sem flestum gömlum, ungum og efnilegum sveitum , Blúsmönnum/konum, tækifæri á að spila á Blúshátíð. Um er að ræða Klúbb Blúshátíðar 12.4. – 17.4 og Blúsdagur í miðbænum 12.4. og dagskrá á Hilton Nordica . Blúshátíð áskilur sér rétt að hafna öllum eða raða niður sem þurfa þykir með hagmuni Blúshátíðar í huga. Vinsamlega takið fram hvort verið er að spila á Stór-Reykjavíkursvæðinu mánuði fyrir hátíð eða frá 1.3 2014. Umsækjendur fylli út þetta eyðublað  viðhengi með rafpósti til: bluesfest@blues.is merkt umsókn sjá nánar á www.blues.is Vinsamlega sendu sem fyrst og eigi síðar en 1. Mars n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út. Setjið stutta lýsingu æviágrip sveita eða flytjanda með. Myndir og gott fjölmiðlaefni er kostur.

    Michael-Burks

      1.   Forsvarsmaður: Fullt heimilisfang: Heimasími:GSM sími:

     

      Kennitala: Netfang:
      2. Lýsing á dagskrá, æviágrip um sveitina. flytjanda
      3. Flytjendur: (nöfn, hljóðfæri kennitala)

     

     

     

  • Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg 3. febrúar kl 21

    Blús til styrktar Fjölsmiðjunni

    Andrea Gylfadóttir, Sigurður Sigurðsson, Dóri Braga , Pétur Tyrfings ,Óskar Logi Ágústsson og fl.
    Hinir árlegu styrktartónleikar Blúsfélags Reykjavíkur verða haldnir á Rósenberg mánudagskvöldið 3. febrúar næstkomandi.
    Á tónleikunum, sem hefjast stundvíslega kl. 21.00, koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til tónlistarverkefna hjá Fjölsmiðjunni í Kópavogi.
    http://fjolsmidjan.is/
    https://www.facebook.com/fjolsmidjan?fref=tsRobertjohnson

  • Blúsfélag Reykjavíkur og Vinir Dóra kynna Jólablúsgjörningur fimmtudaginn 19. Desember kl. 21 á Rúbín

    Blúsfélag Reykjavíkur og Vinir Dóra kynna Jólablúsgjörningur fimmtudaginn 19. Desember kl. 21 á Rúbín

    Vinirnir eru: Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Ólafsson bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi Facebook https://www.facebook.com/events/186673814871579/

    Gengið inn í björgin við hliðina á Keiluhöllinni. Húsið opnar kl. 19 Rúbín er með veitingar, mat og drykk. Rúbín taka líka frá borð fyrir matargesti. Flugvallarvegi 101 Reykjavík. Sími: 578 5300. rubin@rubin.is Agnar 617-1111.

    Matur er á 2500 kr. Miðaverð á tónleika er 2500. Matur og tónleikar 5000 kr gerist ekki betra ! það verður að panta fyrirfram matinn

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

    Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af. Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Gengið inn í björgin við hliðina á Keiluhöllinni. Húsið opnar kl. 19 Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

    frim

  • Blúsfélag Reykjavíkur er 10 ára

    Blúsfélag Reykjavíkur er 10 ára þakkir til allra sem lagt hafa okkur lið!
    Tilgangur félagsins er að efla blústónlist á Íslandi og auka hróður blústónlistar á Íslandi, greiða fyrir framgangi blústónlistar á Íslandi og sameina blúsáhugafólk. Reka vefsetur www.blues.is og sjá um póstlista félagsins og senda út fréttabréf. Heiðra menn sem unnið hafa að framgangi blústónlistar. Samskipti við önnur blúsfélög og samvinna um blúshátíðir.

    Afmælisblúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur 4. nóvember kl 21 á Rosenberg.
    Brynhildur Odds , Eggert feldskeri og Maggi Einars, Goðsögnin Jón Páll Bjarnason spilar jazzblús, Kveinstafir nýtt band, Róbert Þórhalls með bassablús, Dóri Braga með Deltablús og fleiri.

    Magnús Eiríksson var gerður að heiðursfélaga á stofnfundi félagsins 2003
  • Ásgeir Óskarsson í Hörpu miðvikudaginn 18.09. kl 20

    Ásgeir Óskarsson í Hörpu miðvikudaginn 18.09. kl 20

    Miðasala á Midi.is http://midi.is/tonleikar/15/576/

    Ásgeir fagnar nú útgáfu á plötu sinni, Fljúgðu með mér. Ásgeir hefur spilað með mörgum af stærstu hljómsveitum og tónlistarmönnum Íslands. Hann er þó þekktastur fyrir trommuleik sinn með Stuðmönnum og Þursaflokknum. Þetta er fjórða sólóplata Ásgeirs en þar er farið um víðan völl, allir textar eru á íslensku. Með Ásgeiri verður stórkostleg hljómsveit skipuð af úrvals hljóðfæraleikurum. Þeir eru: Björgvin Ploder, Guðmundur Pétursson, Kjartan Guðnason, Matthías Stefánsson, Pétur Hjaltested, Róbert Þórhallsson. Gestasöngvarar eru ýmsir en meðal þeirra má nefna Andreu Gylfadóttur, Björgvin Ploder, Egil Ólafsson, Jonna Ólafs, Björn Jörund, Margréti G. Thoroddsen, Rúnar Þór og Þór Breiðfjörð

    Facebook https://www.facebook.com/pages/%C3%81sgeir-%C3%93skarsson/159794017455207

  • Velheppnaðri Blúshátíð í Reykjavík er lokið. Þökkum öllum fyrir komuna

    Blúshátíð í Reykjavík lauk á skírdag á Hilton Reykjavík Nordica með
    10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík
    , :Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Blue Ice Band, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður “Kentár “SigurðssonBerglind Björk Jónasdóttir, Pétur Tyrfingsson og fleiri fóru gjörsamlega á kostum.  Fólk er sammála um að íslenkur blús hafi aldrei verið betri. Þökkum öllum fyrir komuna og þeim sem lagt hafa okkur lið.

     

    24651_4823066699872_395266298_n

    vefbordi

  • Hilton Reykjavík Nordica aðalsviðið miðasala á midi.is og við innganginn frá kl 19

    Á vegum Blúshátíðar verða haldnir þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni.

    Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica: Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu. Beebee and the Bluebirds kynna efni af væntanlegri plötu.

    Miðvikudag 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica: Guitar Shorty er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy  Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band. Stone Stones og Marel Blues Project hita upp hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.

    Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica 10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík, Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir, Sigurður “Kentár “Sigurðsson, Berglind Björk Jónasdóttir ,Pétur Tyrfings og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína. Allt það besta í íslenskum blús!

    Miðasala Midi.is og við dyrnar frá kl 19

    blues_poster_2013_web