Category: Fréttir

  • Blúshátíð í Reykjavík 2016 19. til 25. mars.

    Miðasala er á midi.isKaupa miða

    Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    Miðasala er á midi.is

    midilogo

    miðar verða líka seldir við innganginn. frá kl 19 á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika þar sem allt getur gerst.

    Blúsmiðinn 

    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

    Stórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00.

    Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake

    Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.

    Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans.

    Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.

     

    Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00.

    Karen Lovely, Jonn „Del Toro“ Richardson, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers

    Það er fengur fyrir íslendinga að fá söngdívuna Karen Lovely til landsins. Hún er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir, margverðlaun söngkona sem hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík.

    Það lætur nærri að blúsbolinn frá Texas, Jonn „Del Toro“ Richardson hafi fæðst með gítarinn í höndunum. Hann hefur spilað allt sitt líf og þróað með sér persónulegan stíl þar sem blúsinn er blandaður áhrifum frá suðuramerískri tónlist. Hann er með rétta taktinn fyrir gesti Blúshátíðar.

    Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Karen Lovely og Jonn Richardson.

    Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.

    Stórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00.

    Frábær íslenskur blús

    Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.

    Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

    Sími: 444 5050 – vox@vox.is

    http://www.vox.is/

     

    Blúshátíð í Reykjavík 2016

    dagskrá 

    Blús í miðbænum laugardagur 19.mars.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 19. mars, með Blúsdegi í miðborginni. Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2016. Boðið verður upp á lifandi blús víða á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00 til 16.00.  Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á grillað bacon, kjúklingavængi og pylsur. Tónleikar Borgarbókasafn kl 16.00-17.00

    Sunnudagur 20.mars

    Borgarbókasafn kl 15 – 16, • Rithöfunda djamm og sagðar blússögur Chicago Beau , Árni Þórarinsson, Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson

    Mánudagur 21.mars

    Blúskvöld Café Rosenberg kl 21 – 23.

    Strákarnir hans Sævars og Siggi Sig

    Tómas Ragnarsson og Götustrákarnir,

    Þriðjudagur 22.mars

    frá kl 20 – 22, Blúskjallarinn blúsdjamm hjá Íslenska Cadillac Klúbbnum

    Faxafen 9 undir Salatbarnum

    Davíð Þór Jónsson, Tryggvi Hubner og fleiri

    Miðvikudagur 23.mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    • Chicago Beau & Vinir Dóra

    •Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin.

    • •Primecake

    Klúbbur Blúshátíðar á Hilton

    Fimmtudagur 24. mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    • Karen Lovely og Jonn „Del Toro“ Richardson,

    • Þorleifur Gaukur & the Berklee youngbloods

    • Reykjavik Hipshakers! .

     Föstudagur 25.mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    •Frábær íslenskur blús

    Andrea Gylfadóttir, KK, Ragnheiður Gröndal, Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, Róbert Þórhallsson, Davíð Þór Jónsson. Birgir Baldursson og fl.

    • Hráefni Valdimar Örn Flygenring og co

     Klúbbur Blúshátíðar

    Facebook https://www.facebook.com/www.blues.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg www.visitreykjavik.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Tónlistarsjóði

    10711148_765018550202366_9063772316842028470_n7045598605_b179fe8001_zoskar24651_4823066699872_395266298_nGuðmundur Pétursson heiðursfélagi

    SONY DSCjonnrichardson

     

     

  • Blúshátíð í Reykjavík kynnir: Karen Lovely og Jonn „Del Toro” Richardson á stórtónleikunum 24. mars

    SONY DSC

    Breytingar hafa orðið á dagskrá Blúshátíðar. Söngdívan Karen Lovely og blúsbolinn Jonn „Del Toro” Richardson verða á stórtónleikunum 24. mars. Þau hlaupa í skarðið fyrir Candye Kane og Lauru Chavez sem afboðuðu komu sína vegna veikinda Candye Kane.

    Það er fengur að komu Karen Lovely sem er ein skærasta söngstjarnan í bandarískum blús um þessar mundir og Jonn Richardson sem er margverðlaunaður gítarleikari sem hefur þróað með sér persónulegan og stórskemmtilegan stíl þar sem blúsinn er kryddaður með áhrifum frá suður amerískri tónlist.

     

     

    Dagskrá fimmtudagsins 24. mars
    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20
    • Karen Lovely og Jonn” Del Toro” Richardson
    • Þorleifur Gaukur & the Berklee Youngbloods
    • Reykjavik Hipshakers! .

    jonnrichardson

    Kjósi einhver að breyta miða sínum vegna þessarar dagskrárbreytinga þá er viðkomandi bent á að hafa samband við www.midi.is

  • Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátíðar.

    hilton-reykjavik-nordica

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

    Sími: 444 5050 – vox@vox.is

    http://www.vox.is/

    Blúshátíð í Reykjavík 2016

    miðasala á midi.is 

    dagskrá 

    Blús í miðbænum laugardagur 19.mars.

    • Laugardaginn 19. mars kl 14.00 setning Blúshátíðar á Skólavörðustíg bílasýning, grill hjá Ófeigi gullsmið og blúsdjamm 14-16 • Tónleikar Borgarbókasafn kl 16-17

    Sunnudagur 20.mars

    Borgarbókasafn kl 15 – 16, • Rithöfunda djamm og sagðar blússögur Chicago Beau , Árni Þórarinsson, Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson

    Mánudagur 21.mars

    Blúskvöld Café Rosenberg kl 21 – 23.

    Strákarnir hans Sævars og Siggi Sig

    Tómas Ragnarsson og Götustrákarnir,

    Þriðjudagur 22.mars

    frá kl 20 – 22, Blúskjallarinn blúsdjamm hjá Íslenska Cadillac Klúbbnum

    Faxafen 9 undir Salatbarnum

    Davíð Þór Jónsson, Tryggvi Hubner og fleiri

    Miðvikudagur 23.mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    • Chicago Beau & Vinir Dóra

    •Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin.

    • •Primecake

    Klúbbur Blúshátíðar á Hilton

    Fimmtudagur 24. mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    • Candye Kane and Laura Chavez

    • Þorleifur Gaukur & the Berklee youngbloods

    • Reykjavik Hipshakers! .

     Föstudagur 25.mars

    Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

    •Frábær íslenskur blús

    Andrea Gylfadóttir, KK, Ragnheiður Gröndal, Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Björn Thoroddsen, Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, Róbert Þórhallsson, Davíð Þór Jónsson. Birgir Baldursson og fl.

     Klúbbur Blúshátíðar• Hráefni Valdimar Örn Flygenring og co

    Facebook https://www.facebook.com/www.blues.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg www.visitreykjavik.is

    Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Tónlistarsjóði

  • Sjálfboðaliðar Blúshátíðar. Það vantar alltaf fleiri blúshendur við gerum heiminn betri með blús. Vertu með í liðinu á Blúshátíð í Reykjavík 2016

    Blushatid_midi_2016_mars

    Sjálfboðaliðar Blúshátíðar. Það vantar alltaf fleiri blúshendur við gerum heiminn betri með blús. Vertu með í liðinu á Blúshátíð í Reykjavík 2016 ..

    Hér tökum við á móti skráningum frá þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar með því að gerast sjálfboðaliðar.

    Sjálfboðaliðar Blúshátíðar eru margir og sinna alls konar afar skemmtilegum störfum.

    Öllum sem lagt hafa okkur lið eru færðar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt framlag og fórnfúst starf á undanförnum árum.

    Það vantar alltaf fleiri blúshendur! Jákvæðni ,bjartsýni, gaman er fyrir vini eða vinkonur að koma saman í þetta.

    Sendið okkur línu á bluesfest@blues.is og við verðum í bandi

    Nafn:

    Aldur:

    Netfang:

    Sími:

    Um mig:

    oskar

     

     

     

     

     

     

     

  • Hannes Birgir Hjálmarsson var dreginn út í Facebook leiknum hann fær Blúsmiða sem gildir öll kvöldin á Hilton fyrir tvo.

    Hannes Birgir Hjálmarsson  var dreginn út í Facebook leiknum hann fær Blúsmiða sem gildir öll kvöldin á Hilton fyrir tvo.

    Blúshátíð í Reykjavík 2016 19. til 25. mars.

    7045598605_b179fe8001_z

    Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

    Miðasala er á midi.is

    midilogo

  • Plakat Blúshátiðar í Reykjavík 2016 eftir Jón Ingiberg Jónsteinsson

     Plakat Blúshátiðar í Reykjavík 2016 eftir Jón Ingiberg Jónsteinsson hægt er að nálgast það og prenta út pdf A4 og hengja upp sem víðast slóðin er http://blues.is/wp-content/uploads/2016/02/Blushatid_2016_poster_a4.pdf

    Blushatid_2016_poster_web

  • Styrkur Blúsfélags Reykjavíkur til Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun afhentur í Konukoti.

    Þökkum öllum sem lögðu þessu lið. Við gerum heiminn betri með blús.konukot2medium                                   Styrkur til verkefnis Rauða krossins Frú Ragnheiður afhentur í Konukoti.                                               Frá vinstri Kristen Mary Swenson, Svala Jóhannesdóttir Verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun og Konukots , Þorsteinn G. Gunnarsson og Halldór Bragason Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með vímuefnavanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi.Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hóf göngu sína árið 2009 og síðan þá hafa um 500 einstaklingar leitað til okkar.nánar um starfið http://www.raudikrossinn.is/page/rki_reykjavikurdeild_fruragnheidur

    mynd frá blúskvöldinu eftir Ástu Magg

    bluskvold

  • Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 19. mars. – 25. mars 2016.

    Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 19. mars. – 25. mars 2016.

    Það er stefna Blúshátíðar í Reykjavík að gefa sem flestum, gömlum jafnt sem ungum og efnilegum sveitum, körlum og konum, tækifæri á að spila á Blúshátíð.

    Um er að ræða spilamennsku á Klúbbi Blúshátíðar 19.3 – 25.3, Blúsdegi í miðbænum 19.3. og á aðalsviði Blúshátíðar á stórtónleikunum á Hilton Reykjavik Nordica. og víðar.

    Blúshátíð afgreiðir umsóknir með hagsmuni hátíðarinnar í huga, bæði hvað varðar spilastað og tíma.

    Vinsamlega takið fram í umsókninn hvort listamaðurinn eða hljómsveitin spilar á höfuðborgarsvæðinu mánuð fyrir hátíðina eða frá 19. febrúar 2016.

    Umsækjendur fylli út þetta eyðublað og senda á netfangið bluesfest@blues.is merkt umsókn.  Sendið umsókn sem fyrst, ef áhugi er fyrir hendi, en eigi síðar en 20. janúar 2016 en þá rennur umsóknarfrestur út.

    Látið „æviágrip“ sveita eða flytjanda fylgja með umsókninni og stutta lýsingu á sveitinni/flytjandanum. Endilega látið góðar myndir í fjölmiðlaefni fylgja með.

    Forsvarsmaður:

    Fullt heimilisfang:

    Heimasími:

    GSM sími:

    Kennitala:

    Netfang:

    Lýsing á dagskrá, „æviágrip“sveitar/flytjanda

    Flytjendur: (nöfn, hljóðfæri kennitala)

    Burksmainpic

  • Vinir Dóra Jólablús 17. des kl 21 Hallveigarstígur 1

    Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson söngvari, gítarleikari, Ásgeir Óskarsson söngvari, trommuleikari og Jón Ólafsson söngvari, bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi

    frim
    Miðaverð á tónleika er 2500.
    Hægt er að panta fyrirfram mat og borð sími rekstraraðila Hallveigarstígur 1 Iðnaðarmannahúsið 5175020 húsið opnar kl 19

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

    Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

    Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

    Kveðja
    Blúsfélag Reykjavíkur

  • Reykjavik Guitarama í Háskólabíói laugardaginn 3. október klukkan 20. Miðasala á Midi.is

    Reykjavík Guitarama – í fyrsta sinn á Íslandi

    International Guitarfest

    Al Di Meola – Robben Ford – Björn Thoroddsen – Peo Alfonsi – Brynhildur Oddsdóttir ofl.

    Á Reykjavík Guitarama stíga á stokk vel valdir gítarleikarar og sýna hvað má galdra úr hljóðfærinu. Björn Thoroddsen stýrir hátíðinni sem hefur þegar verið haldin í Kanada, Noregi og Bandaríkjunum og eru gestir hans ekki af verri endanum. Einn virtasti gítarsnillingur allra tíma, Al Di Meola, hefur boðað komu sína, en hann er einna þekktastur fyrir plötuna Friday Night in San Francisco. Sömuleiðis mun ameríska blússtjarnan Robben Ford spila á Guitarama, en hann hefur 5 sinnum verið tilnefndur til Grammy verðlauna. Frá Italíu mætir Peo Alfonsi og blúsarinn Brynhildur Oddsdóttir leikur á gítar fyrir hönd Íslands, ásamt Birni sjálfum sem þarf vart að kynna, enda einn afkastamesti gítarleikari íslensku tónlistarsögunnar. Á trommum verður Jóhann Hjörleifsson og Róbert Þórhallsson á bassa.

     

    Miðasala midi.is