Category: Fréttir

  • Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 5. nóv á Rósenberg

    Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 5. nóv á Rósenberg. Afmælis blúsdjamm helstu blúsarar landsins mæta og taka lagið þetta verður að venju rosalegt kvöld. Þeir sem vilja taka þátt skrifið okkur á blues@blues.is
    Our monthly Blues Night at Rosenberg 21 pm  november 5th.

     

  • Tónleikar til heiðurs Stevie Ray Vaughan verða haldnir á Rosenberg miðvikudaginn 3. október á afmælisdegi meistarans.

    Tónleikar til heiðurs Stevie Ray Vaughan verða haldnir á Rosenberg miðvikudaginn 3. október á afmælisdegi meistarans.

    Hljómsveitin Tvöföld vandræði ásamt góðum gestum tekst á við helstu lög gítarsnillingsins.

    Smári Tarfur opnar kvöldið með kassagítarinn að vopni

    Sérstakir gestir: Páll Rósinkranz og Matthías Stefánsson

    Tvöföld vandræði:
    Hjörtur Stephensen gítar
    Friðrik Júlíusson trommur
    Ingi S. Skúlason bassi
    Bergþór Smári söngur/gítar

  • Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 1. okt á Rósenberg stundvíslega kl 21.

    Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 1. okt á Rósenberg stundvíslega kl 21. Halldór Bragason, Birgir Baldursson, Þorleifur Gaukur, Tryggvi Hubner Róbert Þórhallsson, Skúli Mennski.

    Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg í vetur.
    Once a month we meet on the first monday of the month . blues night 1th october at Rosenberg 9pm

     

     

  • Norden Blues Festival á Hvolsvelli um hvítasunnuna

    Grana Louise, sem er án efa ein af bestu blússöngkonum í Chicago, en þar er hún búsett. Hún syngur með Blue Ice Band (Íslenska landsliðið í blúsnum) á laugardagskvöldinu í Hvolnum kl. 21:00. Blúsfélagið Hekla hefur endurvakið Norden Blues Festival, blúshátíðina sem fór undir ösku í eldgosunum 2010.

    Á hátíðinni um hvítasunnuhelgina koma fram tvær skærar blússtjörnur frá Chicago og bestu blústónlistarmenn landsins. Tónleikar hátíðarinnar fara fram á Hvoli Hvolsvelli föstudaginn 25. maí og laugardaginn 26. maí næstkomandi og hefjast kl. 21:00 bæði kvöldin.

    Föstudagskvöldið 25. maí: Katherine Davis & Blue Ice Band, Stone Stones, Síðasti Séns og Tryggvi á Heiði. Hápunktur föstudagskvöldsins er Katherine Davis, ein virtasta og vinsælasta blússöngkona Chicagoborgar og þá er nú mikið sagt. Katherine hefur komið fram á fjölda virtra blúshátíða, bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Hún kemur fram með íslensku blúshljómsveitinni Blue Ice Band sem leikið hefur með fjölda heimsþekktra blústónlistarmanna, hérlendis sem erlendis, nú síðast á Blúshátíðinni í Reykjavík um páskana með John Primer og Michael Burks. Fremstir meðal jafningja í Blue Ice Band eru þeir Halldór Bragason og Guðmundur Pétursson, en þeir kunna blúsinn upp á sína tíu fingur.

    Stone Stones er kraftmikil „power blúshljómsveit“ sem vakið hefur mikla athygli á undanförnum árum fyrir frábæran flutning og tjáningu. Síðasta haust kom sveitin fram á blúshátiðinni í Odda í Noregi og var talin skærasta ljós þeirrar hátíðar. Hljómsveitin var stofnuð sérstaklega fyrir Norden Blues Festivalið 2009. Síðasti Séns er hljómsveit „ættuð“ af Suðurlandi. Sveitin er þekkt í íslenska blúsheiminum fyrir frábæran flutning á blústónlist og höfðar til blúsáhugafólks í víðum skilningi. Þó svo að hljómsveitin sé þekkt fyrir að vera jafnvíg á flestar tegundir dægurtónlistar, þá verður hún í blúsgírnum þetta kvöld. Fremstur meðal jafningja er skeiðamaðurinn, söngvarinn og gítarleikarinn Jens Einarsson. Tryggvi á Heiði er innansveitar blúsmaður, bóndi og lífskúnstner. Tryggvi spilar og syngur deltablúsinn á næman en kraftmikinn hátt.

    Laugardagskvöldið 26. maí: Grana Louise, Tregasveitin, Castro og Stone Stones. Góð vinkona íslenskra blúsunnenda verður í aðalhlutverki á laugardagskvöldið, Grana Louise sem kom fram á fyrstu hátíðinni árið 2009. Hún er hörku blúsdífa frá Chicago en þar í borg kemur hún vikulega fram á tónleikum. Grana segist ekki hafa gleymt stemningunni í Hvolnum þegar hún var hér síðast og lofar hún eftirminnilegum tónleikum í ár. Grana Louise er afskaplega fjölhæf, sögð einhver kraftmesta blússöngkona samtímans sem einnig ræður við að túlka silkimjúka og viðkvæma blúsa. Grana Louise kemur fram með Blue Ice Band.

    Hin goðsagnakennda Tregasveit átti frábæra endurkomu á Blúshátíðinni í Reykjavík um páskana og þeir lofa ekki síðri tónleikum á Hvolsvelli. Þeir feðgar Pétur Tyrfingsson og Guðmundur Pétursson leiða hljómsveitina sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil.

    Castro er blúshljómsveit sem samanstendur af þroskuðu fólki sem kemur saman og spilar fyrir ánægjuna af spilamennskunni. Þau flytja jöfnum höndum eigið efni svo og lög eftir meistara blússögunnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 bæði kvöldin. Miðaverð er kr. 3000 fyrir hvort kvöld. Miðaverð ef keyptir eru miðar fyrir bæði kvöldin er samtals 5000 kr.

     

     

  • Michael Burks lést í gær

    Michael Burks lést í gær hann var að koma frá Evrópu hann fékk hjartaáfall á flugvellinum í Atlanta. Blúsheimurinn er harmi slegin yfir þessum fréttum. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda og vina. Hann var aðalgestur Blúshátíðar í Reykjavík 2012 fyrir mánuði síðan.

    Michael Burks sem kallaður var „Iron Man“ var kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blússtjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

  • Kammerkór Hafnarfjarðar sunnudaginn 29. apríl kl. 16.00

    Spirituals, Sálmar bandarískra blökkumanna

    Sú gríðarlega flóra tónlistar sem er til staðar í Bandaríkjunum í dag er að mestu leiti að þakka þeirri tónlistarhefð sem svartir þrælar höfðu með sér frá Afríku. Þrælasalar náðu sér í fórnarlömb vítt og breytt um Afríku. Fangarnir gátu ekki tekið neina hluti með sér en það sem þeir gátu tekið með sér var sú hefð og menning sem var þeim í blóð borinn.

    Það var tónlistin sem styrkti og huggaði hina svörtu þræla í gegnum hina erfiðu og löngu þrautargöngu þrælahalds. Fólkið dansaði og söng og spilaði á hljóðfæri. Og þrátt fyrir að hinir hvítu litu ekki á hina svörtu þræla sem jafninga þá er ljóst að sú tónlistarhefð sem hinir svörtu afríkubúar tóku með sér til Ameríku hafði að endingu gríðarleg áhrif á alla tónlistarmenningu heimsins.

    Sálmarnir eru hin eiginlega rót sem gospel-tónlist, blues, jazz og seinna rock og síðan öll dægurtónlist  byggja á. Ber þar blúsinn einna hæst, enda voru sálmarnir fluttir á lokatónleikum  Blúshátíðar 2005 þar sem Kammerkór Hafnarfjarðar, Deitra Farr og Andrea Gylfadóttir sungu.

    Kammerkór Hafnarfjarðar ásamt Kristjönu Stefánsdóttur, söngkonu, Kjartani Valdemarssyni, píanóleikara, Kristni Snæ Agnarsyni, slagverksleikara og Jóni Rafnssyni, kontrabassaleikara verða með tónleika í Norðurljósasal Hörpu þar sem einungis verða fluttir sálmar bandarísku blökkumanna.

    Tónleikarnir eru sunnudaginn 29. apríl kl. 16.00 og er hægt að kaupa miða á harpa.is

    .

  • Blúshátíð í Reykjavík 2012 er lokið.

    Aðalgestir okkar John Primer og Michael Burks fóru brosandi út á flugvöll í Cadillac Fleetwood Brougham 1977.

    Þökkum öllum fyrir komuna og þeim sem lagt hafa okkur lið.

     

  • Miðasala á Blúshátíð Í Reykjavík

    Miðasala á fullu http://midi.is/tonleikar/1/6889

    Í dag er afgreiðslustaði midi.is að finna í eftirtöldum verslunum:

    Brim, Kringlunni

    Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
    Sími: 533 2111
    Netfang: brim@brim.is

    Opnunartímar
    Mánudaga til miðvikudaga 10.00 – 18.30
    Fimmtudaga 10.00 – 21.00
    Föstudaga 10.00 – 19.00
    Laugardaga 10.00 – 18.00
    Sunnudaga 13.00 – 18.00

    Brim, Laugavegi

    Laugavegi 71, 101 Reykjavík
    Sími: 551 7060
    Netfang: brim@brim.is

    Opnunartímar
    Mánudaga til fimmtudaga 10.00 – 18.00
    Föstudaga 10.00 – 18.30
    Laugardaga 10.00 – 17.00
    Sunnudaga LOKAÐ

    Miðasala einning við innganginn

    Stórtónleikar þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00. Hilton Reykjavík Nordica
    Blúsmenn Andreu

    Blúsdrottning Íslands, Andrea Gylfadóttir, lofar ógleymanlegu kvöldi þegar hún stígur á stokk ásamt blúsmönnunum sem hafa fylgt henni eins og skugginn um margra ára skeið. Andrea og Blúsmennirnir eru reynsluboltar og hafa verið að með hléum í hátt í tvo áratugi. Þau verða betri og betri með hverju árinu.

    Marel Blues Project hita upp fyrir drottninguna. Hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins. Marel Blues Project vakti athygli á tónleikum Blúsfélags Reykjavíkur í febrúar 2012.

    Beebee and the Bluebirds Hljómsveitin Beebee and the Bluebirds var stofnuð haustið 2009 og hafa þau spilað á þónokkrum blúshátíðum og á ýmsum tónleikum hérlendis. Hljómsveitin spilar blús, jazz, soul og rokkbræðing. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er í fullri vinnslu, en á dögunum kom út fyrsta smáskífan af þeirri plötu. Brynhildur Oddsdóttir – Söngur/gítar Baldur Sívertsen – Gítar Brynjar Páll Björnsson – Bassi Tómas Jónsson – Hljómborð Magnús Örn Magnússon – Trommur

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst ungir sem aldnir djamma saman.

    Stórtónleikar, miðvikudaginn 4. apríl kl. 20. Hilton Reykjavík Nordica
    John Primer og Blue Ice band

    Grammy-verðlaunahafinn John Primer verður í aðalhlutverki á tónleikunum. Primer hefur leikið stórt hlutverk í hljómsveitum Muddy Waters, Magic Slim og Willie Dixon. Fáir núlifandi tónlistarmenn túlka Chicago-búsinn af jafn mikilli næmni og ákefð og Primer. Áralangt samstarf hans við fjölda fyrstu kynslóðar blúsmanna hefur gert hann samofinn tónlistinni, enda er hefur John viðurnefnið „The Real Deal”.  John Primer kemur fram með The Blue Ice Band.

    Tregasveitin. Tónleikarnir hefjast með endurkomu hinnar goðsagnakenndu Tregasveitar sem var leiðandi í blúslífi Íslendinga um árabil. Það verður forvitnilegt að heyra þá feðga Pétur Tyrfingsson og Guðmund Pétursson spila saman eftir öll þessi ár.

    Contalgen Funeral er Skagfirsk hljómsveit sem var stofnuð af Andra Má Sigurðssyni fyrir nokkrum árum síðan, en núverandi mynd sveitarinnar hefur verið starfandi í um ár. Hljómsveitin spilar Blússlegið rokk og hefur verið flokkað undir “rónarokk”. Öll hafa þau góðan tónlistarlegan bakgrunn og spilað víða í sitthvoru lagi.  Hljómsveitin hefur spilað víða og vakið þónokkra athygli og spilað víðsvegar um landið. T.d. Á Gærunni, Iceland Airwaves, Græna hattinunum og túrað á minni staði svo sem Sauðárkróki (þaðan sem hljómsveitin starfar), Blönduósi, Skagaströnd og Ólafsfirði ásamt mikið af öðrum stöðum. Fyrsta plata sveitarinnar kemur út í apríl en eru þau núna á milljón í upptökum á henni.

    Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst ungir sem aldnir djamma saman.

    Stórtónleikar, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20. Hilton Reykjavík Nordica
    Michael Burks og Blue Ice Band

    Michael Burks sem kallaður er „Iron Man“ er kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blússtjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

    Michael „Iron Man“ Burks hefur þróað eigin gítarstíl sem er undir áhrifum frá Albert King, Freddie King og Albert Collins.  Michael Burks kemur fram með The Blue Ice Band.

    Vintage Caravan. Þetta sama kvöld kemur fram  íslenska blús-rokk tríóið Vintage Caravan

    Femmes Fatales koma einnig fram. Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst ungir sem aldnir djamma saman.

    Þökkum öllum sem lagt hafa okkur lið

     

  • Blúshátíð í Reykjavík , í dag sunnudagur blúsrúntur með Krúser kl 14 frá N1 Hringbraut rúntað um borgina.

    Blúshátíð í Reykjavík  í dag er blúsrúntur með Krúser

    kl 14 frá N1 Hringbraut rúntað verður um borgina.
    Blús fyrir fólkið á Kaffistofu Samhjálp kl 15
    Kaffi Haiti kl 16
    Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld. Hægt að kaupa á staka tónleika .
    Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Miðasala á midi.is, verslunum Brims og við innganginn.

  • Marel Blues Project hita upp fyrir Blúsdrottninguna Andreu þriðjudaginn 3. apríl .

    Marel Blues Project – Hvað er nú það?

    Blúsinn hefur lengi verið samtvinnaður kúltúr Marel. Að loknum stefnumótunarfundi árið 2006 ákváðu nokkrir samstarfsfélagar að efna til blúshátíðar. Blúshljómsveit var formlega sett á laggirnar undir nafninu Marel Blues Project og var hún skipuð tveimur gítarleikurum, bassaleikara og trommuleikara. Innan skamms sýndu aðrir tónlistarmenn áhuga og vildu vera með. Fyrsta Blúskvöld Marel varð að veruleika þar sem Marel fólk spilaði og söng fyrir Marel áhorfendur.Fyrsta blúshátíðin gekk mjög vel og er fyrir löngu orðin árlegur starfsmannaviðburður og mikilvægur hlekkur í starfi starfsmannafélagsins. Árið 2010 kom fram sú hugmynd að fá Andreu Gylfadóttur, sem nýlega var útnefnd söngkona ársins á afhendingarhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna, að deila með okkur reynslu sinni og veita Marel blúsfólki tilsögn ásamt því að koma fram á blúshátíðinni það árið.  Síðan þá hefur Andrea lyft blússtemningunni í fyrirtækinu í nýjar hæðir jafnframt því að koma  fram með Marel Blues Project víða, meðal annars í Hörpu og Chicago. Nú er stefnan sett á að spila á Blúshátíð Reykjavíkur samhliða því sem nýr geisladiskur er að koma út, hljóðritaður á Blúskvöldi Marel 2011.

    Með Marel Blues Project á Blúshátíð Reykjavíkur koma fram:  Brynjar Már Karlsson bassi, Haraldur Gunnlaugsson gítar, Haukur Hafsteinsson trommur,  Jóhann Jón Ísleifsson gítar, Sævar Garðarsson trompet, Sigurður Perez Jónsson saxófónn, Einir Guðlaugsson söngur, Hallgrímur Björgólfsson söngur og Rakel María Axelsdóttir söngur. Njótið tónlistarinnar!