Blúsfélag Reykjavíkur gerir hér með
Davíð Þór Jónsson
að heiðursfélaga fyrir framlag til blústónlistar á Íslandi
Þökkum öllum nær og fjær fyrir komuna og stuðning
Sjáumst 2023 fylgið okkur á facebook https://www.facebook.com/www.blues.is
Blúsfélag Reykjavíkur gerir hér með
Davíð Þór Jónsson
að heiðursfélaga fyrir framlag til blústónlistar á Íslandi
Þökkum öllum nær og fjær fyrir komuna og stuðning
Sjáumst 2023 fylgið okkur á facebook https://www.facebook.com/www.blues.is
Blúshátíð í Reykjavík. miðasala á tix.is tryggðu þér miða hér https://tix.is/is/event/12974/blushati-/
Blúshátíð í Reykjavík laugardaginn 9. apríl. Blúsdagur í miðborginni.
Þá leggur Blúshátíð Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14.00. Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00.
Hilton Reykjavik Nordica 13. apríl
Bestu blúsarar landsins!
Blúshátíð í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár. Einungis verða einir tónleikar í boði, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram.
Söngkonurnar óviðjafnanlegu Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal og Stefanía Svavarsdóttir fremja blúsgaldur með Guðmundi Péturssyni, Halldóri Bragasyni, Óskari Loga Ágústssyni og Nick Jameson, þúsund þjala ólíkindatólinu Davíð Þór Jónssyni ásamt Róberti Þórhallssyni bassaleikara og trommuleikaranum taktfasta Ásgeiri Óskarsyni.
Á tónleikunum kemur einnig fram hljómsveitin Bláa höndin en hana skipa þeir Jakob Frímann Magnússon, Guðmundur Pétursson, Jón Ólafsson og Einar Scheving.
Eftir þessa mögnuðu íslensku blúsveislu verður Klúbbur Blúshátíðar starfræktur á Hilton Reykjavík Nordica. Þar heldur fjörið áfram fram eftir nóttu og ævintýri gerast þegar ólíkir tónlistarmenn hræra sannkallaðan blússeið.
Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.ishttp://www.vox.is/
Joe Louis Walker endaði fyrsta kvöldið með stæl Aðaltónleikar hans með Blue Ice Band verða í kvöld miðvikudag á Hilton Reykjavík Nordica Strákarnir hans Sævars hita upp. Allir tónleikar byrja kl 20 og húsið opnar kl 19 . Miðasala á midi.is og við hurðina frá kl 19.
Lokakvöld Blúshátíðar á Skírdag kl 20 Vinir Dóra 30 ára starfsafmæli. Góðir gestir Andrea GylfadóttirPétur Tyrfingsson Rubin Pollock Thorleifur Gaukur Davidsson CCblús og Uncle John jr. Það verður bein útsetning á Rás 2 frá kl 19:30. Gleðilega Blúshátíð !— á/í Hilton Reykjavík Nordica.
Róbert Þórhallsson er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019
Bassaleikarinn Róbert Þórhallsson var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 13. apríl.
Róbert er einn af okkar allra bestu og eftirsóttustu rafbassaleikurum. Hann hefur verið órjúfanlegur hluti íslenska blússamfélagsins um árabil og hefur meðal annars spilað með húsbandinu, Blue Ice Band, á hverri einustu Blúshátíð frá árinu 2006. Þar hefur hann spilað með öllum erlendu stórstjörnunum sem hafa komið fram á hátíðinni og stjórnað samspilinu af smekkvísi og fagmennsku.
Róbert Þórhallsson er sprenglærður tónlistarmaður. Hann byrjaði ungur að blása í trompet í tónlistarskóla Húsavíkur en skipti yfir í bassann 15 ára gamall. Hann brautskráðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 1997. Haustið 1998 hóf Róbert nám í Conservatorium van Amsterdam þar lauk hann kennaranámi og marstesnámi í bassaleik. Hann brautskráðist þaðan vorið 2003 með láði, fyrstur nemanda í Jass- og hryndeild skólans.
Róbert Þórhallsson er verðugur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur.
Sjálfboðaliðar Blúshátíðar. Það vantar alltaf fleiri blúshendur. Við gerum heiminn betri með blús. Vertu með í liðinu á Blúshátíð í Reykjavík 2019 . Hér tökum við á móti skráningum frá þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar með því að gerast sjálfboðaliðar.
Sjálfboðaliðar Blúshátíðar eru margir og sinna alls konar afar skemmtilegum störfum.Öllum sem lagt hafa okkur lið eru færðar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt framlag og fórnfúst starf á undanförnum árum. Það vantar alltaf fleiri blúshendur! Jákvæðni ,bjartsýni, gaman er fyrir vini eða vinkonur að koma saman í þetta.
Sendið okkur línu á bluesfest@blues.is og við verðum í bandi
Nafn:
Aldur:
Netfang:
Sími:
Um mig:
Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019
Í verðlaun er blúsmiði fyrir tvo á alla stórtónleika Blúshátíðar í Reykjavík
Spurt er um gítarleikara.
Í ár bætist Grammyverðlaunahafinn Joe Louis Walker í hóp þeirra gítarjöfra sem heillað hafa unnendur Blúshátíðar með tilfinningaríkum gítarleik í bland við fingrafimi.
Hér koma nokkrir gítarsnillingar sem allir utan einn hafa spilað á Blúshátíð í Reykjavík.
Hakið við nafn þess eina gítarleikara sem aldrei hefur komið fram á hátíðinni.
.
Svarið er hægt að senda í tölvupósti á sigurdur.vigfusson@reykjavik.is, eða skila því í sérstakan blúskassa sem liggur frammi í Borgarbókasafninu Grófinni.
Dregið verður úr réttum lausnum laugardaginn 13. apríl á tónleikum Halldórs Bragasonar í hópi valinkunnra blúsara. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 á Bókatorgi Borgarbókasafnsins í Grófinni.
Munið að bara þeir sem verða á staðnum þegar dregið er eiga möguleika á vinningnum.