Blúshátíð í Reykjavík 2019

Miðasala á midi.is. Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn blúsmiða í boði, fyrstir kaupa fyrstir fá.Hægt er að kaupa staka miða líka. Miðasala er við dyrnar tónleikadagana á Hilton frá kl 19 en þá opnar húsið Kaupa miða á Midi.is

This image has an empty alt attribute; its file name is 1.10844.jpg

Blús í miðbænum laugardagur 13. Apríl

Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 13. apríl með Blúsdegi í miðborginni þar sem  Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga frá Leifsstyttu kl 14 Lúðrasveitin Svanur leika nokkur lög og Krúser klúbburinn með bílasýningu. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2019. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00  Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira.

Tónleikar á Borgarbókasafni kl. 16.00.

Þriðjudagur 16. apríl. Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica

kl 20. 

•Emil Arvidsson frá Svíþjóð , Erik Qvick, Þórgrimur Jónsson og Vignir Stefansson á Hammond,

• Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson og Þorleifur Gaukur Davíðsson flytja Fantasy Overture

• Blúsaðasta band Músiktilrauna

Klúbbur Blúshátíðar

Miðvikudagur 17. apríl. Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica  kl 20

• Goðsögnin Joe Louis Walker and the Blue Ice band

• Strákarnir hans Sævars

•Klúbbur Blúshátíðar

Fimmtudagur 18. apríl

Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

•Lokakvöld

Vinir Dóra 30 ára afmælisveisla

Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Jón Ólafsson, Ásgeir Óskarsson, Andrea Gylfadóttir , Davíð Þór Jónsson, Þorleifur Gaukur Davíðsson, Rubin Pollock, Pétur Tyrfingsson,

•GGBLÚS Guðmundur Jósson og Guðmundur Gunnlaugsson

•Uncle John jr.

•Klúbbur Blúshátíðar

Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla tónleikana og þar gerast undur og stórmerki. Reynsluboltar, ungliðar og frægir leynigestir hræra saman   þjóðlegum íslenskum blús, Mississippi blús, rokki og öðrum skemmtilegheitum fyrir lífsglaða nátthrafna.

Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.is http://www.vox.is/

Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg

This image has an empty alt attribute; its file name is logosupa-1024x208.png